Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 13
X. 5-
FREYJA
109
Iíann lítur við eldmaursins leiftrandiglóð
hve litfríS er höndin og kinnin rjóð.
Og brosiö segir svo blíðu-milt:
Ég býð þér mig — taktu mig ef þú vilt.
Sjúgðu mitt hunang að hjarta þér,
þitt hjartablóð aftur gef þú mér-
Nú andar blœkul og frá er flett
því fortjaldi úr vatnsgufu úða,
er huldi útsýn sem héluð rúða.
Nú sést á himni í heiðan blett.
Það glampar á eitthvað í hennar hönd,
þá heyrist eins og það slitni bönd.—
Hann rekur uppóp,— en enginn grœðir,
undina þásem leyndast blœðir.
III.
,,Haf þökk fyrir dvölina þessa hér
og það sem af vegi þú gekkst með mér.
Ég tek þitt líf sem greiða míns gjald,
í gildruna hljópstu, —mitt dularvald“.
Nú bjarmar af degi við bárufald,
Hann heyrir orðin. En allt í kring
fyriraugum hans þeytist sífellt í hring.
Hannþekkir ei sviðið, það allt er autt,
og af hans dreyra er grasið blautt.
En rétt er í dauða svefninn hann sígur
þá sér hann það fyrst að hún er gýgur.
Kkistinn Stefánsson.