Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 24

Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 24
120 FREYJA XI. 5 Bæ inn blasti viö honujfl, þaö er aö segja, hann var örfá.i faöma frá tæjarveggnum og baöstofan var þeim megin í þorp- inií. Hann sá gegn um snjódfifuna ljósbjarma eins og gul- bleika stj' rnu í fjarska, en hann vissi aö-þessa veiku birtu lagöi út um gluggann, sem var á rnóti rúminu, er konan hans lá Var hún nú sofnuð ihinum andvökulausa svefni? Átti hann aö fara upp á gluggann og horfa inn? Hann vissi, aö fyrir rúm- inu var rúmtjald og honum fannst hann sjá í anda aö tjaldið væ:_i dregið til hliðar, að á rúmiinu 'hvíldi hinn líflausi líkan.i konunnar cg börnin sætu grátandi við rúmstokkinn. Nei, hann var ekki maöur til aö horfa á þessa sjón, — hvaö átti hann.aö gjöra? Svo liðu nokkur augnablik, aö hann gat ekkert ályktaö. Honum kom e'kki til hugar, að sjálfkjörnir og sjálfnefndir sál- arfræðingar vorra daga kynnu aö fella þann ómilda dóm yfir honum, að hann væri huglaust mannleysi. En hefði honurn flogið slíkt í hug, er líklegt aö hann hefði komizt aö þeirri niö- urstööu, að sér stæði á sama hvað hrokafullir bjánar segðu, sér væri kunnugastar sínar eigin tilfinningar, hann fyndi hvar skói- inn meicldi. Hann var fast við bæjarvegginn og horföi á hinn ljósa sendilboða, sem skein með veikri birtu gegn um freðna'- a'úður. Það var eins og hann vonaði eftir einhverri bendingu, er gjöröi enda á þessarri hræðilegu óvissu, en raunar var maö- urinn svo lamaöur að hann hugsaði helzt ekkert, gat engar ályktanir gjört, en samt var hann að draga sig fyrir bæjarhorn- ið þegar ljósglampinn hvarf úr glugganum, en gægöist sem allra snoggvast ú: um glugga, sem nær var hinum enda baðstofunnar. En svo var þaö að eins augna'blik, ljósið hvarf með öllu, og á hinu hvíta þaki voru tveir dökkir blettir, eins og tvær sjónlausar augnatóftir, — þaö hlaut að hafa verið gengið fram með ljósið, fram í hæinn. Honum haföi'ekki áður komið til hugar hvoit bærinn væri lokaöur eða ekki, en þegar hann kom fvrir bæjar- hornið sá hann daufa ljósrák fram undan ibæjardyrunum. Hann neytti hinnar síðustu orku og greiddi sporið — bæjar- dvrnar voru opnar, og rétt innan viö þær stóð konan hans með ljós í hendinni. Hún var fremur venju föl, og auðséö, að hún hafði verið að gráta.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.