Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 18
202
FREYJA
Svarta íþróttin.
X. 8.
í blaðinu, „Scientiflc American,“ 31 ágúst s. I. strtð eftirfylgj-
andi grein:
„Við og við ern ýmiskonar töframyndir og sjónhverfingar
sýndar á ieikhúsunum, hver annari skyldar og virðast koma af
hendingu einni fram í huga þeirra er fást við slíka hluti. Nýlega
hefir ein hin einkennilegasta sjónhverfing verið sýnd bæði hér í
landi og í Lundúnaborg undir umsjón eins liins nafnkunnasta
töframanns, sem nú er uppi. J. N. Maskelyne. Á öllum öldum
hefir Svarta íþróttin fylgt andatrúnni og er því ekkert ytirnáttúr-
legt við hana fyrir þá sem þekkja nokkuð til hennar. ilún er
sem fylgir:
„Þegar tjaldið er dregið upp er leiksviðið, autt nema hvað
tveir stólar standa framarlega á því í miðju. Maskelyqe kemur
inn með vin sinn, miðilinn, sem á að framleiða andann í
holdlegri mynd úr sínu eigin brjósti. Brátt kemst hann í þetta
„millibilsástand“ og sézt þá hvítleit gufa koma undan vinstra brjóst-
inu á honum. Æáðir standa mennirnir þannig, að þeir snúa hægri
hlið að áhorfendunum — komu n. 1. inn frá vinstri hlið og stað-
næmdust á miðjum pallinum framanverðum hjá stólunum og snúa
þá eins og þegar hefir sagt verið. Gufan frá brjósti miðilsins vex og
þéttist, þar til hún tekur honum yfir höfuð. Innan skamms kemur
mannshönd út úr gufunni, sýnilega úr brjósti miðilsins. En það er
ekki einungis höndin ein, heldur kemur kvennmaðurinn smátt og
smátt, fyrst höndin, þá höfuðið, háls og herðar, þar til kona stend-
ur þar alsköpuð, hulin hvítum slæðum, með sveig um hárið, sem
er mikið og fellur um háls hennar og herðar. Kona þessi virðist
einnig í hálfgjörðri leiðslu, samt gengur hún fram á palls-skörina,
horfir í kringum sig, ranghvoifir í sér augunum og segir: Hvar
er ég?
„Þessi sýning hafði inikil áhrif á fólk og margar og margvís-
legar voru tilgáturnar um eðli hennar. Rétta ráðningin liggur í
Svörtu íþróttinni sem er næstaeinföld þeim er vita, og er þetta
gjört á þann hátt er nú skal greina:
„Sýningarsvæðið er tjaldað alsvörtum tjöldum, veggir og
mænir svörtu flaueli en gólfið svörtu flosi eða flóka. Mennirnir
koina inn, eins og áður frá skýrt og staðnæmast hjá stólunum þann-