Helgarpósturinn - 27.04.1979, Page 20
HP-mynd: Friðþjófur.
20
Föstudagur 27. apríl 1979 —he/garpústurinrL.
BLAÐAÐ ISKÁLDSÖGUM —1
Ekki veit ég hvort bókaáriö
1978 verður heldur kallað ár
ungu höfundanna eða ár hins
nýja raunsæis, þegar frá liður.
Hitt sýnist mér augljóst, þegar
skoðaður er álitlegur fjöldi
skáldsagna frá þessu ári, að þar
ber mest á tvennu, annars veg-
ar fremur ungum höfundum, og
hins vegar þvi að þessir ungu
höfundar skrifa flestallir hefð-
bundnar skáldsögur sem auð-
kenna mætti með yfirskriftinni
„gagnrýnið raunsæi”. —Sé litið
fáein ár til baka, sýnist hafa
orðið einhverskonar stefnu-
breyting. Við minnumst sjöunda
áratugarins liklega einkum
fyrir nýstárlegar tilraunir rit-
höfunda eins og Guðbergs
Bergssonar, Halldórs Laxness,
Svövu Jakobsdóttur, Thors Vil-
hjálmssonar og fleiri og fleiri,
tilraunir með skáldsöguformið.
En nú er eins og eitthvað hafi
gerst sem aftur leiðir skáldsög-
urnar inn á hefðbundin stig. Mér
sýnist vera ómaksins vert að
velta þessu ofurlitið fyrir sér,
leita jafnvel hugsanlegra skýr-
inga.
I fyrsta lagi má minnast þess,
að mikið var um það talað i
sambandi við „tilraunaskáld-
sögurnar” að með þeim væri
ekki sennilegt að höfundar næðu
til fjölmenns lesendahóps. Við
lok sjöunda áratugarins hófst
hávær umræða um félagsmál
(námsmannaóeirðirnar ’68,
kvennahreyfingar o.s.frv.). 1
þessari umræðu hefur (liklega
einkum á vinstri væng) borið
ailmikið á gagnrýni á hvers-
konar „menntamannabók-
menntir”, talað hefur verið um
skáldsögur sem skrifaðar væru
fyrir „bókmenntasnobbið” og
þar fram eftir götunum. Sjálf-
sagt mætti hugsa sér að ungir
höfundar okkar væru nú að láta
undan kröfunum um „skáldverk
fyrir alþýðuna”, eitthvað sem
allir gætu skilið og notið. Með
öðru hugarfari mætti lika orða
þetta svo að höfundarnir væru
að daðra við lágkúrulegan les-
endasmekk.
I annan stað má svo velta
fyrir sér, hvort ekki sé hugsan-
legt að það samfélag sem mót-
ast hefur hér á landi, beinlinis
fæði af sér raunsæilegar bók-
menntir. Það er t.d. skoðun
sumra að raunsæið gamla á 19.
öld hafi staðið i beinum tengsl-
um við þær hræringar sem áttu
sér stað þá, þegar evrópsk sam-
félög stefndu óðfluga að þvi að
verða einhverskonar stóriðju-
samfélög. A sama hátt er haldið
fram — og reyndar varla deilt
um lengur — að hin mikla
gróska sem hljóp i „félagslegar
skáldsögur” á fjórða áratugn-
um hafi staðið i sambandi við
umrót kreppuáranna. öldungis
eins má hugsa sér að sá veru-
leiki sem við búum i, sé á ein-
hvern hátt svo yfirþyrmandi, að
höfundum þyki ekki önnur leið
færari til að lýsa honum en leið
hins gagnrýna raunsæis. Þessi
hugmynd verður kannski sér-
lega áleitin við lestur sögu eins
og Vatn á myllu kölska eftir
Ólaf Hauk Simonarson, ellegar
þá Milljón prósent menn eftir
nafna hans Gunnarsson, að ó-
gleymdum bókum þeirra Asu
Sólveigar, Guðlaugs Arasonar,
Úlfars Þormóðssonar og jafnvel
Péturs Gunnarssonar, þótt
sagnaflokkur hans sýnist reynd-
ar stefna fremur að þvi að verða
„sálfræðileg þróunarsaga” en
beinlinis úttekt á samfélaginu.
Þriðja leiðin til skýringar á
raunsæinu er illkvittnust, og
rétt nefnd hér i framhjáhlaupi.
Hún er einfaldlega sú, að unga
rithöfunda okkar skorti allan
þann frumleik sem þurfi til þess
að fara annað en troðnar slóðir.
