Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 5
X. 5.
FREYJA
IOI
vanrækja ekki köllun sína, og ungfrú Lynetta Cole bað tiana að
rauna eftir ekkjunni, sem hefði lagt sinn síðasta pening í guðs-
kistuna.
Eftir því sem trúboðs-betlidagurinn nálgaðist, varð áhuginn
meiri fyrir öllum. börnin voru á þönum, öll nema Angela, og þeg-
ar hann toksins kom, var presturinn úti á landi að jarðsyngja ein-
hvern. Engu að síður var kyrkjan troðfull. Börnin komu tvö og
tvö í senn og afhentu tunnurnar sínar, öll nema Angela. Ilún kom
tómhent. Það var átakanlegt að sjá blessuð börnin, sum svo lítil,
að þau gátu varla gcngið, afhenda gáfur sínar, og skýra frá,hversu
þeirra var aflað. Bloomer gamli meðhjálpari, hálf blindur og heyrn-
arlaus þuldi biblíugreinar á milli, eða í hvert skifti ogeitthvert hlé
varð á, tii að gjöra hátíðahaldið enn þá hátíðlegra.
Síðust allra kom Angela. Hún var undursamlega falleg í
fannhvítum kjól, með kappa á höfðinu skreyttan „gleym múr ei“.
Engum datt í hug að hún hefði neitt að bjóða. Samt fór hún aft-
ur fyrir orgelið og kom þaðan með miðlungi stóran kassa, tók upp
úr honum gerdufts-bauk og sagði:
,,Eg merktialla þessa bauka og kassa til þess að ruglast ekki
í sögum þeirra hvers ura Sig. í þessum bauk eru 10 eirpeningar.
Stendur svo á þeira, að sama sunnudaginn og ég tók við pappa-
bankanum minum áleit ég bezt að byrja á fjársöfnuninni, fórum
við þá út undir kyrkjuveggog köstuðum teningum um eirpening-
ana sem forsetinn lét í bankana okkar. Eg vann 10 og hér eru
þeir.“
Hún lét peningana falla í samskotasjóðinn en við söguna kom
dálítil ókyrð áfólkið og mæður krakkannasem töpuðu eirpening-
unum sínum, litu hver framan í aðra.
,,I pillubauknum þeim arna eru 5 cent. Eg fékk þau fyrir
pappabankann mmn hjá dreng úr öðrum söfnuði," sagði Angela.
„Amen,“ tautaði /íloomer.
„Eins og allir v'ita, er blórnagarðurinn hennar frú Spencer sá
langfallegasti í bænum. Einusinni þegar ég kom þangað var hani
nágrannans nýbúinn aðstór skemma garðinn hennar. reyndar var
það ekki í fyrsta sinn sem það hafði komið fyrir. En nú var þolin-
mæði hennar þrotin, og ég heyrði hana segja, að nú skyldi hún
gefa dollar hverjum sem sneri hanann úr hálsliðnum. Eg vann
veikið og her er dalurinn," sagði Angela og lét nú stórann silfur-
dal smella ofan í samskotaféð. Frú Spencesat í kyrkjunni og ná-
fölnaði, enda var nú allt orðið hljótt eins og í grafhýsi.