Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 9

Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 9
freyja Eins ög barn Alla hef ég œfi verih œhrugjarn, ýmist grátiö eða hlegið eins og barn. En elskað hef ég ljós og líf og leitað út, líkt og barn, sem unir ei við eymd og sút. I lystigarði lífsins hef ég leiksvið átt, og brotið þar mín beztu gull á barna hátt. Eg skilnings-viðar ávöxt át, svo ei er kyn, þó brekóttara barn ég sé, en börnin hin. Vökvað hef ég vonar-plöntur vor og haust, og kveðið ljóð um blóm og björk með barnsins raust. En bjarkir hafa breytt nm lit og búning sinn, og visið er hvert vonar- strá við veginn minn. Nú flyt ég stef þá dagur deyr, um draumlönd mín, eins ogsveinn.er klökkur kveður kvöldljóð sín. J. Magnús BjARNASOn.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.