Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 20

Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 20
204 FREYJA X. 8. inga þessa segir hann auðséna í augnaráði þeirra og látbragði. Að vísu getur margt fleira en andatrú vaidið brjálsemi. Engu að síður ætti fólk að sleppa sér varlega út á kynjaslóðir þœr, því mörgum hœttir svo við að fylla upp skilnings- og þekking- areyðurnar með trv og eru þá rannsóknartilraunirnar illa komnar. Sögur ganga um tilraunir lifandi manna að komast ísam- band við framliðna ættingja og vini, og sýna flestar eða allar aðþeimdánu líði vel. Því er ekki að neita, að slíkt er umbót mikil frágömlu útskúfunarkenningunni. Það er óútsegjan- lega mikið mannúðlegraað koma þeirri trú inn hjá syrgjandi ástvinum, að hinum dauðu líði vel, en að þeir kveljist í eilífum eldi.—Oútsegjanlega mikið mannnúðlegra og huggunarríkara. En þegar menh eru nú orðnir —ekki einungis vissir um vellíðun hinna dauðu, því eftir þeirri vellíðun hafa menn œf- inlega vonað, heldur 02: nœrveru þeirra, er þá að undra þó sjálfsmorðum fjölgi? Hví skyldu menn berjast við lífiðhérna- megin, sem heíir mörgum svo lítið að bjóða, þegar svo létt er að komast þangað, sem betur gengur? Sérstaklega þeir, sem annaðhvort eru hœttir að lifa sér og öðrum til gagns ogánoegju, erusjúkir og sorgmœddir, eða gjöra eftirlifandi ástvinum meira gagn með dauða sínum en lífi—eru t. d. í hárri lífsábyrgð sem goldin verður að þeim látnum? Margur fátæklingur situr alla œfi þarsem hann er kominn, af því fé skortirtil að flytja á betri stað. En hér þarf engan fararej'ri, engan passa og eng- an ferjumann og ekkert, nema lyfta sjálfur tjaldinu milli þess sem er og verður. Og svo verður svo skammt á milli þess sem fer og þeirra er hann skilur eftir, að hann getnrtalað viðþáog látið þá finna til nálægðar sinnar. Bæði þeim og honum líður betur ogauk þess verður hann vitrari og betri. Þegar á allt þetta er litið m. fl.o.fl. er þá að undra þó sjálfsmorðum fjölgi? Eftirtektavert er það, að aldrei hefir verið jafn mikið um sjálfsmorð meðal Vestur-Isl. eins ogs. 1. ár—síðan andatrú- ar-aldan barst oss að heiman. Hvort það stafar þaðan, eða er einungis tilviljun, lœt ég ósagt. En af góðum huga er athi^gasemd þessi gjörð.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.