Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 22

Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 22
20 6 FREYJA X. 8. upp aftnr og’aftur, Aldrei á æíi minni liefi égorðið eins óttaslegin eða séð aðra eins óttaslegna og við börnin urðum þá. Eg reyndi ekki að gjöra mér neina grein fyrir þessu, því í engum grýlu, drauga, trölia Alfa eða útilegumannasögum hafði ég heyrt slíks getið. Við börnin hjúfruðum okkur saman og bróðir minn, semvar elztur, livíslaði: — „Dómsdagur er kominn, þetta er hinn síðasti lúðurhljómur.“ Með það vafði hann höndunum utan um okkur til þess að vera viss um að við yrðum þó samferða hvernig sem færi. „Verða þá engin jól?1' hvíslaði ég að honum, því svo hrædd sem ég var, mundi ég eftir jólunum. Múske líka að óttinn fyrir að missa þarna allt í einu sem barnshjartanu er dýrmætast, hafi skerpt minnið, því dómsdag hafði ég heyrt talað um, sem óttaleg- an dag. En upp ú þessa spurningu fökk ég aldrei beinlínis svar, En framini í baðstofunni heyrði ég pabba segja stúlkunum að lireiða fyrir gluggana, því að það væri hættulegt ef ljósi og snæ- ljósi lysti saman. Bráðum eftir þetta hættu skruðningarnar og hvellirnir urðualdrei nema tveir, Eg býst nú við að þið séuð farin að renna grun í livað þetta var og hlægið að mér fyrir hræðsluna. En það er margt al-títt í einum stað, sem er ótítt í öðrum og svo var með þetta. Því þetta var í fyrsta og síðasta skifti, sem ég heyrði þrumur og sá eldingar heima á íslandi og var ég þarþó um tuttugu ár eftir þetta. Síð- an ég kom til Ameríku hefi ég oft heyrt þrumur og séð eldingar ogþóég framan af veru minni hér, væri hrædd við hvorttveggja, er ég það nú ekki framar. Litlu seinna komu stúlkurnar og klæddu okkur í sparifötin og færðu okkur kerti, laufabrauð og alls konar góðgæti. Æskan er léttlynd, við vorum býsna fljót að náokkur, enda kveiktum við á kertunum okkár og bárum ljósin með okkur hvar sem við fórum, en engir vondir vættir þora þar að, sem Ijós er fyru\ Eullorðna fólkið hafði ljós í hverjum kyma, svo hver krókur var upplýstur þetta kvöld og lengst fram á nótt. Við gleymdum hræðslunni og hættunni og skemmtutn okkureins vel og við gátuin og vorum á nægð, þó fátt væri um skemmtanir og jólagjatir við það sem nú á sér stað hér og víðar. En á okknr sannnðist: að ,,sá hefir nóg sér nægja lætur.“ Vio þekktum þá ekki betra og vorum mikln ánægðari en margir, sem nú sitja að betri kosti. Jlegi yður aldrei líða ver en svo mikið betur, sem vaxandi menningar-þrá veitir meiri sælu, sé heuni fullnægt. —yðar Amina.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.