Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 16
112
XI, 5
FREYJA
sama stræti eru konunglegi söng'e'kliúsiS, konunglega bóka-
lilaban og háskólinn. í “Unter der Linden” eru einnig öll
stærstu hótel bæjarins og veitingaskálar fCafesJ, þar sem Ber-
línarbúar eyða kvöldunum viS kaffi og bjórdrykkju.
Berlínar háskóli er meS stærstu stofnunum sinnar tegund-
ar. Hann var stofnaSur áriS 1810 af Vilhjálmi þriSja Prússa-
konungi. Þýzkaland var ])á í pólitískri niSurlægingu, en stóS
öllum löndum framar aS andlegum yfirburSum. Þá var blóma-
öld ídelaismans í heimspeki og þá voru surnir hinna mestu and-
ans skörunga ÞjóSverja uppi. Árlega eru um 8,000 stúdenta
innskrifaSir viS báskólann, og þar fyrir utan hafa 6,000 rétt til
aS hlusta á fyrirlestra. Frá byrjun þessa árs hafa konur öll
hin sömu réttindi og karlmenn, og geta innskrifazt sem reglu-
legir stúdentar og gengiS undir doktorspróf. ÁSur gátu þær
aS eins hlustað á fyrirlestra meS sérstöku leyfi skólastjórnar-
innar. Skólafyrirkomulaginui þýzka er viSbrugSiS fyrir hvaS
frjálslegt þaS er. í íháskólunum eru engar fyrirskipanir um,
hvað nemendurnir skuli læra, heldur velur hver og einn þá kenn-
ara og þær kennslugreinar, sem honum falla bezt í geS. Engin
próf eru haldin í flestum greinum unz skólatíminn—þrjú tii
fimm ár eftir þvi hvaSa nám er stundaS—er úti. Þá ganga
nemendur undir doktorspróf og ljúka um leiS viS skólanám sitt.
Þó stúdentunum sé þannig gefiS algjört frelsi allan þann tíma,
sem þeir eru í háskólanum, eru þeir þó yfirleitt ekki eftirbátar
stúdenta þar sem strangara eftirlit er haft, eins og t. d. á Eng-
landi, hvaS námsdugnaS og ástundun snertir.
AuSvitaS mætti margt fleira segja um Berlín, ef rúm
leyfSi. AS eins eitt vil ég taka fram enn þá viSvíkjandi lífs-
háttum hér, sem nokkuS er frábrugSiS þvi, sem almennt á sér
staS vestan liafs, og þaS er verkahringur kvenna. MaSur þarf
ekki aS dvelja hér lengi til aS sjá, aS kvennfólk vinnur hér víS
mörg störf, sem eingöngu karlmenn vinna í Ameriku. ÞaS er
t. d. algengt, aS sjá konur vinna á fiutningabátum á ánni Spree
ásamt mönnum sínum. Ég hefi séS þær bera múrstein og sópa
snjóinn af gangstéttunum. Vinnukonur bera heim úr búSum,.