Freyja - 01.08.1909, Page 3

Freyja - 01.08.1909, Page 3
XII. i. FREYJA 3 Því veröur ekki ueitaö, aö margir menn giftast konum, sem ekki eru viö þeirra hæfi. Þaö er og jafn satt á hina hliö_ ina, n. 1, að margar konurgiítast mönnum, sem ekki eru viö þeirra hæfi — inönnum, sem engin stúlka gæti búiö meö. Aö vísu er þaö g imul hugmynd aö hver inaö ír eigi sér hœfilegan maka. En vandrœðin liggja í því, aö þær persónur eru eigi sjaldan sitt á h orum heims enda, eða merkin frá náttúrunn- ar hendi eru svo óglögg, að hiuaðeigendur villast á þeim og giftast svo einhverjum sem öðrum voru ætlaðir. f slíkum tilfellum bj'ggist framtíðar farsæld þeirra að miklu leiti á þvf, hve vel þau kunna að laga sighvort eftir öðru. Bæði reynzla manna og eftirtekt sýna, að hjá fáum er sá eiginlegleiki —að laga sig eftir öðrum, fullkominn þegar > byrjun, en að vel má þroska hann sem aðra ef alvarlega er til þess reynt. Það mœtti fremur telja kraftaverk en hvers dags viðburði, að persónur hittist ag giftist, sem svo eru líkar að upplagi og háttum, að ekkert beri á milli. Nær skilt fólk, eins og t. d, systkini eru oft mjög ólík að upplagi og þaö þó að allar ytri kringumstœður og áhrif hafi verið hin sömu altí frá barndómi þeirra, Það er því næsta eðlilegt að á þessu beri þegar fram í sækir, þá um al-óskylt fólk er að rœða og oft alið upp við ólík lífskjör og ólík áhrif. Ekki má heldur gleyma eðlismismun þeim, sem æfinlega fylgir mismunandi kynferði, sem réttilega meðfarið laðar persónur af gagnstœðu kyni hvora að annari, bygt á því grundvallarlögmáli, aö gagn- stætt dregur aö sér gagnstœtt. En það getu r líka verkað öfuga átt —orðið fráhrindandi. Uppeldi og kringumstœður eiga mikinn þátt í aö byggja upp karakter hvers einstaklings. En samt geta meðfœddir eig- inleikar —máske erfðafé, hverveit hvaðan, brotist út í ýms- um myndum og þegar minst varir, Það er lítil von til aö fólk alið upp við ólíka lífernisháttu, ólíkar lífsskoðanir, og alólíkt upplag geti til lengdar búið saman í ást og eindrægni. Fáar hygnar konur ráða til sín ókunna vinnukonu nema því að eins að hún geti sýnt henni góðan vitnisburö, ogenginn hygginn maður trúir óreyndum og ókunnum manni fyrir fé sínu hversu hvggilega sem hann talar. Þetta er þó sú vara.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.