Freyja - 01.09.1905, Page 19

Freyja - 01.09.1905, Page 19
VIII. 2. FREYJA 43- skýra sig bezt á eftirfylgjandi bréfköflum. A8 undanteknum þess- um bréfköflum hafa mér borist mörg atkvœSi munnlega bæöi hér úr bœnum og einnig utan af landi, og hafa þau öll veriö tneð sög- unni. .... Eg hefi engan friö með Freyju rnína. Ilún er rifin út úr mér jafnóöum og hún kemur. Fólk sem aldrei þreytist á aö úthúöa sögunni, má ekki missa eina línu af henni...—Hulda. .... Eg var rétt búin aö gleyma aö minnast á söguna. Eg vil aö hún haldi áfram. Síöasti kaflinn líkar mér ágœtlega og yfir höf- uö allt saman....—Fríöa Johnson, Otto. .... Eg ætla hér meö aö. láta þig vita aö ég hætti aö lesa Freyju, meöan saga þessi er aö ganga hjá...—C. Benson, Pt. Roberts. .... Ég vona aö sagan Heimilí Hildu haldi áfram aö koma í Freyju.....—Albina Melsted, Árnes. . . .. Viövíkjandi sögunni Heimili Hildu, þá er ég meö því aö hún haldi áfram aö koma.....—S. Ásgrímsson. .... Ivonan mín Ingib. Guömundsson biöur mig aö segja þér aö hún finni sárlítiö eða ekkert sameiginlegt meö sögunni ,,Eiöur Helenar“ og þeirri, sem nú erí blaöinu. Sú fyrri, ein meö bestu sögum og fyrirmynd aö sjálfstæöi og heilbrigöum anda. Máske hún kunni ekki rétt aö vigta á þessa dýru vog. Þaö gjörir líka minnst til, því hún biöur mig einnig aö segja þér aö hún vilji ekki aö þú sendir henni lengur blaöið.......—Eárus Guömundsson, Duluth. .... Annars heyri ég marga lasta söguna, en fyrir mig er hún full- góö—engin eldhús róman......—E. S.Guömundsson. .... Ég er hæst ánœgöur meö söguna, og vona aö atkvæöin veröi nógu mörg meö henni tii þess hún haldi áfram að koma út, ef ekki reyni ég samt aö ná í hana.... Ég hefi reynt aö hjálpa Freyju og það skalég gjöra fram í andlátiö...—Stone Anderson. ■ . .. Samkvæmt áskorun þinni í ágúst blaöi Freyju nú, skrifa ég þér nokkrar línur um söguna ,,Heimi Hildu,“ og er mitt atkvœöi á móti útkomu sögunnar og ég skil ekki í aö nokkurri velhugsandi persónu líki framkoma persónanna í sögunni undanteknum Norman enn sem komiö er —Magnús Magnússon, Hnausa.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.