Verður sú kenning ekki rædd
nánar hér.
Hvað sem öllum skýringum
liður, stendur þó eftir sú stað-
reynd, að mikil gróska var i
skáldsagnagerð á siðasta ári. 1
næsta pistli verður vikið að fá-
einum sögum, sem. sérstaka
athygli' mina vöktu.
Blómarósir Ölafs Hauks
— Nýtt leikrit í uppsiglingu hjá Alþýðuleikhúsinu
//Leikritiö fjallar um hóp af stelpum/ sem eru á sama
vinnustað. Þaö snýst um einkamál þeirra og samskipti
innbyrðis/ einnig um samskipti þeirra við vinnuveit-
endur sína/' segir ólafur Haukur Símonarson rit-
höfundur um nýtt leikrit sitt, sem Alþýðuleikhúsið er að
æfa.
Leikritið heitir Blómarósir, og
koma alls 15 leikarar fram i
sýningunni. Þá er einnig tónlist
við verkið og er hún samin af
Ólafi Hauki, Eggert Þorleifssyni
og fleirum. Búningar eru eftir
Valgerði Berg, Þorbjörg
Höskuldsdóttir gerir leikmynd og
leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
„Blómarósir er i eðli sinu
gamanleikur. Þetta er mitt fyrsta
virkilega sviðsverk, en áður hef
ég skrifað barnaleikrit, fyrir
sjónvarp, og siðan fór eitt i skól-
ana á vegum leikhóps, sem starf-
aði hér um árið.”
— Hvernig er að starfa fyrir
leikhús?
„Það er mjög skemmtilegt. Ég
hef nú löngum lyktað af leikhúsi
og fylgst með þvi sem þar er að
gerast, þannig að þetta er ekkert
nýjabrum fyrir mér. Ég hef þó
aídrei áður fylgst með vinnu á
heilu leikriti. Það er mjög lær-
dómsrikt”.
— Hvenær skrifaðirðu leik-
ritið?
„Ég skrifaði frumdrög að því i
Hollandi i fyrrasumar, en vann
siðan við það i haust. Svo hef ég
núna farið i gegnum það allt um
leið og það er unnið.”
— Ertu að vinna að nýrri
skáldsögu?
„Já ég er með skáldsögu ein-
hvers staðar i takinu lika. Hún er
laustengd Vatni á myllu kölska,
en fjallar að mestu um annað
fólk. Gunnar Hansson er aðeins
rétt i baksýn,” segir Ólafur
Haukur Simonarson að lokum.
—GB
LOFSVERT FRAMTAK
Það var góö skemmtan aö
ganga um sýningarsali
Norræna hússins og skoða ljós-
myndasýningu Samtaka frétta-
ljósmyndara. Að nokkru ber
sýningin það með sér, að hún er
frumraun nýstofnaðra sam-
taka, þvi stefnan er kannski
svolitið reikul á pörtum. Þarna
er bæði að finna „harðar”
fréttamyndir frá liðnum árum
svo og myndir margvislegar
sem varla tilheyra fréttum en
eru listilega vel gerðar. Auðvit-
að eru þarna lika myndir sem
litið erindi virðast eiga á sýn-
ingu, sem þessa; þær eru þó ekki
ýkja margar.
Það rifjaðist sitthvað upp
fyrir þeim sem unnið hafa við
fréttaskrif I ein sextán ár við aö
skoða þessa sýningu: Nóttin
þegar Isaga brann, og viö vor-
um að ganga frá Alþýðublaöinu
fram undir morgun. Þóttumst
hafa unnið býsna gott verk, er
öllu var lokið og blaðiö farið i
pressuna. Bilaöi þá ekki ótætis
pressan og blaðið komst ekki út
fyrr en seint á næsta degi. Þá
voru menn spældir eins og það
heitir núna. Náttúruhamfarir,
eldgos, snjóflóö, slys. Það voru
þó ekki þær myndir á sýning-
unni sem snertu mig mest.
Heldur mannlega hliðin.
Skritinn svipur á karli eöa keri-
ingu. Varaforseti Banda-
rlkjanna að halda ræðu af hliö-
stólpanum við stjórnarráöiö.
Hver gleymir þvi sem sá? Eða
Baldur Möller ráðuneytisstjóri
umgirtur pappirshaugum á
viröulegri skrifstofu sinni. Það
var góð mynd. Annars mundi
það æra óstööugan aö fara að
tiltaka hér einstakar myndir,
þvi eins og fyrr sagði er flest
þarna með ágætum og sumt frá-
bært.
