Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 16
I 12
FREYJA
X. 5-
höfum ekki hinn rétta töfrasprota, sem opnar þessa steina—
viö þekkjum ekki töfraþuluna, sem viö á”.
Þegar viö vorum næstum komnir aö þorpinu, nam hann
staöar allt í einu, tók lítinn stein úr vasa sínum og sýndi mér.
,,Segöu mér nú, drengur minn”, sagöi hann og leit allt
í kringum sig, ,,segðu mér í trúnaði, hvort þú hefir nokkurn
tíma séð líkan stein og þetta hér íkring”.
Ég leít á steininn og sá ekkert einkennilegt viö hann, en
sagöi þó, aö ég heföi aldrei séö neinn stein alveg eins.
,,Mig furðar á því”, sagði maöurinn, ,,því augu ungling-
anna eru glögg, En nú þarf ég ekki þinnar fylgdar lengur
viö, því þarna sé ég námaþorpið”.
Hann tók svo fimm koparcent úr vasa sínum og taldi
þau í lófa minn.
,,Eigðu þetta”, sagöi hann, ,,þaö eru iniklir peningar í
höndum þess, sem kann með að fara. Og heilræöi vil ég
gefa þér, og þaö er þetta. Þegar þér mislukkast eitthvað,
sem þú tekur þér fyrir hendur, þá reyndu þaö aftur, ekki sjö
sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum”.
Ég þakkaöi honum hjartanlega fyrir peningana og heil -
rœðiö og kvaddi hann, og varö feginn aö meiga snúa heim aft-
ur. En þegar ég var kominn fáeina faöma frá honum, kallaöi
hann á eftir mér.
„Heyröu, drengur minn!” sagði hann, „ef þú átt ein-
hverntíma leið um Cole-fjörð, þá gleymdu ekki aö heimsœkja
mig”.
,,En hvernig á ég að finna húsið þitt?” sagði ég.
,,Spuröu bara eftir séra Patrick O’More”, sagöi hann,
„allir kannast við hann séra Patrick O’More”.
Svo fór hann sína leið og ég mína.
Svo líöu tvö ár, og ég var löngu hættur aö hugsa nokk-
uð um hinn dularfulla séra Patrick O’More. Þá var það á
'áliönu sumri, aö ég var sendur til Halifax. Ég hafði hugsað
mér aö taka mér far meö skipi nokkru í Tangier, sem var
næsta höfn viö nýlenduna, en þegar ég kom þangað, var skip-
•ö nýfariö. Ég sá því engan minn kost annan, en halda á-