Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 17

Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 17
X. 8. FREYJA Yfirlýsing og Áskorun. 201 Me5 því aö Canada Suffrage Association hefir góöfúslega boðið ,,Hinu fjrsta íslenzka kvennfrelsis kvennfélagi í Amer- íku“ upptöku í félag sitt. og með því að með slíkri sameining gjörist þaðmeðlimur í allsherjar kvennfr. kvfél. (The International Woman Suff- rage Alliance) og með því að slíkri sameiningu fylgja bókmenntaleg hlunnindi og margfaldaðir vinnukraftar, auglýsist hér með, að Hið fyrsta ísl. kvennfrelsis kvenn- félag í Ameríku, hefir ákveðið að sœta tilboði þessu, ogtilheyr- ir því nefndu félagi framvegis ogvinnur ; umboði þess, og með tilstyrk þess. Ennfremur: — Og rneð því að C. S. A. hefir sýntfélagi voru þannsóma að bjóða því að senda ísl. fulltrúa, einn af sex er það hefir rétt til að senda, undir sínum merkjum á Allsherjarþing kvenna, sem haldið verður í Amsterdam 15. júní n. k. og með því að vér álítum að slíkt yrði ísl. til ómetanlegs gagns og sóma, höfum vér ákveðiö að gjöra allt sem í voru valdi stendur tilþessað sæta því boði. En fyrirþá sök að félag vort er ungt og fátœkt, skorum VÉR HÉR MEÐ A ALLA KVENNFRELSISVINI AÐ HJÁLPA OSS TIL þoss með samskotum, er sendist til ritstjóra Heimskringlu og Lögbergs er gefi viðurkenningu fyrir peningunum í ísl. viku- blöðunumá venjulegan hátt. Enn fremur skal þess hér með getið, að fulltrúi til farar- innarverður ekki kosinn fyrir fyrsta sunnud. í maí n.k. og að allir, sern eruí-fél. þessu nú eðagjörast fél- þess innan ofan- greinds sunnudags hafa jafnt tækifœri til að ná kosningu tii þessarar farar. Að síðustu skal þess getið, að fáist ekki nóg fé til fararinnar eða enginn til aðfara í þetta sinn, verður fé það sem inn kann að koma, mikið eða lítið, geymt á banka, þar til vér höfum nœst tækifœri til að senda fulltrúa, annaðhvort á þjóð-þing kvenna í Canada, eða allsherjarþing kvenna. f M. J.. Benedictsson —forseti, Winnipeg 13. apríl 1908. J H. Björnsson, —varaforseti, í nafni félagsins ) G. Pétursson —féhirðir, f H. Ivristjánsson.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.