Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 22
22 —he/garpósturinrL. Fyrir skömmu kom á markaöinn alisérstæö hijómplata sem heitir i GÓÐU LAGI og tileinkuö er stemmningu 6. áratugsins. Þeir sem skrifaöir eru fyrir þessari plötu kalla sig H.L.H-flokkinn (Halli, Laddi og Helgi), en þeimtil aöstoöar viö tónlistarflutninginn eru hljómsveitin Brimkló, Magnús Kjartansson sem leikur á R.M.I. tölvu, söngkonan Ragnhildur Gislasóttir og blásararnir Gunnar Ormslev, Stefán Stefánsson og Viöar Alfreösson. Stjórn upptökunnar, semfór fram f Hljóörita i Hafnarfiröi, og útsetningar, annaöist Björgvin Helgi Halldórsson. Vélstjóri var Jónas R. Jónsson. Útgefandi er Hljómplötuútgáfan h.f. Látum feitina frussast um hárið einsog við gerðum hér um árið — spjallað við riddara götunnar: Haila, Ladda og Helga Brilljantin, greiða og sjónvarpstæki A dögunum átti Helgarpóstur- inn stefnumót við H.L.H.-fíokkinn i nýlegu húsi uppvið Vatnsenda. Þegar við mættum á staðinn sátu þessir riddarar götunnar i ledd- urunum fyrir framan sjónvarps- tæki og biðu klistraöir eftir að sjá auglýsingu um sjálfa sig. Allir skinandi greiddir i piku að aftan og kótilettu að framan, nema... Laddi: Hva, er blaðasnápurinn kominn... hvar er brilljantínið Halli... greiðuna Helgi... Helgi: Uss, nú kemur auglýsing- in! Nei, nei, gat skeð enn eitt imbalánið, þetta er nú ekki hægt. En biddu við... Laddi birtist á skerminum og andrúmsloft 6. áratugsins leikur um stofuna. Laddi: Nei, tókuði eftir þessu gæjar. Hljóöið passar ekki við myndina. Halli: Nei, það passar ekki við. Þetta er ekki i góðu lagi... Leikstjóri i laxveiði. Drjúg stund liður við umræður flokksins um auglýsinguna: „Við viljum hafa allt pottþétt” — áður en Helgarpósturinnkemstaðmeð fyrstu spurninguna: — Eruð þið að stæla Gris? Halli: Gris! Hvað er það, —eitt- hvað oná brauð? Helgi: Nei, hugmyndinni að Gris var stolið frá okkur. Leikstjórinn var hérna i laxveiði á stnum tíma og skrapp á dansleik með Brimkló og Halla og Ladda og sá þar atriði sem við köllum Seðil- inn. Laddi: Og hann kom að máli við okkur og vildi að við gerðum með honum þessa kvikmynd, sem siðar varð Gris. En vegna ósam- komulags, — Stigwood vildi hafa myndina i lit, en við i svart/hvitu — varð ekki af þessu. Helgi: Svo gátum við heldur ekki allir veriðDanny — þótt til greina hefði komið að við létum hann hver á mismunandi æviskeiði, en það hefði bara ekki verið nógu sniðugt. H.L.H. og Superman Helgi: Annars er H.L.H-flokkur- inn búinn að gera sina eigin kvik- mynd, niu mínútna langa, sem sýnd verður sem aukamynd i kvikmyndahúsum landsins m.a. með stórmyndinni Superman i Háskólabiói um páskana. Halli: Við nenntum nú ekki að taka hana i Hollywood, heldur settum upp okkar eigið kvik- myndaver i sýningarhöll uppá Bíldshöföa með aðstoð Jóns Þórs Hannessonar ogSnorra Þórisson- ar myndgerðarmanna. Fengum lánaða góðabilafrá 1955 og ’56 og svoleiðis. Það var i góðu lagi. Laddi: En þetta er náttúrlega allt gert vegna þess að við vorum að taka upp plötu. Góöa plötu meira að segja. Helgi: Já, þetta er stuðplata. Halli: Á henni kynnumst við lika mörgu skemmtilegu fólki s.s. Munda mjaðmahnykk, Begga bleyðu og Blaðurskjóðunum og Hjörtur hjartabrestur fer burt i lagi sem heitir Kveðjan. Einnig kemur Minkurinn svokallaði, sem verið hefur um langt skeið skifu- þeytir á sjóræningjastöð i Faxa- flóanum, nú loksins fram á plötu. Helgi: Það er nú stutt siðan plat- an kom út, en henni hefur verið ótrúlega vel tekið. T.d. höfum við frétt afstofnun mótorhjólaklúbbs sem kallast Riddarar götunnar eftir einu laginu. Og óskum við þeim alls góðs. Skemmtun ársins — Mun H .L.H .-flokkurinn fylgja plötunni eftir meöopinberu spilverki? Helgi: Við munum fara erum að skipuleggja þetta allt þessa dagana og stefiium að þvi aðþetta verði skemmtanir ársins ogallir eiga að mæta i góðu formi með klistur i hári og greiðu i hönd. Halli:Hljómsveitin Brimkló mun leika undir hjá okkur af alkunnri snflld og sýna á sér alveg nýja hlið. Laddi: Já, og eftir þessa hljóm- leika i Laugardalshöllinni mun- um við klappa saman framhjól- unum, skrifa BLESS á malbikið og þeysa inni land. Það verður i góðu lagi. Sjónvarpsauglýsingar — Nú hefúr mikiö verið skrif- aö i blööin um að þiö og það fyrir- tæki sem að baki ykkar stendur noti skemmtiþætti sjónvarpsins til auglýsingar. Hvað segiö þið um það? Halli: Það eina sem við getum náttúrlega sagt, er að sjónvarpið hefur samband við okkur, því þannig er einmitt málunum hátt- að. IIelgi:Þaðmá gjarnan koma þvi að hér, að sjónvarpið hefur gert könnun á þvi hvaða aðilar eigi mest af skemmtiefni þvi sem það hefur sýnt og þar var útkoman talsvert önnur en margir bréfrit- arar vilja meina. Laddi: En við erum annars mjög ánægðir með þessi skrif á lesendasiðum dagblaðanna, þvi betri auglýsingu er i raun ekki hægt að hugsa sér. Og þar hefur hr. Nafnnúmer staðið sig einna best má ég segja. Halli: Já, við vildum gjarnan hitta þann mannog þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Þetta er örugglega sniðugur náungi. Helgi:Okkur hefur jafnvel dottið i hug að reyna að hafa uppá hon- um og bjóða honum að gerast áróðursmeistari okkar. Að lokum Laddi: Hvernig er það blaða- snápur, ætlarðu ekki að biðja okkur um að segja eitthvað að lokum? — Viðjiðisegja eitthvaö að lok- um? Laddi: Já,viðvonum að fólk hafi eins gaman af þessu uppátæki okkar og okkur þykir aðgera það. Helgi: Og hvetjum alla sem greiðu geta valdið til að koma á böllin okkar i sumar. Halli: Það verður 1 GÖÐU LAGI... Viðtal: Páll Pálsson HP-mynd: Friöþjófur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.