Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 26

Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 26
122 FREYJA X. 5. braut til sigurs, er þér höfðuð áður rutt og helgað og stráð með hjartablóði yðar! Á umliðnum öldum, þegar verkamaðurinn var einungis þræll húsbóndans, risuhér og þar upp einstöku menn, og andmæltu kúg- uninni kröftuglega. Tilraunir þessara manna misheppnuðust og sjálfir voru þeireinatt líflátnir, af því að frelsishugsjónir þeirra áttu ekkert endurskin í sálum fjöldans. Engu að að aíður varð blóð- ferill þessara frumherja mannlegra réttinda leiðarvísir þeim er á eftir komu. Þeir hafa verið ,,Excelsiors“ allra tíma, Án þeirra væri heimurinn enn þá í barndómi sínum, /afnvel Móses, hinn mikli og sigursæli leiðtogi Gyðinga, komst aldrei inn á liið fyrir- heitna landið. þrátt fyrir allan þann dýrdarijóma, sem öfgar, hjá- trú og hindurvitni aldanna hafa ofið utan um nafn hans, entist honum eltki aldur til að fullkomna verk sitt. Hann féll á vegin- um og Israelítar urðu sjálfir að sjá fyrir sér eftir fráfall hans. Engu að síður bjuggu Gyðingar að þeirri byrjun hans gegnum margar aldaraðir, og það var hún, sem hóf þjóð hans f tölu merkustu þjóða heimsins. Sókrates, sem aldrei átti máiungi matar, var lélegur heimilis- faðir og fékk eiturdrykk að launum fyrir lífsstart sitt, var á mæli- kvarða heimsins misheppnaður maður. Og þó hefir nafn hans lif- að gegnum aldirnar, og iærisveinar hans unnu honum, svo að slíks eru fá dæmi —einmitt mennirnir, sem þekktu hann bezt og um- gengust hann mest. Jafnvel Jesús Kristur náði ekki tilgangi sínum, ef trúa skal sögumvina hans og óvina, um það, að uann hafi virkilega ætlað sér að verða konungur Gyðinga í líkamlegri merkingu. Taki maður hina almennu lilið á lífsstarfi hans, verður maður að játa, að einungis lítíll hluti mannkynsins viðurkennir hann enn þá sem frelsara sinn. Hafi hann ætlað að mynda eitt bræðrafélag úr öllu mannkyni, eins og sumir fræðimenn halda fram, misheppnaðist það einnig, Svo frá þessum þremur hliðum skoðað, fyllir hann hóp þeirra sem féllu á veginum. Hin undursamlegu áhrif hans á heiminn liggja ekki í sigrinum sem hann vann, heldur í ósigrinum og hinni dásamlegu stríðs-aðferð hans og mannást, fyrirgefandi óvinum sínum mítt í dauðastríðinu. Einmitt þessi eiginlegleiki hefir mildað hið síngjarna manneðli, þar sem hann nær til og tekur það föstum tökum. Og fyrir þessi áhrif hans og hans líka, bjarmar nú af betradegi, þegar bróðurást og mannúð taka við völdum í heiminum og mannanna börn verða sem ein fjölskylda.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.