Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 15
X. s.
FREYJA
111
Við lögðum á stað úr nýlendunni stundu eftir hádegi, og
fórum eftir þröngum og krókóttum stíg, sem lá í gegnum skóg-
inn. Þar er hólótt mjög og jarðvegur hrjóstugur og fremur
ógreitt yfirferöar, og víða með fram götunni eru stórir stein-
ar, Ég tók strax eftir því, að þessi skuggale.gi maður, sem
ég var að fylgja, veitti hverjum stórum steini, sem á leið
okkar var, nákvœmlegar gætur, hann nam staðar hjá sumum
þeirra, reyndi til að velta þeim við, og skoðaði þá í krók og
kring, og setti um leið upp gleraugu, sem hann bar í vestis-
vasa sínum.
Stígurinn til námaþorpsins lá út af aðalveginum rétt fyrir
austan hina svonefndu Kjarrviðarhœð (Copse Hill),
,,Hvað heitir hóll þessi?1- sagði maðurinn, Þegar við vor-
um komnir inn á stiginn. Það voru fyrstu orðin, sem hann
talaði við mig.
,,Copse Hill“, sagði ég.
, ,Hóll þessi ætti heldur að heita Corpse Knoll (Líkhóll)”,
sagði hann, þegar við vorum komnir um hálfa mílu frá hœð-
inni.
,,Af hverju?”, sagði ég.
,,Af því að hér fór hjólið í sundur við brunninn fyrir tutt-
ugu árum síðan”, sagði hann.
„Hjólið í sundur við brunninn?” átég eftir alveg hissa.
„Já, oghér var skorið á silfursnúruna”, sagði hann, ,,og
ungur málmnemi gafst hér upp—hann hneig hérna niður við
veginn. Ég sé förin hans allstaðar—allstaðar-—allstaðar!” Og
hann horfði í allar áttir um leið og hann sagði þetta.
Ég horfði líka allt um kring, en sá engin för, nema eft-
ir berfættan íslenzkan dreng, sem hafði farið eftir stígnum
þá um morguninn. En ég óskaði með sjálfum mér, að ég
kœmist heim aftur, áður en færi að dimma.
,,Hér er Sesam!” sagði þessi kynlegi maður nokkru síð-
ar og benti á stóran stein, sem var við stíginn. ,,Þetta er
Sesam!” sagði hann og tók til að skoða steininn í krók og
kring, ,,hér er Sesam, og þarna er Sesam— þeir eru alstað-
ar. I hverjum steini á þes su svæði er hulinn fjársjóður—
allstaðar gull, gull, gull, gull, rautt og glóandi gull! En við