Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 30

Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 30
FREYJA i 26 X. 5 Rússneska frelsishetjan Kattiarine Brestikovsky EFTIR Ernest Poole. -------0------ i „Innan skamms mun rússneska þjóðin vakna og hrista of sér okið. Vakandi og sofandi dreymir hana um frelsi og þessir frels- isdraumar eru henni allt í öllu.— og þessir draumar eru gömul eign allra sannra Ameríku-manna.“ Ilún sagði þetta. á rússnesku. Röddin var lág og þýð, þrung- in mannást og meðlíðunarsemi. Augun leiftruðu er hún ræddi á- hugamál sitt, annars hvíldi yfir þeim draumblæja sú, er einkennir þá, sem hugsa margt entala fátt. Hárið, sem klippt hafði verið af henni í fangelsinu, var nú ovðið mikið ogþykkt og myndaði silfur- hvítan sveig um mikla ennið, er mannraunir margra ára höfðu plægt. Þó hún sé á sjötugsaldri, berst hún enn fyrir frelsi ættjarð- arinnar með því að vekja eftirtekt annara þjóða á henni. Eftir- fylgjandi er úrdráttur úr æfisögu hennar sagðri á samkomu í N. Y. „Fyrir 50 árum svaf Rússland. Alþýðan svalt og beygði svír. ann undir klafann og svipuna. Barn að aldri hataði ég stjórnina fyrir að kúga alþýðuna og fórsvo ógætilega með þá tilfinning, að móðir mín fann ástæðu til að aðvara mig. Síðan hefi ég af eigin reynzlu komist að raun um hvað stjórnin gjörir við þá, sem hafa á móti gjörðum liennar. „Móðir mín var góð og guðhrædd kona, án þess þó að hirða mikið um kreddur grísk-katólsku kyrkjunnar. Hún kenndi okkur að skoða alþýðufólkið sem bræður og systur okkar, þrátt fyrir stétt-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.