Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 6
Þaft getur veriö vandi að vera tU, eins og þeir vita sem prufað hafa. Það er þvi ekki að ófyrir- synjuað stundum, einkum hérna áður fyrr, voru gefnar át bækur og leiðbeiningar um hvernig eigi að haga áralaginu I Ufsins ólgu- sjó. Helgarpósturinn rakst nýlega á tvær perlur slikra bókmennta, bækurnar „Leyndardómur yndis- þokkans”, og „Aðlaðandi er kon- an ánægð”. Sú fyrrnefnda kom út árið 1940 og er skrifuð af ónefndum Is- lenskum kvenmanni, fyrir bæði karla og konur. Sú siðarnefnda kom út sex ár- um siðar, og er eftir Joan Benn- ett. Hún er ekki kynnt nánar i bókinni, en skrifar eins og hún reikni með að allir þekki sig. Fólkið sem nú er á sextugsaldr- inum las þessar bækur á sinum tima —þær voru að minnsta kosti skrifaðar fyrir það. Eflaust hafa sum heilræðanna úr bókunum komið að gagni, og mörg eru ef- laust i fullu gildi enn. Eins og tii dæmis þessi kafli um sambiðla úr „Leyndardómur yndisþokkans”: „bað getur stundum verið erfitt fyrir ungan mann að stilla sig, ef hann neyðist tii að halda sig ein- hversstaðar i námunda við sam- biðil sinn og keppinaut. Ef hann er einn með honum, getur hann náttúrulega jafnað á honum með handafii, ef hann er þá viss um hann ráði við hann. Samtvil ég ekki ráðleggja nein- um að haga sér svona, þvi að reglulega vel uppalinn maður jafnar ekki deilumál sin með hnefunum, heldurmeð andlegum yfirburðum og rósemi. Ef hann hittir sambiðil sinn I samkvæmi þar sem margt fólk er, og kannski lika sú sem barátt- hann er yrt. Ef keppinauturinn egnir hann, áhann aðláta sem hannheyri það ekki. Það getur nefnilega fengið hinn til að hlaupa á sig, og það verður ekki til aö bæta aðstöðu hans hjá ástmeynni”. Þessi kafti um sambiðlana er reyndarbara litili hlutí þessarar- bókar, og kannski örlitðl útúr- dúr. „Leyndardómur yndisþokk- ans”, og þó einkum og sér I lagi „Aðlaðandi er konan ánægð”, fjalla aðallega um það hvernig á að krækja sér i biðla. Þar kemur kaflinn: „Hvernig er hægt að verða eftirsóttur 1 samkvæmum og á dansleikjum?”, að góðum notum: „Það er auövitað mál að nauð- synlegt er að kunna að rabba skemmtilega, að dansa og spila bridge eða annað gott spil — það er lika gott að kunna að syngja og leika á hljóðfæri.að geta sagt fyndna smásögu eða gera spila- galdra eða eitthvert bragð, eða stjórna samkvæmisleik. En pass- ið ykkur að trana ykkur ekki of mikið fram. Ef maöur eða kona er hvött til að syngja eitt lag má hún eða hann ekki láta ganga heillengi á eftir sér. En það er ekki heldur gott, ef sá eða sú heldur áfram aö syngja i þaö óendanlega án þess að nokkur hafi beðið um. Syngið eitt lag eöa tvö og að- eins, ef þið eruð hvött mjög, eitt i viðbót. Munið að fólk klappar yður kannski aðeins fyrir kurteis- issakir. Ef þér reynið að læra þann vanda aö draga yður i hlé meðan fólkið er enn hrifið af yður þá getur ekki farið hjá þvi að þér þykið hrókur alls fagnaðar á gleöistundum.” Það má segja að þarna byrjum- mála og strjúkið burstanum frá vinstra munnviki efri varar frammá miöja vör. önnur strok- an verður frá miðri efri vör að hægra munnviki. Og þriðja strok- an eftir neðri vörinni. Frá vinstri til hægri. Sfðan fyllið þér upp með burstanum þarsem