Freyja - 01.12.1908, Qupperneq 21
XI. 5 FREYJA 117
bráðan bata ef hann yröi ekki of seinn. Hann þreifaöi nm
vinstra ibrjóstiö — já, þar var meðalaíböggullinn, en um letö
þrengdu sér gegn um ihuga hans orð læknisins: “Henni batuar
vafalaust af þess.im meiölum, ef hún verð.,r lifandi þega.- þú
nærð heirn.” Hann stanzaði, strauk svitann af andlitinu og uni
leið hraut hrím af vörum hans og skeggi. Það var freðinn
sviti, í líkri merking og frosnu tárin, sem skáldin hjala svo mik-
ið um i hinum norðlægu löndum. Sorgþrungin stuna steig upp
frá brjósti hans, og ef næmt eyra hefði verið boriö aö vitum
lians, þá hefði það heyrt þessi orð: “Guð minn góður, hjálpa
mér og gef mér út .ald og þrek að riá heim í nótt.” Hann leit í
kringum sig; allt var þögult og hljótt. Hvassafell var 11 hægn
handar; kletta'beltin neðan við fellstindinn voru svört, al'.t
annað var hvítt. Hann leit til himins, sem var falinn dökkgrá-
um skýflókum, er sálduðu yfir jörðina smágjörvum, hnittóttum
snjókornum. Tár skýjaivna voru frosin. Það leit út fyrir að
það væri að bresta á, og aftur varp hann öndinni mæðilega,
hann fann til þess, hvað hann var illa fyrir það kallaður, að
lenda í illviðri, því hann var illa klæddur, votur í fætur, svang-
ur og aðifram korninn af þreytu. Enn aftur leit hann til him-
ins, það virtist rofa til í háhvelinu, tvær stjörnur litu til hans
rneð tindrandi geislaöldum og ofur lítil rák af norðurljósi titr-
aði með angurblíðum hægfara ljóssveiflum; og svo varð allt
rayrkt, himininn fól ásjónu sína að foaki snjókólgunnar.
Hann hélt áfram allt hvað hann megnaði. En svo varð
liann að fara gætilega og aðgæta, hvert kenni leiti, svo hann
færi ekki af réttri leið. Raunar var hann ekki hræddur um að
villast, en það mátti svo litlu muna, því ef út af leiðinni bar t i
hægri, þá lá Dimmagil fyrir, sem mörgum hafði að bana orðið,
■er vilzt hafði á heiðinni; en hallaði maður of mikið til vinstri,
hliðar, ,þá var svo hætt við, að maður færi fram hjá bænum.
Leiðin smá-styttist, en jafnframt þvarr þrek göngumánnsins;
hann gekk aö eins 'hægan seingang, eða má vera, að réttara sé
að segja, að hann drægi sig áfram meir af vilja en mætti. Svit-
inn var fyrir löngu þornaður á honum, en hann var gagntekinn
af kulda. Það var eins og kaklir fingur hefðu snortið hjarta