Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 24

Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 24
120 FREYJA X. 5 Gamlárs-kveðja. [Flutt ásamk. kvfél. ,,Líknin“ í Blainel'öOG. ViS áramót fer sérhversál á flug, meS sigurvon um nýja lífsins gleSi, ogframsókn andans veitir dáS og dug, en dularblœju reifar þaS sem skeði. En svo er margt sem mörgum þakka ber í muna og verkum fyrir liSna daga, og ársins, sem í kvöld nú kveSjum vér meS kœrstu þökkum minnist íslenzk saga. ÞaS verður ætíS ein'nver steinn á leiS hjá öllum þeim, sem ryðja nýja vegi, en þegar loks aS brautin bein og greiS, er búin, roðar fyrir ný-árs-degi. Hve er ei ljúft um ljósbjart gamlárs-kvöld aS lifa og sjá er gleðin vonum tengist, þó sumir beri úr býtum lítil gjöld, aS brautin fram aS réttu marki lengist. Og ef þér viljið velferS orri þjóS og vinabönd, sem aldrei framar rakni, þá geymið hennar gullnu sögu og JjóS í gegnum allt, þó festin stundum slakni. Ef þessi vestur-íslenzk unga deild í eining bindst og tekur saman höndum, þá er hún efni í stóra og sterka heild, sem stofnum gœti velt af hrjósturlöndum. Svo kveSjumst þá með hlýjum hng í kvöld, og heilsumst aftur glöS á ný-árs-daginn. Vor þjóS og tunga lifi öld af öld og andans þroski blómgi fóstru-haginn. Og hvar sem liggja okkar æfi-spor, í öðrum löndum, kæru frelsis vinir! Þá sé það dýrsta hjartans hugsun vor, að heima-landsins erum deetur, synir. Þ. K. K.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.