enn er ólitað. Hafið munninn ekki alveg lok- aðan, meðan þér málið varirnar, og þerriö þær að lokum lauslega með andlitsserviettu, eða bitið saman vörunum um serviett- una. ’ ’ Þegar svona er búið að fegra hvern likamshluta, er varla spurning að unga konan aðlað- andi*er reiðubúin að hitta ungan herra. En þá vaknar spurningin: Hvað skal gera ef karlmaður verður nærgöngull við stúlku? Joan Bennett svarar þvi skil- merkilega i samnefndum kafla 1 bók sinni: „Að undanteknum fáeinum til- fellum (sem auðveldlega má ráða við með duglegum löðrung), geta stúlkur sér sjálfum um kennt. Þær örva mennina til þess að verða nærgöngulir, en hegða sér siðan mjög bjálfalega. Niutiu og niu af hundráð karlmönnum vilja helst komast hjá hverskonar á- rekstri hvort sem það er nú fyrir kjass eða meiri „friðindi”. Þegar karlmaður vill „koma sér I mjúk- inn” hjá stúlku, er það venjulega af þvi, aö hún hefur að þvi er virt- ist, reynt að koma sér i mjúkinn hjá honum. Verið með ýmis ólik- indalæti, sem fengu hann til að halda að hún væri ekkert fráhverf honum. Ef þér viljið komast hjá þvi að karlmaður verði nærgöngull, sýni það, að honum finnist þér eftir- sóknarverð, skuluð þér athuga eftirfarandi: Myndirnar hér á sfðunni og text- arnir við þær eru allar teknar úr bók Joan Bennett, „Aðlaðandi er konan ánægð”. Þessi er af rithöf- undinum sjálfum og i myndatexta bókarinnar segir: Við vinnu mfna sit ég við skrifborð mitt I lltilli skrif stofu. Ég nota i raun og veru alla þessa blýanta. Þarna eru ótal minnisblöð og stundum glymur i öllum simunum i einu. ÁÐLAÐANDI ER KONAN ANÆGÐ — leyndardómur yndisþokkans afhjúpaður Föstudagur 31. ágúst 1979 —he/garpósturinrL. Þessi æfing er nauðsynleg fyrir hárið, hvort sem það er sltt eða stutt. Beygiðyður fram og burstið hárið duglega með hreinum og stifum bursta. Hársvörðurinn veröur heilbrigðari og hárið fal- legra og auðveldara viðureignar. an stendur um, þá er enn meira um vert aö stilla sig oghafa yfir- höndina, ekki svo að skilja að hann eigi að vera montinn. Nei, hann veröur að vera rólegur og eðlilegur, einmitt með þvi vinnur hann aðdáun hinnar útvöldu. Hann verður þó að heilsa keppi- naut sinum kurteislega og þó hann sé ekki nauðbeygður til aö halda uppi samræðum við hann, þá verður hann þó að svara i venjulegum samræðutón, ef á Égstyð olnboganum á stólbrikina og litla fingri á hökuna, til þess að verða stöðugri er ég dreg upp lin- ur varanna með hinum ómissandi pensli. við á öfugum enda. Aður en komið er I samkvæmi fer nefnilega fram mikil og nákvæm undirbúnings- vinna. Ar ið 1946 ráðlagði t.d. Joan Bennett ungum stúlkum að vara- lita sig þannig: „Hafið spegilinn fyrir framan yður og haldiö á burstanum eins og málarapensli takið vel af litn- um á burstann og byrjiö á því að draga upp hina eðlilegu ytri lihu efri varar með mjóu flötu striki. Styöjiöolnboganum t.d.