Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 5

Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 5
X. 8. FREYJA 189 í þessu kemurfram boeöi hagfræöi og mannúö stjórnar- innar. Ekki svo að skilja aö stjórnin hér sé verri en annar- staöar. Langt frá. Heldur eru allar stjórnir vondar, af því, aö þarsem stjórnir taka við, hœtta áhrif rnannsins, meö sínar góöu einstaklings tilfinningar aö miklu ieyti, af því áö stjórn- irnar eru vélar en ekki menn. Eitt af sterkustu vopnum anti-kvfrelsismanna gegn jafn- rétti kvenna er tilfinningasemi þeirra. Þeir treysta konum ekki til aö geta orðið að tilfinningalausum vélum fremur í dómarasœti en annarstaöar. En svo gœti það frelsað marga frá að missa heilsuna og ríkiö frá að hafa ofan fyrir þeim og þaö myndi ekki borga sig!! I fyrra haust var áttrœður maður dreginn fyrir lög og rétt hérna í Winnipeg fyrir að eiga hvergi heima. Svo mikið var eftir af manninum í dómaranum, að hanndæmdi honum ekki hina vanalegu kosti, heldur lagði til að bærinn liðsinnti hon- um. Kom þaö þá upp að bærinn átti yfir engu hœfilegu skýli að ráða fyrir þenna aumingja, ogengir sem um máliðfjölluðu, svo mikið af gestrisni eða bróðurkœrleik, að nokkur byðist til að hýsa hann.En heldurenað Iáta hann frjósa úti,var honum stungið í fangelsi. Slík er Winnipeg. En hefði hann verið stór-ríkur höfðingi utan úr heimi, þá hefðu verið nógir staðir og nóg fé til að fagna honum með. En hvaða fé? Almenningsfé —sem auminginn í fang- elsinu hefir sjálfsagt lagt í sinn skerf af erfiði ug svitadropum til að hrúga saman. A s. 1. hausti fannst móðir dauð frá tveim börnum í stór- hýsi einu á horninu á Rupert og Aðalstrætinu í Wpg. Dokt- or Inglis, líkskoðunarfr. bœarins sagði að hún hefði dáið af langvarandi skorti. ,, Aldrei á æfi minni hefi ég séð aðra eins örbirgð, “ sagðihann. ,. I herberginu var ekkert, nema einn stóll, lítið borð og rúmflet, og til matar, þur brauðskorpa, “ bœtti hann við. Dauði konunnar komst þanmg upp.að hjúkrunarkona frá Margaret Scott Mission, (katólskri líknarstofnun) sem áður hafði vitjað konunnar og við o ið rétt henni ajálparhönd,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.