Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 31. ágúst 1979—flQ/cjdrpOSturinrL.. —he/gar pósturinrL- útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins. en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrlmsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Halldór Hall- dórsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Auglys<ngar: lngiD|org siguroaraoinr Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifíngarstjóri: Sigurður Steinars- son Rilstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81864. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 8184*. 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 3.500.- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 180.- eintakið. ALIÞJÖÐIN Ég hjó eftir þvi núna I vikunni þegar breskt mikilmenni aö nafni Mountbatten var myrt af irskum ofbeldishundum þá var hringt til tslands. Ástæöan var sú aö hérlendisvar þá statt annaö breskt mikilmeenni, Karl prins. Hingaö á ritstjórnina hringdi til dæmis breskt dagbiaö og spuröi hvort viö gætum ekki gert þeim dáldinn greiöa. Nefnilega aö spyrja prinsinn hvernig honum heföi oröiö innanbrjósts þegar hann frétti aö frændi hans jarlinn, væri farinn til feöra sinna. Svo kaldrifjaða blaöamennsku erum við ekki farnir aö stunda enn þá hér á Helgarpóstinum. En þaö er nú annað mál. Mér datt hins vegar i hug aö þaö kynni aö færast i vöxt aö hringt yrði til tslands út af útlendum mikiimennum. Ég fæ sem sagt ekki annaö séö en viö séum aö drukkna I alls kyns ffnu slekti aöutan. t sumarhefur frést af Kalla prins .ballettkappanum Baryshnikov, prinsinum af Saudi—Arabiu, einhverjum kóngi eöa fursta frá Nepal eöa þar um kring, og ég veit ekki hvað og hvaö. Ogþað sem merkilegast er: Þettafólk kemur hingaö af fúsum og frjálsum vilja. Þaö kemur hér ekki I opinberum viöskipta erindum, heldur upp á sport. Þetta filum viö i botn. Til dæmis greindi Morgunblaöiö frá þvi aö eftir birtingu fréttarinnar um komu höfðingjans frá Saudi—Arabiu heföi aragrúi fólks boöist til aö hýsa hann og gera honum dvölina eins dægilega og unnt er. Afturámóti afþakkaði höföinginn þessa gestrisni inn- fæddra og kaus frekar aö búa á tveimur gistihúsum. Hvaö um þaö: höföingslund okkar er klár eftir sem áöur. Og er ekki ástæöan fyrir hylli okkar lands hjá útlendum mikil- mennum jafn klár? Skyldi nokkur önnur þjóö eiga jafn mikiö af stórmennum og tslendingar? Tvö-hundruöþúsund og vel þaö? Þaö eru áreiöanlega ekkimargar þjóöir sem státa af allt aö 100% mikiimennskunýtingu. Auövitaö stendur landiö sjáift fyrir sinu. En þaö hefur svo sem gert þaö öldum saman án þess aö hingaö flykktist útlent fyrirfólk óbeöiö og óboöiö. Sú skýring hlýtur þvi aö biasa viö aö út um heiminn og ekki slst í haliir og aörar vistar- verur höföingja hefur spurst aö á islandi búi heil þjóö af snilling- um, stjörnum og andlegum aristókrötum. Eins konar aliþjóö. Þegar maöur var aö byrja i blaöamennsku fyrir ekkert ó- skaplega mörgum árum var al- gengasta verkefniö sem maöur fékk, ekki sist yfir heLsta feröa- mannatimann á sumrin, aö elta uppi annan hvern útiending sem hingaö kom, hvort heldur var á tjaldstæöiö i Laugardal eöa Hótel HoIt,og spyrjatHow did you like Iceland? Ég tek eftir þvf aö þetta efni hefur dregist saman f blööun- um siöustu árin, og sést varla nú oröið. Er þaö I takt viö þá þróun sem nefnd var hér aö ofan. Núna sýnist mér stutt i mark aö útlend- ingar komi til okkar og spyrji: How did Iceland like me? Og þá eru málin komin i rétt horf. Afram Island. —AÞ. Rikisstjórnin er eins árs. Hún var mynduö á siöasta augna- bliki fyrir mánaöamótin ágúst- september i fyrra. Kannski hafa landsmenn veriö aö uppskera þaö alla tiö siöan aö stjórnin var mynduö í timaþröng og ekki gengið eins vel frá öllum endum og æskilegt heföi veriö. Allt bendir lika til þess aö nú veröi algjör uppstokkun á efnahags- málum á næstunni og viröist ekki veita af. Þaö er ekki lengra siðan en i april aö svokölluö Olafslög voru samþykkt. Þar var gert ráö fyrir rösklega 30% veröbólgu. Nú eru hinSvegar allar horfur á þvi aö verðbólgan i ár veröi á bilinu 45 til 50 prósent. Oliuverð- hækkanir eiga aö visu drjúgan þátt i þvi hvaö veröbólgan er miklu meiri en gert var ráð fyrir, en stjórnin getur ekki skellt allri skuldinni á oliuverö- hækkanir, eins og tilhneiging virðist vera til hjá sumum, — þar kemur annaö og meira til. Svo viröist sem hagspekingar okkar geti ekki ennþá sagt meö nokkurri vissu fyrir um efna- hagsþróunina aðeins nokkra mánuöi fram i timann. Ætti þaö þó aö vera auöveldara