Freyja - 01.12.1908, Qupperneq 29

Freyja - 01.12.1908, Qupperneq 29
XI. 5 125 F RKYJA reið. Upp úr köldunni greip hana krampi. Hún kipptist v:5 ákaft — hentist fram og aftur. í því kom ein 'hjúkrunarkonan inn. Hún hring’di bjöllu. Læknirinn kom aS vörmui spori. BarniS var tekið. En kramp- inn varS þeim ofurefli við aS stríSa. Hann hélt henni í heljar- klóm sínum þangaS til seint um morguninn. Smátt og smátt slakknaSi sérhver taug, unz hún lá máttlaus og meSvitundarlau-s. Svo leiS jóladagurinn og nóttin. Næsta morgun raknaði hún viS meS fullu ráSi, en svo máttfarin, aS hún gat ekki hrært legg né liS. MeS augunum reyndi hún þó aS svipast eftir einhverju, og varirnar tæptu á orSinum: “Hvar er barniS ?.” Hjúkrunarkonan strauk um vanga hennar þýSlega, og tár hrundu niSur á hinar fölu kinnar sjúklingsins. — “Hvar er þaS ?” sagSi augnaráS hennar. “Dáin“ brá fyrir í djúpi augna hjúkrunarkonunnar. Þung, lág stuna leiS frá brjósti sjúklingsins. “Og þú ert á leiSinni á eftir,” sagSi hjúkrunarkonan í meSaumkvunarrómi, Þá leiS bros yfir fölu varirnar. “FærSu mér þaS,” sagSi sjúklingurinn lágt. Hjúkrunarkonan fór til læknisins og fékk leyfi hans til aS færa sjúklingnum barnslíkið. ÞaS gjörSi nú ekkert til hvort sem var. Hún hlaut aS deyja. Og svo lagði hjúkrunarkonan líkiS fyrir framan móSurina. Hún sagSi ekkert og gat ekki hreyft sig. En aldrei hafSi hún augun af barninu. Tár streymdu óhindruS niður fölu kinnarn- ar. En hvaS hún nú hugsaSi, vissi enginn. Innan tveggja tima var hún sjálf liðiS lik. Ein af dætrum íslands var lögS ,í framandi gröf — jörSuS af hlutaðeigandi hæjarstjórn. Lát hennar barst til eyrna íslendinga, og óljósar sagn'.r um atvik þess. Fáir syrgSu, margir álösuSu. En til var sá maSur, sem bar harm í hljóði — en harm sinn mátti hann ekki láta uppi. Þó fann hann til sektar—

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.