Freyja - 01.08.1909, Síða 2
2
FREYJA
XII,
i.
That so to you appears,
But the cliffs festooned with flowers,
And fertile the glaciers.
The domes of your dreamland,
In the distance thus rise,
With the crags and the cascades,
And with coronets of ice.
Winnipeg July 29, Stephan G. St-ephansson.
Ath. —Kvœði þetta er tekið eftir ,, Winnipeg Telegram. “
Hvorkivar það lesið upp á ísl.daginn né hafa ísl. blöðin enn
þá tekib það upp í þessari mynd. Vér gátum samt ekki
gengið fram hjá því.-—Álitum þess vert að taka það. Áður
hefir það samt verið prentað á íslenzku í Freyju meðísl.dags-
ræðu er skáldið flutti þar vestra, og má því veraað ensk.ulœs-
jr lesendur Freyju þekki œttarmótið.
Ritst.
AFSÖKUN ADAMS.
Eftir Helen Oldeield.
(Fengin ritst. Freyju til birtingar af ísl. menta stúlku.)
Fáir eru þeir menn, sem ekki eru þess fullvissir að þeir
séu efni í fyrirtaks eiginmenn, þó þeim hafi mishepnast alt
sem þeir hafa reynt að gjöra og þeir hafi hjá engum tollað—
enginn getað haft þá. Oftast komast þessir menn að raun
um að hjónabandið mishepnast þeim líka, en þá er það ekki
þEiM að kenna, heldur konunni. Þeir hefðu náttúrlega orðið
fyrirtaks fjölskyldufeður hefðu þeir fengið konu við þeirra
hæfi.
,,Konan sem þú gafst mér, freistaði mín, “ sagði Adam.
Þessi afsökun svo gömul sem hún er, hefir gengið að erfðum
til niðja hans karlsins, og er óspart notuð enn þanndag ídag.