Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 25. maí 1979 —he/garpósiurinn. DregiO úr réttum lausnum. Þá er búið aö draga úr réttum lausnum sem bárust viö verö- launakrossgátunni okkar um páskana, og upp komu þessi nöfn: 1. verölaun — kr. 5000: Unnur Fenger öldugjtu 19 Rvk. 3. verölaun — kr. 2000: Ásthildur Siguröardóttir Rjúpufelli 4 Rvk.. Mjög góö þátttaka var, og flest- ir voru meö visuna rétta. Viö þökkum kærlega þessa góöu þátt- töku og hérna er svo lausnarvis- an: öfugmælavisa 2. verölaun — kr. 3000: Kristlaug Pálsdóttir Heiöahrauni 22 Grindavik. Sá ég iðka fugl og frosk fótamennt af kappi, fjórar kýr og flattan þorsk, fylgja þeirra stappi. KROSSGÁTAN QRYTjfiR /NrJflF SNoT REimfil? TritrNS/í fíLV/N mí>! 'O'fíNPN HVfí£) B/fRfl r F/TbhfiR t<ONU Tv£NNt> vniíi-l B/N/NG- OS/BT LÉTTiR YF/R HÖF/Y V, NfírVD u/n H/lLfi (fí fl'/k) HÆÐIR x eiriS SP/o DjfíRFp Nuböfí NAL/Mt Þflutlft P£N6jfí yf//? &EF/N L ÍK £,ro/? S>ko/?//Y V/EL! VBfí vifi/R +fiyNSÞ •+> on B «/» £ § J3J VJN QQ í ^ \ r* vs C. Þ- 5S 3; i VjN \ s >1 c N h K s V' Va >v s i." íj VL Cd S ití j C. r- c: C N í ^ s 3 'I — mynd ársins Fáar bandarískar kvikmyndir í seinni tíö hafa vakiö meiri athygli og umtal en //Vietnam-mynd" Michael Cimino „The Deer Hunter" með Robert De Niro í aðal- hlutverki. I myndinni, sem sýnd verður í Regnboganum f suman segir frá nokkr- um vinum og samverkamönnum í stáliðjuveri í bandarískum smábæ, sem eru kvaddir til þátttöku i stríðsrekstrinum i Vietnam, týna þar tölunni, eru teknir til fanga og þeir sem snúa heim verða aldrei samir menn. Þessi mynd hlaut óskars- verðlaunin i ár, sem segir i sjálfu sér ekki mikið, en hún hefur hins vegar fengið nokkuð einróma lof kvikmyndagagnrýnenda um leið og hún hefur farið töluvert fyrir brjóst þeirra, sem ekkert illt máttu heyra um Viet Cong og N-Vietnama í hita stríðsins. Hér segjum við dálítið frá tveimur höfuðpaurum „The Deer Hunter" — þeim Michael Cimino og Robert De Niro. De NIRO: Á hátindi tveggja áratuga fer- ils með 15 kvikmyndir að baki er Robert De Niro liklega eini stór- leikari kvikmyndanna, sem get- ur farið allra sinna ferða á mannamótum án þess að fólk taki eftir honum — nema þá að hann klæddist leðurjakka leigu- bilstjóra i New York eða léti sér vaxa skegg. De Niro er ekki nema rétt meðalmaður á vöxt, og það sem fólk helst veitir eftirtekt eru svört augun og finlegar hendur. Þáð ber ekki mikið á honum, þar sem hann fer en fólk finnur til návistar hans. Þannig vill hann lika sjálfur hafa það. Einkalif hans kemur ekki öðr- um við, hann talar sjaldnast um sjálfan sig, þá sjaldan sem hann talar við blaðamenn held- ur um hlutverk sin og persónur þær, sem hann hefur greipt i huga margs kvikmyndaunnand- ans með magnaðri túlkun — þvi De niro leikur ekki heldur lifir þær persónur sem hann leikur. ,,Ég verð að láta mér finnast að ég hafi unnið til þss að leika tiltekna persónu,” sagði hann nýlega i blaðaviötali. „Þegar ég geröi The Last Tycoon (sýnd i Háskólab iói fyrir skömmu), þá fór heilmikili timi hjá