Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 21
X. 5-
FREYJA
n 7
—Sesam allstaðar. Og mig skorti ekkert. nema þekking og
kraft til aö opna þá og verða Midas.— -—• — Eftir aö hafa
ráfað urn skógana í nokkur ár, settist ég að í þessum kofa, því
ég átti hér hundrað ekrur af hrjóstrugu landi, það var hið eina
sem ekki var af mér tekið, þegar ég varð gjaldþrota, því þess-
ar fáu ekrur þóttu einkis virði. Þar komu í ljós hin sönnustu
brjóstgœði auðkýfingsins, sem hafði mig í hendi sinni. Hér
skammt írá, í þessari landeign, hafði einusinni á öldinni, sem
leið, verið reist skrautlegt stórhýsi úr steini, nú er það löngu
orðið að rústum, að eins nokkur hluti af öðrum gaflinum stend-
ur eftir. Það er til gömul þjóösaga um það, að mikill fjár-
•sjóður sé falinn undir rústunum, og í einn steininn ágaflinum,
sem enn er óhruninn, voru greypt nokkur orð á útlendu máli,
sem ðnginn hér um slóðir gat lesið í fulla tvo mannsaldra, og
segir þjóðsagan, að orð þessi skýri frá því, hvar fjársjóðinn sé
að finna. I mörg ár reyndi ég að komast að þýðingu þessara
undarlegu orða, ég skrifaði þau á blað og sendi þau til ýmsra
lœrðra málfrœðinga, bœði í Halifax og Boston. En lengi vel
var öil sú viðieitni mfn árangurslaus. Þó varð það á endanum
að égfékk að vita,að orðin voru ágamalli pólsku og þýddu þetta:
,, Pólskuk ÚTLAGi lét reisa hús þETTA 1739. “ — En nokkru
síðarrakst ég á rússneskan mann, sem kunni pólsku. Ég sýndi
honum þessi orð og bað hann að lesa þau aftur á bak, og þákom
þaðíljós, að skilja mátti þau á tvo vegu: ,,1739“ varð þá að
937 i, og pólska orðið hús, þegar það er lesið aftur á bak, þýðir
GIJLL. — Og þá rak ég mig á það, eins og oftar, að steinarnir
eru hreinskilnir. “
,,Oghvað þýddu þá öll orðin, þegar þau voru lesin aftur
á bak?“ sagði ég,
,,Það hefi ég engum sagt og mun aldrei gjöra það upp-
skátt, “ sagði hann.
,,En rússneski maðurinn, sem þýddi orðin fyrir þig, veit
það þó,“ sagði ég.
,, Hann veit þýðingu hvers orðs út af fyrir sig, en ekki mein-
ingu málsgreinarinnar í heild, “ sagði Patrick. ,,Ég lét hann
fyrst þýða orðið, sem var næst því síðasta, og þar næst orðið
sern var næst á eftir því fyrsta, en lét hann aldrei.sjá orðin í