Þrir valinkunnir ritstjórar
skrifa um myndir og mynda-
notkun i sýningarskrá. Við lest-
ur greinar Matthiasar
Johannessen rann það upp fyrir
mér, að nestor islenskra blaða-
ljósmyndara OlafurK. Magnús-
son, er þarna viðsfjarri góðu
gamni. Hvað veldur? Það hefði
sannarlega verið fróðlegt
að sjá þarna eitthvað úr fór-
um hans. Ólafur er sem
alþjóð veit frábær mynda-
smiöur og á áreiðanlega i
handraðanum efni i margar
slikar sýningar. Enda væri það
annaðhvort, með mann sem
verið hefur viöstaddur flesta
stóratburði innlenda undan-
farna áratugi. Vonandi sér
úrval úr myndasafni Ólafs
dagsins ljós á sýningu fyrr en
siðar.
Ólafur Ragnarsson ritstjóri
Vísis rifjar m.a. upp málshátt
sem okkar gamli yfirmaöur
séra Emil sjónvarpsfréttastjóri
vitnaði oft til: „Ein mynd segir
meira en tiu þúsund orð”. Eins
og margt sem eignað er
Kinverjum er þetta auðvitaö af-
ar spaklega mælt. En þessi
ágæti málsháttur er alls ekki
allur þar sem hann er séöur. Við
megum ekki láta hann glepja
okkur til þess að hafa oftrú á
myndum. Það má nefnilega lika
snúa þessum málshætti við, þvi
vissulega getur ein mynd lika
logið meiru en milljón orð
megna, — og héfur gert. Það er
afar auðvelt að ljúga með
myndum, og fólk hefur auðvitað
tilhneigingu til að trúa betur
eigin augum en eyrum. Arni
Bergmann vikur að þessu þar
sem hann talar um að menn á
sinum tima hafi stundað
„pólitiskan myndagaldur”.
Þessi myndagaldur hefur nú til
skamms tima lifað góðu lifi á
siðum Þjóöviljans, þótt vera
megi að þar hafi orðiö breyting
á með nýjum ritstjórum. Þar
hefur þaö lengi verið siður, að
birta sem aumlegastar og hali-
ærislegastar myndir af pólitisk-
um andstæðingum og er raunar
enn. Bezt var til dæmis,; ef til
var mynd aö pólitiskum and-
stæðingi þar sem hann virtist
annaðhvort vera dauðadrukk-
inn eða þá aö pissa úti I móa.
Slfkar myndir hafa ætlð veriö I
hávegum haföar á siðum
Þjóðviljans. Lágkúruleg blaða-
mennska það.
Það hversu auðvelt er að
ljúga með myndum minnir á
söguna, sem flestir blaðamenn
sjálfsagt kunna um ljósmyndar-
ann, sem sendur var til að taka
mynd af pólitiskum fundi, og
spuröi hvort ritstjórinn vildi
hafa fátt eöa margt manna á
fundinum. Það hafði ljósmynd-
arinn auðvitað i hendi sér.
Við skulum hinsvegar ekki
gleyma þvi aö orðiö og myndin
eru siöur en svo aðskild eöa
sérgreindir þættir fjölmiðlunar.
Þaö er samspil þessara tveggja
þátta sem skiptir mestu,
hvernig þeir bæta hvor annan
upp og auka skilning á þvi sem
um er fjallað, bæta við nýrri
skynvidd.
Gengi ljósmyndaranna á
siðum blaðanna hefur verið með
ýmsu móti. Aöur en sjónvarp
varö almenningseign rikti öld
myndablaðanna og fréttakvik-
myndanna i bióunum. Hvoru-
tveggja tilheyrir nú nánast liö-
inni tið. Myndablöð eins og
Saturday Evening Post, Look,
Collier’s o.fl. hafa dáið drottni
sinum. Hið stærsta og frægasta
þeirra allra Life, dó, en er nú
vakið til lifs að nýju. Sjónvarps-
fyrirtækin hafa keypt mynda-
söfn fréttamyndafyrirtækjanna
og allar myndir birtast jafn-
óðum I sjónvarpinu. En auðvit-
að er það og verður staðreynd
að myndir og fréttamyndir eiga
áfram sinn sess i blööum. Sinn
þátt i upplýsingamiöluninni enn
um ókomna tið.
Þaö er fengur að sýningu
fréttaljósmy ndaranna i
Norræna húsinu. Vonandi
verður þar framhald á.