Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 10

Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 10
io6 FREYJA X. 5- ,,Einusinni var égað leitaað ketlingum mínum og gekk eftirbak- brautinni heiman frá okkur. Ileyrði ég þá mannamál í hesthús- inu hans Bairly og J)ekkti að það var hanu semsagði: ,,Eg skal gefa þér upp það sem þú skuldar mér, ef þú gefur mör atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum í haust“. Til að þegja ytir þessu gal Bairly mér-------“. Nú heyrðist ekkert fyrir þys og látum, því hver einasti karl- maður stóð upp og ruddist um fast til að komast út og kvennfólk- ið á eftir. Þegar ég fór, sá ég að Bloomer var sofnaður frá biblíu- greinalestrinum og Angela stóð eins ogsigrihrósandi drottning al- ein appi á pallinum svo undursamlega fögur, því kvöldsólargeisl- arnir dönsuðu ífallegu lokkunum hennar eftir þvísem hún hreyfði sig. Eg flýtti mér heim og fleygði mér í hægindastólinn minn titr- andi af geðshræringu. „Ég vona að fólkið hafl fengið eftirminnilega ofanígjöf’’, sagði ég við manninn ininn. „Og blátt auga! En hún Angela litla. það fara ekki margir í fötinhennar með að safna peningum’’, sagði hann og tók af sér annan spariskóinn sinn. „Viltu láta upp ketilinn, góði minn. Mérfinnst ég hafa venju fremur þörffyrir tebolla”, sagði ég. Hann tók af hinn skóinn, stóð upp með hægð, leit til mfn og sagði: „Amunda, þegar maður á að borga fyrir sálu sína er bezt að borga það á lieiðarlegan hátt, eins og ég hefi svo oft sagt. Það er rangt, rangt, að senda börn út til að betla, lána, eða að stela”. Þi þaggaði ég niður í honum. „Jæja, jæja þá”, hélt hann áfram. „Hvernig skyldu blessuð börnin eiga að innvinna sér peninga á heiðarlegan hátt, Eg er viss um að helmingurinn af börnunum hefir ekki hugmynd um livað allt þetta brall á að þýða. Einusinni kom einn Todds tvíburinn og bað mig að kaupa af sér heimagjört brjóstsykur. „Og tilhvers œtlarðu að hafa pen ingana?” spurði ég. „Fyrir heiðingjana”, sagði krakkinn. ,,0g hvar eru þeir?” spurði ög, „Á Indlandi”, sagði krakkinn. ,,Já. svona gengur það. Það er ekki rétt að þeir peningar, sem halda uppi þörfustu stofnunum heimsins, séu betlaðir, eða hafðir saman með hrekkjum eða brellum. „En Amunda”, sagði hann og leit til mín og varð mör þá ao andvarpa heldur í frekara lagi, — ,,þú hefir þó ekki verið í ein- hverjum bauknum hennar Angelu?”

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.