Freyja - 01.08.1906, Page 6

Freyja - 01.08.1906, Page 6
6 FREYJA 'IX. i. hús meö 15 herbergjum og öllum nútíöar þœgindum. Svo nú hefir hún hospital og tekur konur heim til sín. Er hún eina konan í Duluth sem hefir ráðist í slíkt og sýnir þaö kjark og árœði. Höfir hún þá kosti, eins og marga aöra í ríkum mœli, enda hafa þeir oft komið henni að góðu gagni á lífsleiðinni. TILUNGRA STÚLKNA OG MÆÐRA. Eftir Unni. (Framhald frú síffasta niimcri.) En þrátt fyrir allt þetta taka stúlkurnar lífið vanalega létt á þeim árum, því æskan er léttlynd og vonir hennar margar og bjartar. Það er oft ekki fyr en þœr taka að eldast að þœr taka eftir vand- hœfninni, sem þessum árum fylgir. En þó að stúlkur ekki megi fara í ástaleit— biðja sér pilta og naumastgefa hýrt auga, þágera þær það þó stundum, ég meina það síðara, því það myndi setja ónota hrylling í flesta pilta ef stúlkur tœkju upp á því fyrra. Hér er eitt dæmi: Stúlka sem ég þekkti einusinni vel, segir svo frá: ,,Við höfðum þekkst býsna lengi og vorum saman öllum þeim stundum er við gátum. Það, var siður hans að koma eftir mér þangað sem ég vann, um það leyti sem verk mín voru búin — því hann vissi vel hvenær það var, og fórum við þá vanalega eitthvað út, ýmist á leikhúsið, á reiðhjólum út fyrir borgina, á samkomur eða þá að við gengúm eitthvað ogheimsóktum éinhverja kunningja saman. Hann var lesnari en ég og hafði æfinlega frá einhverju skemtilegu aðsegjaog mér geðjaðist vel að honum, annars hefði ég ekki farið með honum og mér datt ekki í hugað þettaværi að neinu leyti rangt. Þegar eitthvað var að borga, borg^ði ég vanalega fyr- ir mig sjálf, þó kom það fyrir að hann gerði það. Einn góðan veðurdag fer hann að ympra á því að fólk sé farið að orða okkur saman. Ég gaf því engan gaum — vissi ekki hvað það var, enda var ég þá langt fyrir innan tvítugt. En upp frá því breyttist hann gjörsamlega. Hann fór að verða þögulli og þögulli, þótti mér það bæði skrítið og sérlega leiðinlegt. Ég reyndi hvað eftir annað að brjóta upp á ýmsum málefnum er við höfðum áður rœtt og ég vissi að hann var hrifinn af, en allt kom fyrir ekkert.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.