Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 18

Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 18
FREY.JA Hyí komst u Hví komstu inn á myrka veginn minh, sem morgunstjarnan himin fagra og b jarta? Hví léðir þú mér ljúfa geislann þinn Og lýstirupp mitt skuggafulla hjarta? Hví vaktir þú upp vonarblómin mín, —þau voru’iföl að dánarbeöi hnigin sem rósin ung, þá sumarsælan dvín og sólin hylst á bak viö vetrarskýin? Hví komstu meöan ég var enn svo ung og áhrif þín svo djúpar rcetur festu? Mitt líf var orðið líkt og byrði þung og ljós og gleði horfið þá að mestu. Hví meinaðir þú mér að verða að stein sem meiga þyngstu harmar ekki bifa svo gæti ég lifað áhrifalaus, ein, —og einstakhng svo mörgum tekst aö lifa? Hví komstu og hví fórstu svona fljótt, sem flýgium geiminn skrugguljósið bjarta í blíðan dag þú breyttir kaldri nótt og birta sú mér lœstist gegnum hjarta? Þá brenndir þú svo margt úr minni sál, sem miðað hafði til að svœfa og deyfa, og þó migsviði, elskaði eg það bál sem aftur vildi kalt og dofið hreyfa. Og þó að nú sé liðið langt frá því mér lýsir endurskin af birtu þinni, og tilfinningin er mér allt af ný sem ceskunnar^er grætur fyrsta.sinni. Úndína.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.