Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 31

Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 31
x. 5- FREYJA 127 askiftinguna, því foreldrar mínir voru bæði aðalborin. En fyndi hún migá tali við eldabuskana fór um hana hrollur, oggæfiég fá- tæklings-barni yfirhöfn mfna, þótti henni ég ganga allt of langt í að fylgja kenningum Jesú, Þannig rak ég mig snemma á mismun- inn á kenningum kyrkjunnar og breytni einstaklinga *em henni fvlgdu og það þeirra sem beztir voru. ,,Af föður tnínum, sem var frjálslyndur og góður maður, kynntist ég snemma stjórnarfarinu. Sextán vetra þekkti ég kenn- ingar Yoltairs, Rosseau og Diderots. Eg las vel bœði þýzku 0g frönsku, og kunni sögu stjórnarbyltingarinnar frönsku, og þaðan kom mér áhuginn fyrir freJsi ættjarðar minnar. Framan af hélt ég að allar réttarbæíur fengju3t gengum stjórnina ef um þær væri beðið og stjórninni væri með rökum sýnt, að beiðnin væri sann- gjörn, Um þetta leyti stóð fyrir dyrum þræla afnámið á Rússlandi, Háskólagengið fólk af öllum stéttum gaf sig fram til að kenna fólk- inu að stjórna sér sjálft. Rúnaðarskólar voru stofnaðir yíðs vegar út um sveitirnar til að kenna bændunum að rækta blettina sína, þegar til kæmi. //rifin af þjóðrækni þessa fólks og sannfærð um þörf og nytsemi slíkra skóla, opnaði ég einn með tilstyrk föður míns og kenndi sjálf. ,,Alþýðan var fáfróð og hugsaði einungis um moldarkofana sína og jörðina, sem bar þá. Um stjórnina vissi hún það eitt, að hún heimtaði af henni skatta á friðartímum, en bæði fé og fjör á ófriðartímum. Þó hafði hún heyrt talað um frelsi. Loksins kom frelsisskráin 0g bændurnir voru leystir úr áþján land3drottnanna, og hverjum bónda fenginn til eignar ogábúðar ofurlítill blettur af lölegasta landi fyrverandi herra síns. Landherrarnir ráku þá burt af landareign sinni 0g úr kofunum, þar sem íorfeður þeirra höfðu lifað og dáið. Ökl eftir öld voru óðul þessi virt eftir sálna fjöldan- umsem þeim fylgdi —sálum bændafólksins, sem þá voru auðvitað þrælar og eign lande igendanna. Með þessum sálum voru óðulin seld og keypt. Bændurnir héldu því, að sálirnar 0g landið, sem feður þeirrahöfðu yrkt, yrðienn þá samferða. En er sú von brást, urðu þeir æðisgengnir 0g neituðu með öllu að yfirgefa land- ið 0g kofana, ,því,‘ sögðu þeir, ,hvernig eigum vör að halda lífinu fjölskyldum vorum á þessum gróðurlausu óræktarskikum?' ,,En stjórnin fann ráð til að koma fólkinu úr kofunum 0g þagga niður í því um leið. Það var rekið út á göturnar, sett í raðir og tíundi hver karlmaður húðst'-ýktur. Þar sem þetta ekki dugði, var það enn rekið út og fimmti hver karlmaður húðstrýktUr,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.