á stólbrik til þess aö höndin veröi stöðugri. Ég hef lika litla fingur sem mína „stoð” meö því að styöja honum á hökuna um leið. Byrjið nú að Brosið þegar þér berið kinnalitinn á kinnarnar, þá sjáið þér hvar best er að hafa hann. Breiöiö vel úr litnum, upp og út á við, en forð- ist að hafa hann I skellum eða skörpum linum um samskeytin. a. Drekkið ekki áfengi svo aö þér verðið kennd eöa ástleitin. b. Sýniö manninum ekki nein bliðuatlot, þó sakleysisleg séu. Það kann að misskiljast og er rangt gagnvart manninum. c. Verið ekki kæruleysisleg i orðum, eða , ,gróf” til að sýna hve „veraldarvön” þér séuð. d. Verið ekki í einrúmi með manninum, farið ekki i heimsókn tilhans i einkaherbergi hanseða i ferðalag með honum einum. e. Látið yður ekki i kjass og kossa, með þeim lyktum, að verða móðursjúk og móðguð, er maðurinn heldur yður fúsa til fylgilags við sig. f. 1 stuttu máli: Lofið ekki meiru en þér viljið efna.” Meö nákvæmni sérfræðingsins rekur Joan Bennett feril ungu stúlkunnar, alveg frá þvi hún fer að hafa áhuga á útliti sinu, og þar til hún hefur veitt eitt stykki ung- an herra i net sitt. Það er mikill og flókinn prósess, eins og gefur að skilja. En Joan er ekki svo ein- Standið uppr . með arma út- breidda I axlarhæð, fætur saman, magann inn, og gerið hliðar- beygjur til hægri og vinstri, til skiptís, en ört og vel og vandlega. föld að halda að þá um leið sé björninn unninn. Ýmsar hættur voru árið 1946 fólgnar I þvi aö vera með karlmanni, eins og sjálfsagt enn, og i „Aðlaöandi er konan ánægð” varar hún sérstak- lega við einu, — nöldrinu: „Enn í dag eru skömmóttar nöldurskjóður okkar á meðal, en við meðhöndlum þær ekki jafn sköruglega og gert var i gamla daga. Nú fær fórnarlambiö — eig- inmaðurinn — að liða við nöldriö og skammirnar. Fyrst I stað fyll- ist hann undrun, siðan verður hann særður og loks gripur hann þögul örvænting, og hann dregur sig sem mest hann má i hlé. Upprunalega hefur hans út- valda virst hrifin af honum og hann af henni. Honum vex ás- megin, hann blómstrar upp i nær- veru hennar. Þá snýr hún við blaðinu. Hún vill ráða þvi „hvar skápurinn á að standa”. Besta pipan hans er ekki húsum hæf. Alltaf er eitthvað viö klæðnað hans eða útlit sem þarf að lag- Bursti með löngu skafti er nauð- synlegur ef bakið á að vera vel þvegið. færa. Gamanyrði sem áður var brosað og hlegið að fá nú þessa athugasemd: „Aðþú skulir tönn- last á þessum gömlu bröndur- um”. Háttalag hans og fram- koma öll.sem áður virtist hrifa, virðist nú gera hans útvöldu hreint ærða. Ef hanner-svo hepp- inn að vera ekki enn kvæntur henni ætti hann að segja henni upp á stundinni. Ef breyting á sér ekki stað, fyrr en eftir brúðkaupið ætti hann að reyna að gefa henni hollaráðningu eða duglegan löðr- ung. En hann gerir venjulega hvorugt. Hann kvænist,; þegir og heldur áfram að vera kvæntur, en finnur sér fleiri og fleiri tæki- færi til aö vinna eftirvinnu og vera sem sjaldnast heima.” Þannig fernú það.Nöldrið er að sjálfsögðu alltaf jafn hættulegt, og ég er ekki frá þvi að sumar konur einmitt á sextugsaldrinum hafi gleymt hinum gullnu reglum fjórða áratugsins. Þar er kannski komin ástæðan fyrir þvi að Is- lendingar vinna jafn langan vinnudag og raun ber vitni. Og peningagræðgi komi þar hvergi nálægt. En það er aukaatriöi, — eða eins og Joan Bennett segir i kafla slnum um samræmi i klæöaburði: Fínlegur cocktail-- hattur er jafn fráleitur við sið- buxur og léttir dansskór við tosku úr grófú skinni. Hver getur borið á móti þvi? — eftir Guðjón Arngrímsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.