Helgarpósturinn - 11.04.1979, Síða 4
Miðvikudagur 11. apríl 1979 helgarpásturinn..
30. mars slöastliöinn voru liöin þrjátiu ár frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Varöberg,
félagsskapur ungra áhugamanna um vestræna samvinnu hélt hátiðafund af þvi tilefni. A aðal-
fundi Varöbergs fyrir skömmu var Alfreö Þorsteinsson kjörinn formaöur samtakanna. Alfreö
starfar einnig sem forstjóri Sölu varnarliöseigna. Einnigsat hann hér á árum áöur I borgarstjórn
fyrir Framsóknarflokkinn, en hætti siöan allsnögglega virkri pólitiskri þátttöku.
Um þetta fjallar yfirheyrsla Helgarpóstsins I dag. Og þaö er Alfreð Þorsteinsson sem er yfir-
heyröur.
Hver eru tengsl Varöbergs viö
NATO?
„Varðberg er félag ungra
áhugamanna um vestræna
samvinnu og tilgangur félagsins
er meðal annars sá að kynna
markmið og starf Atlantshafs-
bandalagsins hér á íslandi.
Hvaöan fáiö þiö þessar
upplýsingar sem þiö siöan
dreifið hér heima?
„Við fáum að sjálfsögðu
upplýsingar frá Atlantshafs-
bandalaginu, frá höfuðstöðvun-
um, en við leggjum okkar sjálf-
stæða mat á þessar upplýsing-
ar.”
Gleypiö þiö þessar upplýs-
ingar hráar og túlkiö strax sem
hinn eina stóra sannleik?
„Eins og ég sagði áðan, þá
leggjum viö okkar sjálfstæða
mat á þessar upplýsingar, en
hingað til hef ég að minnsta
kosti ekki haft ástæðu til að vé-
fengja það sem okkur hefur
borist frá NATO.”
Hvernig er Varðberg
fjármagnaö?
„Félagið hefur sinn eigin
fjárhag og aflar fjár með sama
hætti og önnur áhugamanna-
félög”.
Og þið fáiö engan fjárhagsí
iegan stuöning frá NATO? I
„Ja, eini stuðningurinn sem
við fáum þaöan er i gegnum
upplýsingaskrifstofu Atlants-
hafsbandalagsins á islandi, sem
er undir stjórn Magnúsar
Þórðarsonar. Sú aðstoð er ein-
ungis fólgin I þvl að skrifstofan
aðstoðar okkur i sambandi
við t.d. undirbúning funda og
þessháttar.”
Má þá kannski segja að
Magnúsc sé> óbeint framkv-
æmdastjóri Varöbergs?
„Já, þaö má segja það.”
Hvert er starfsvið Magnúsar
annaö en aö vera ykkur til
aöstoöar?
„Hann er á launum hjá
Atlantshafsbandalaginu og
starf hans er fyrst og fremst
fólgið i þvi að kynna almenningi
hér á tslandi störf bandalags-
ins.”
Ganga þessar uppiýsingar i
báöar áttir. Miölar hann upplýs-
ingum frá tslandi til höfuö-
stööva NATO?
„Já.”
Hvers konar upplýsingar eru
þaö?
,,'Það er kannski ekki gott aö
svara þvi i fljótu bragöi, þaö
væri miklu nær aö spyrja hann
sjálfan.”
Þiö Varðbergsmenn miöliö
ekki upplýsingum héöan til
höfuöstöövanna?
„Nei, það gerum við ekki.”
Er þaö rétt aö Magnús
Þórðarson greiöi ekki skatt af
launum sinum hjá Nato?
„Það er rétt eftir þvi sem ég
best veit.”
A hverju er það grundvallað?
„Ég verð að visa þessu beint til
Magnúsar. Þaö er eðlilegra að
hann svari þessari spurningu.”
Hvaö fara Varðbergsmenn i
margar boðsferöir erlendis á
vegum NATO?
„Það er farin ein ferð á ári á
vegum Varðbergs. Fara þar
þrir menn frá hverjum
lýðræðisflokkanna, þannig að i
allt fara 9 manns. Það er fariö
til Brussel, þar sem aöal-
stöðvarnar eru og einnig komið
við i ósló.”
Hver ér tilgangur þessa
feröalaga?
„Þetta eru kynnisferðir.
