Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 2
FREYJA
X.. 8.
186
n.
En nú er hann genginn sá gaddleysu vetur
með gœí-viöra ólyfjan — því fer nú betur!
I fagnaöar erindum viðleitni og vona
er vorið ínánd, eins og hjúkrunarkona,
hver nývöknuð gróðrar-þrá sér hana svona!
Og vatns-skúrin hvíta með voðir að baki
af vorskýjum flakandi, spyr: Hvort ég vaki,
og sjái sér árdegi í auganu skína?
Og úti við slær hún mér kveðjuna sína
með regn-dropa fingrum á rúðuna mína.
Stephan G. Stephansson.
1/4 -- ’o8.
ANDVAKAN.
Sat ég ein um óttu hljóða,
illur vættur blundi rændi,
þung í skapi, þrútnum augurn
þá ég út í bláinn mœndi.
Mœndi sárum munar-augum
myrkan yfir lífsins slóða,
svört á ljóra lagðist móða,
—liðin upp frágömlum haugum.
Kalt er í þá hauga’ að hyggja,
horfinn er ’ann, ljúfi blœrinn,
sem í æsku um mig blakti
og í rústum liggur bœrinn,
sem að alein við ég vakti
—vonum mínum hœli b}'ggja,
nú þœr allar látnar liggja,
landi frá mig eina hrakti.
Slæm er iðja, ein um nœtur
yfir slíkum vofum dreyma,