Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 23

Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 23
«? ’ Í ZESItstjomsizpistla-x. % %.í éeeee«eeeeeee«- -Hsseeeeeeeesssa# Eins og sjá mátti á ísl. vikubl. í Wpg. flutt; ég erindi um kvennréttindamáliö á Brú og SkjaldbreiS 9. og 10. mars s. 1. Freyja var al-prentuö þegar ég kom heim og varö þvíekki aö neinu getiö þeirrar ferðar ínœstu heftum sem út komu á eftir. Má þó ekki minna vera en að ég sendi Argylinguin kveöju mína og þakki þeim góöar viðtökur —öllum sem ég sá. Um aðsókn ogefni fyrirlestursinshefir áöur getiö verið í Lögbergi af „Tilheyranda, “ og kann éghonum þökk fyrir góð orð í minn garö. Argylingar eru búsýslumenn iniklir og taka seinlega nýungamálum, en svo má kvennréttindamálið ennþá kalla helzt til víða. Engu að síður fjölgar þar óðum vinum þess, og nú þegar á það og hefir jafnan átt þar einlœga vini er engin ómök telja eftir sér í þess garð. Eg hefi lengi vonað, að Argyle yrði með fyrstu ísl. nýl. að stofna hjá sér kvenn- réttindafélag, til þess er nóg efni af giftum ogógiftum konum, áhugamiklum og framkvæmdarsömum, enda hygg ég að flestir karlmenn séu því máli vinveittir, þegar þeir fara fyrir alvöru að hugsa um það. Það heyrðiég að nokkrir piltar hefðu ekki viljað hlusta á mig, af því að þeim var sagt, að ég væri á móti hjónabandi. ,,Sá veit gjörst sem reynir, “ sagði Grettir. Við sumaaf pilt- um þessum talaði ég síðar og skildum við góðir vinir, og get ég að svo hefði farið meðhina líka hefði ég talað við þá. En þetta vildi ég segja þeim og öllum öðrum í trúnaði: Gjörið hjónabandið eftirsóknarvert og þá vantar aldrei konur til að giftast. En til þess að geta gjört hjúskapinn eftirsóknar- verðan er ýmislegt að lœra, jafnvel fyrir unga menn. í greininni, ,,Yfirlýsing og áskorun, “ sem er í þessu nr. Freyju og kom út í báðum ísl. vikublöðunum nýlega, hefir fyrrihluti fyrirsagnarinnar í Lögbergi misprentast og orðið að Upplýsing. Villan er leiðinleg og fólk beðið að afsaka hana.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.