Þarna er láhugamönnum um
vestræna samvinnu gefin kostur
á að kynnast betur starfi banda-
lagsins.”
Halda NATO og Bandarikja-
menn úti CIA agentum á
tslandi?
„Ég hef aldrei orðið var við
neina agenta, hvorki frá KGB
eða CIA, en hins vegar þykir
mér ekkert óliklegt að sendiráö-
in her afli sér upplýsinga, þá
bæði bandariska sendiráðiö og
það sovéska.”
Eruö þiö Varöbergsmenn
hlekkur. I þeirri upplýsinga-
miölun?
„Það er af og frá.”
Er Varöberg vettvangur
pólitiskra pabbadrengja?
„Ég hef ekki orðið var við
það. Að minnsta kosti er ég ekki
pabbadrengur af þeirri tegund-
inni.”
Eru félagar I Varöbergi yfir-
leitt úr efri stéttum þjóöféiags-
ins, þeir sem meira mega sin.
Yfirstéttarfélagsskapur?
„Það er upp og ofan. Þarna
eru menn úr öllum stéttum.
Baratil fróðleiks get ég sagt þér
það að nú á skömmum tima
hafa hundrað nýir félagar geng-
ið I Varðberg og það er fólk úr
öllum stéttum og þjóðfélags-
hópum.”
Nú virðist stjórn Varöbergs
þánnig saman sett, aö þar
viröast sitja menn sem hærri
hafa launin, en gengur og gerist
hjá t.d. verkamönnum.
„Ég hef nú ekki skoðað
nákvæmlega hvaða laun
stjórnarmenn i Varðberg hafa,
svo ekki get ég svarað þvi.”
Er Sala varnarliðseigna
skransala?
„Ef menn telja t.d. nýlega
ameriska bfla, árgerð*78 eða ’79
skran, þá er hún skransala. En
þarna er jú selt allt milli himins
og jarðar og sumt af þvi má
kannski teljast skran, en ég held
þó að megnið af þeim varning
sem Sala varnarliðseigna selur
sé góður varningur, sem
ástæðulaust sé að kalla skran.”
Hvaö veltiö þiö miklu árlega?
„Veltan á siðasta ári var eitt-
hvað um fjögur hundruð
milljónir.”
Fallið þiö undir rikisbókhald?
„Já, já og það má gjarnan
geta þess að það fer fram ströng
endurskoðun á Sölu varnarliös-
eigna. Og það hefur alltaf veriö
gert.”
Meö hvaöa hætti eru
afborgunarskilmálar á vörum
sem seldar eru?
„Sala varnarliðseigna setur
sér ákveðnar meginreglur i þvi
sambandi. T.d. eru skilmálar
yfirleitt þannig á bilakaupum aö
helmingur er greiddur út, en
hinn helmingurinn greiddur
meö fjögurra mánaöa vixli.”
Þú talar um meginreglur. Eru
þess dæmi aö ákveðnir aöilar
eöa gæöingar fái mun betri
lánakjör?
„Það getur komið fyrir, að
forsendur manna breytist eftir
að menn hafi oröið fyrir óvænt-
um áföllum og þurfi lengri
greiðslufrest. En slikt tíðkast jú
alls staðar þar sem lána-
viðskipti fara fram. Þetta
þekkja til dæmis allir banka-
stjórar. Hins vegar hef ég ekki
orðið var viö það að gæðingar
ýmiskonar, eins og þú nefnir
það, séu á einhverjum slíkum
sérsamningum.”
Hvert rennur ágóöi Sölu
varnarliöseigna?
„Hún er rikisfyrirtæki og all-
ur ágóði rennur þvi i rlkissjóð.
Það gætir oft talsverðs mis-
skilnings hvað þetta atriði varð-
ar. Það er eins og menn viti
almennt ekki að þetta er rikis-
fyrirtæki. 1 stuttu máli þá er
sala varnarliðseigna nokkurs
konar tollskrifstofa gagnvart
Keflavikurflugvelli fyrir rikið.
Kefla vikurflug völlur er
tollfrjálst svæði fyrir Banda-
rikjamenn, sem þar eru og þá
verktaka sem starfa fyrir
varnarliðið. Fari varningur út
af þessu svæði þá er það hlut-
verk Sölu varnarliðseigna að
tollafgreiða þessar vörur.*’
Nú standa ýmsir I þeirri trú
að þarna fari fram fjármála-
spilling og brask ýmiskonar.
