Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 6
FREYJA
X. 8.
190
kom einnig í þetta skifti a£ vitja um hana. Fögnuöu börnin,
annaö þriggja en hitt sjö ára —henni mjög, en báðu hana
fara gætilega ,,því mamma svœfi, og væri búin aö sofa lengi.
Hún hefðí líka þurft þess með, því hún heföi verið svo
þreytt. “ Hjúkrunarkonan fór inn og sá að móöirin varfarin
frá börnunum sínum og dauði og rotnun sett innsigli sitt á lík-
ið. Hún gjörði því lögreglunni aðvart, líkið var flutt á iík-
húsið, en börnin á barnaheimiliö.
Konan haföi fengið tæringu ,, af illu og ónógu viðurværi,' ‘
sagöi dr. Inglis. Og þegar hún hœtti að fullnœgja þörfum
mannsins síns, lét hann hana og börnin sín eiga sig —svelta í
hel, og þó segir fré.ttin aö hann hafi haft stöðuga vinnu hjáfé-
lagi hér í bænum. —Þetta er eitt sýnishornið af því, hve vel
hjónabandið verndar konuna gagnvart þeim manni, sem ekki
vill sjálfur gjöra þaö. Og ekki ersýniiegt að nokkur tilraun
hafi veriö gjörö af neinum til að knýja með sveröi laganna
þenna kœrulausa fööur til skyldurækni við hor-sjúku, móður-
lausu börnin sín. Þau voru bara send á barnaheimilið, —á
náðararma heimsins. En faðirinn sleppur ábyrgðarlaus að
unnu verki.
Lögin hafa aldrei skapað ást milli einna eða neinna og
gjöra líklega aldrei. En þau œttu að geta knúð fram skyldu-
rœkni, þar sem getan er fyrir hendi til að fullnægja skyldun-
um. Annars er það skylda stjórnanna að sjá um að enginn
líði, úr því þær skatta alþýöcna, innkalla þá skatta og fara
meö það fé.
Þetta hér að framan er lítið sýnishorn af fréttuin þeim
er dagblöðin flytja nú býsna oft. Sorgarleikarnir gjörast í
skuggum stórhýsanna eða útjöörum stórborganna. Angistar-
veinin heyrast ekki fyrir hringlinu í gulii hinna ríku og gleði-
látum hinna kærulausu, —þeirra, sem við öll tœkifæri stœra
sig af vellíðan sinni, kornlÚku og brauðbita. Stæra sigaf
kostulegum kyrkjum og miklum eignum. Þeirra, sem stæra
sig af því, að hafa ráð náungans í hendi sinni við allskonar
kosningar—verzla með œru og samvizkurþeirra, sem neyðast
til að selja frumburöarrétt sinn, samvizkufrelsi og manndóm
fvrir brauðbita!