Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 21
VIII. 2. FREYTA 4ív Kafli úr hréfi frá G. A. Dalmann, Minneota, Minn. Eg sje a8 vitringur einhver er aö fara urn Freyju nokkrum ómildum orSum(!!) útaf hugmyndum þeim sein blaöiö hefir sýnt um hjónabandslögin. Eg skal ekki segja margt um þaö efni, enda getur oröiS ágreiningsmál hvar fyrst eigi að losa þá fjötra sem bundið hefir og bindur enn Ambáttir Drottins. Mér er nœr aö halda, aö ef konur hefðu jafnrétti mundu margar giftingar fara bétur en nú á sér stað og hjónaskilnuöum fækka, því ég skoöa auSvitaö hjónabandiö aö eins borgaralegan samning, ég skifti mér ekkert um hiö trúarlega glamur presta. En nú virðist hér í Bandaríkjunum töluvert laust um þessa guðshnúta því skýrslur yfir 1903 eöa 4 segja að einn hlónaskilnaö- ur hafi orðið af hverjum fimmtán giftingum. En svo er enn eitt. Er það ómaksíns vert aö hjálpa kvennfólkinu ? Undirstaöa þrœl- dómsins er biblían og kyrkjurnar, en hvaö yröi úr pokaprestum og kyrkju i’afstri ef það væri ekki fyrir kvennfólkiö. Þœr eru lífið og sálin í öllu þessu kyrkju volki. Þær virðast vera svo trúgjarnar og prestelskar að með orðum verður ekki lýst. Fyrir nokkrum árum var maður í ríVinu Colorado sem Wright hét. Hann var dætjrafár mannvinur og kvennfrelsis postuli. Hann varð Governor í ríkinu og innieiddi og gjörði að lögum, aö konur hefðu atkvæöisrétt og gekk í gegn. Konur fengu og hafa jafnrétti við mcnn í því ríki. Tveimur árum síðar var þessi maöur útnefnd- ur fyrir Governor. En hvaö skeði. 75 próc. kvenna snerust á móti þessum frelsara sínum og í lið með prestum og auövaldi og allskonar mannfélags böðlum,—Hann náöi ekki kosningu. Eitt af því síöasta sem hann siagði áður en hann dó,var: ,,Mér jiefir ætíð veriö vanþakkaö lífsstarf mjtt. Ég hefi alltaí barist gegn gömlum hleypidómi qg ófrelsi, en hvergi hefir svipan snortið mig eins sárt eins qg í rnínu elskaöa Colorado, aö mínar leystu systur skyldu ganga í liðóvina minna“. Ég vona þú þurfir aldrei að hugsa eða segja líkt jrpssu.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.