Hvers vegna eru þessar hug-
myndir á lofti?
„Auðvitað hefur maður heyrt
þessar raddir, en ég verð þó að
segja það, að þessi tvö ár, sem
ég hef verið þarna, hef ég ekki
heyrt nokkurn mann minnast á
sllkt. Það er kannski erfitt fyrir
mig að svara þvi hvers vegna
menn hafa þessar hugmyndir,
en ég hef tekið þá stefnu siöan
ég tók þarna við aö hafa þetta
sem opnast og vera ekki með
neitt pukur með eitt eða neitt
þarna. Og þarna geta allir kom-
ið og verslað og spurt eins og
þeir vilja.”
Er Alfreð Þorsteinsson aö
þakka fyrir sig og sina stööu hjá
Sölu varnarliöseigna þegar
hann tekur virkan þátt i starfi
Varöbergs og berst fyrir veru
islands I NATO og dvöl banda-
riska hersins á Keflavikurflug-
velli. Er hann aö vernda sina
hagsmuni innan Sölu varnar-
liðseigna?
„Það er nú alveg fráleitt að
spyrja um slikt. Starfsemi
Varðbergs og Sala varnarliös-
eigna eru algjörlega óskyld
mál. Ég lit svo á að dvöl varnar-
liðsins hér á landi sé ill nauðsyn.
En sé nauðsyn. Og á meðan
varnarliðið er hér, þá tel ég
langeðlilegast að islenska rikið
sjálft hafi umsjón með öllum
kaupum og sölum i sambandi
við varnarliðið.”
Verður Alfreö Þorsteinsson
ekki atvinnulaus ef herinn hyrfi
úr landi?
„Ég kviði engu um mina at-
vinnu og fegnastur yrði ég ef sú
stund rynni upp, að þær
forsendur yrðu fyrir hendi, að
varnarliðið gæti farið úr landi.
En þær forsendur eru ekki fyrir
hendi i dag, þvi miður. Og það
hvort að ég hafi áhyggjur af
minni framtlð er af og frá. Mér
bjóðast mörg atvinnutilboð og
ég er engan veginn viss um, að
ég verði neinn eilifðarkall hjá
Sölu varnarliðseigna, hvort sem
herinn verður hér áfram eða
ekki.”
Er st jórn m álam aöurinn
Alfreö Þorsteinsson úr sögunni?
„Nei, við skulum bara segja
að stjórnmálamaðurinn Alfreð
Þorsteinsson sé i pólitisku frii.”
Ertu framsóknarmaður enn
þann dag i dag?
„Að sjálfsögðu. Ég hef aldrei
veriö harðari framsóknar-
maður.”
Ertu virkur innan flokksins?
„Mjög virkur.”
Nú fórstu allsnögglega i þetta
pólitiska fri og aö undangengn-
um talsveröum átökum. Var
gerð aö þér pólitlsk aöför á sln-
um tíma?
„Já, ég tel að það hafi verið
gert. En það breytir þvi ekki að
ég hafði setið i borgarstjórn I
tvö kjörtimabil og ég hafði ekki
hugsað mér að starfa lengur á
þeim vettvangi. En I og með má
jú scgja það að að mér hafi
verið gerð pólitisk aðför.”
Þegar þessu pólitlska orlofi
Alfreðs Þorsteinssonar lýkur,
hvert veröur stefna tekin þá?
„Þátttaka i stjórnmálum er
ekki endilega bundin við það að
komast á þing eða i borgar-
stjórn,þaö eru mörg önnur verk-
emi sem lúta að stjórnmálum.
En á þessari stundu vil ég
ekkert tjá mig um þaö hvert
hugurinn stefnir. En hitt er ann-
að mál, að ég ætla að vinna
Framsóknarflokknum allt það
besta sem ég get.”
eftir Guðmund Árna Stefánsson
NAFN: Alfreð Þorsteinsson. FÆDDUR: 15. 2. 1944. ATVINNA: Forstjóri. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Guðnýju
Kristjánsdóttur og eiga þau tvær telpur. HEIMILI: Vesturbergi 22, Rvik. ÁHUGAMÁL: íþróttir, féiagsmál,
silungs- og laxveiði.
STJÓRNMÁLAMAÐURINN ALFREÐ
ÞORSTEINSSON BARA I POLITISKU FRII