mér i það að ganga um kvikmyndaveriö i vestisfötunum minum og hugsa með mér — „þetta er allt mitt.”” Ýmsir hafa viljað kenna túlk- unaraðferð De Niro við það sem kallaö hefur verið „the method school” — leikmátinn og m.a. Brando, Rod Steiger og A1 Pacino eru fulltrúar fyrir en það er ekki alls kostar rétt. Fremur kemur fram i leiktækni hans blanda af „method” skól- anum og kröfum frumkvööla nýbylgjumannanna i banda- riskri kvikmyndagerð um ein- faldan og lágstemmdan leikstil, sem þeir aftur sækja til John Ford og Sam Fuller. Að sýna „sannleikann” er æðsta boðorð De Niro. „Sumar þessara gömlu kvik- I myndastjarna voru frábærar en 1 þær vildu rómantisera. Ég vil hins vegar hafa hlutina hreina | og beina og raunverulega. Það i er ekkert til kaldhæðnislegra, ] einkennilegra og þverstæðu- ] fyllra en lifið sjálft. Þaö sem ég | leitast við er aö sýna hlutina j eins skýra og sannverðuga og j mögulegt er,” segir hann sjálf- | Michael heldur af dádýraveiðum f veiöar I frumskógum Vietnam ur. „Hann grandskoðar fólk eins og haukur,” segir Shelley Winters, leikkonar fræga, eftir kynni sin af honum. En hver er maðurinn? Robert De Niro er New York búi. Hann fæddist i Greenwich Willage ár- iö 1943 og báðir foreldrar hans voru myndlistarmenn, sem m.a. áttu myndir á sýningum með nafntoguöum málurum nú orðið á borð við Jackson Pollock og Mark Rothko. De Niro hætti i skóla 16 ára að aldri til að verða leikari og fékk inni hjá leikhópi Stellu Adler, þar sem Brando hafði einnig verið allmörgum árum á undan honum. Árið 1963 lék hann smárullu i kvikmynd Brian nokkurs De Palma, sem siðar átti eftir að koma töluvert við sögu nýbylgjunnar banda- risku. De Palma gerði þessa mynd að prófverkefni, og De Niro hlaut sina fyrstu umbun fyrir kvikmyndaleik — 50 doll- ara. Nú tók viö ferðalag til Evrópu til að sjá sig um i heiminum en siðan hélt hann sig um tima á Vesturströndinni, þar sem hann fékkst viö ýmis smærri verkefni óbyggðum Pennsyivaniu á manna- og eins og alla tfð slðan annaðist hann umboðsmennsku sina sjálfur til aö geta valiö og hafn- að. Vesturstrandadvölin þýddi að hann sneyddi algjörlega hjá sjónvarpsiönaðinum, sem hefur oröið mörgum ungum leikaran- um stökkpallur til frekari frama en De Niro hefur alla tíö haft litið álit og áhuga á sjónvarpi. Leiöin lá þó aftur austur á bóginn til bernskustöðvanna þar sem hann vann nú fyrir sér i smærri leikhúsum I úthverfum borgarinnar og lék þá m:a. með Shelley Winters. Kvikmynda hlutverkin komu smám saman — jafnan smærri hlutverk svo sem i mynd Ivan Passer — Born to Win, mynd Noel Black — Jennifer on my mind, i mynd- inni The Gang That Could’nt Shoot Straigt og mynd Cormans Bloody Mama, þar sem hann lék aftur á móti Shelley Winters. Loks fór De Niro að vekja at- hygli, Fyrst i mynd John Han- cock Bang The Drum Slowly, þar sem hann lék dauðvona hornaboltaspilara og síðan 1 mynd Martin Scorsese Mean Street sem Háskólabió sýndi ný- HANN GRANDSKOÐAR FÓLK EINS OG HAUKUR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.