Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 12
ioS
FREYJA
X. 5-
Heillaður.
I.
Þau ganga hægt með hvítum legi.
Þaö hallar degi,
þaS húmar og hljóðnar um vegi.
Og ládeyðan mókar í loftsins þvngd
og laufin á trjánum haust-gul drúpa,
í rökkurblátt mistur sig runnarnir hjúpa,
semvorkveldsins mollan sé upp aftur yngd
og lögö yfir himin og hafið djúpa.
Um það hversu ástin sé heilög og hrein
þau hefja taliö. —- Hver von á að rœtast.
Og þau eru þarna svo ung og svo ein,
og allt sem er þýðast, bh'ðast og sætast.
Þar finnst honum oröið að einni rós
með æskunnar frjódögg og sólarljós.
En skógur sem varnarmúr víggirðir ós
og vatnið og skuggarnir mætast.
II.
Svo deyr um síðir allt dagsins hljóð,
það dregur upp vatns-þoku gráa,
og eldmaursins lýsandi glittir í glóð
í grasi við skóg-kjarrið lága.
Sá tlóðgarður hrynur sem fjölmennið hlóð,
en fámálug nóttin þegir,
og leystir strauinar fá magn og móð,
en manna’ eru fjarlœgir vegir.
Ogkossunum fjölgar,þeir fyllast þeim eldi,
sem faðmlögin bála í noetur veldi.