i ár en oft áöur, þegar allt kaup er svo til bundiö og kjarasamningar flestir i föstum skoröum. Ólafur Hlutverk Ólafs Jóhannesson- ar i þessari rikisstjórn, eins og reyndar siöustu vinstri stjórn lika, hefur oft á tiöum veriö fólgiö I hlutverki sáttasemjara. Ólafur hlýtur aö vera orðinn þreyttur á þessum sifelldu upp- hlaupum i rikisstjórninni. Þau eruoröin aö minnsta kosti fimm meiriháttar upphlaupin sem orðiö hafa i sambandi viö efna- hagsmál á þessu eina ári. Ólaf- ur situr og hlustar, fer svo heim og semur slnar tillögur, og þeim veröur litiö haggaö. Þrátt fyrir þreytuna eru engin merki þess aö hann ætli aö segja af sér sem forsætisráöherra, enda ekki vist aö hann treysti öörum til aö taka viö póstinum. Benedikt Benedikt er heiðarlegur mað- ur og hefur viöurkennt þaö fús- lega aö hann sé lengi búinn aö biöa eftir utanrlkisráöherraem- bættinu. Hann ætlaði sér I upp- hafi aö veröa mikill og eftir- minnilegur utanrikisráöherra, en nú viröist sem hann hafi misst tökin á þessu. Hann er i slæmri stööu aö þurfa jafnframt ráðherrastörfum aö vera for- maöur flokksins þar sem næst- um allir þingmennirnir eru viö- vaningarog byrjendur. Kannski róast liöiö nú þegar þingiö kem- ur saman og menn eru búnir aö átta sig á veruleikanum. Þá get- ur Benedikt kannski tekiö sig á I utanrikisráöherrastööunni. Ragnar Ragnar Arnalds hefur færst of mikiö I fang aö taka aö sér bæöi menntamálaráðuneytiö og sam- gönguráöuneytið. Hann veldur ekki hvoru tveggja og aö vera auk þess I stórpólitikinni fyrir flokkinn. Ragnar er of oft i vörn, enda er staöa hans svolltið Svavar Svavar Gestsson er meiri pólitikus en viðskiptaráöherra. Ef marka skal mörg ummæli hans hlýtur hann aö hafa megn- ustu andúö á mörgu þvi sem verið er aö gera i hans ráðuneyti fyrir verslun og viöskipti I land- inu. Nú er Svavar búinn að skrifa krassandi leiöara I Þjóö- viljann i mörg ár og ekki sist um heildsala, verslunarhallir, brask og svinari. Hvernig skyldu leiöararnir hans veröa ef hann skipti nú aftur um stól og settist i ritstjórnarstólinn i fina húsinu þeirra Þjóðviljamanna i Slðumúlanum? Þaö er ekki nóg að skrifa um hlutina Svavar, þaö þarf lika aö koma þeim I framkvæmd! hákarl Ríkisstjórnin eins árs: Hvernig hafa ráðherrarnir sjóast? skritin þar sem hann er svotil nýhættur að vera formaður Alþýöubandalagsins en veröur jafnframt ráöherra. Völd hans innan flokksins minnka aö sama skapi sem þau aukast meö þeim miklu völdum sem þaö hefur I för meö sér aö vera bæöi menntamála- og samgönguráð- herra. Ragnar er ekki öfunds- veröur af þeirri stööu sem hann hefur skapað sér gagnvart for- sætisráöherra meö friöun Torf- unnar, — Ólafur gleymir engu. Steingrimur Verkfræöingurinn i embætti dómsmálaráðherra hefur bara sloppiö vel á þessu eina ári. Hinsvegar hefur stjarna Stein- grims sem landbúnaöarráö- herra stööugt falliö. Hann ætlaöi sér aö gera stóra hluti I land- búnaöarmálunum, en honum tókst þaö ekki, var liklega ekki nógu mikili refur I viðureign viö aöra þingmenn um málið. Stein- grimur er svo hreinskilinn og opinn aö hann kemur mönnum oft I opna skjöldu með þvi hvernig hann talar. Þaö er ekki vist aö lögfræöingunum I dóms- málaráöuneytinu líki alltaf vel þaö sem þeir lesa eftir Stein- grim i blööunum. Kjartan Kjartan Jóhannsson er meö erfitt ráöuneyti, þvi veröur ekki á móti mælt, en hann getur lika helgaö sig þvi aö mestu. Þaö er ekki eins og meö fyrirrennara hans, sem voru meö önnur ráöu- neyti og erfiö jafnframt. Þaö er sama meö Kjartan og suma aöra ráöherra, ab þaö eru geysi- leg viðbrigöi aö vera allt I einu hættur sinum daglegu störfum og orðinn bæöi þingmaöur og ráöherra. Kjartan hefur veriö nokkuð röggsamur sem sjávar- útvegsráöherra enda getaö lært mikið af Matthiasi Bjarnasyni hvernig ekki á aö tala og haga sér i þeim stól. Kjartans biöa erfiö verkefni þaö sem eftir er ársins aö takmarka enn frekar sóknina i þorsk og loönu ef hann ætlar aö vera samkvæmur sjálf- um sér. Tómas Tómas Arnason er frekar Ihaldssamur maður sem vill hafa hlutina „correct”. Hann er likur Ólafi Jóh. meö þaö aö vilja ekki segja mikið um hlutina fyrirfram, og ekki fyrr en allt er klappað og klárt. Tómas viröist ætla að standa viö þau fyrirheit sem hann gaf vib afgreiðslu fjárlaga I desember siöastliðn- um. Honum likar greinilega ekki aö strákar eins og Vil- mundur ráöi of miklu um ferö hjá rikisstjórninni. Hann litur of stórt á sjálfan sig til þess og vill aö menn taki tillit til sin innan flokks og utan sem fjármála- ráöherra. Magnús Magnús H. Magnússon er litiö I stórpólitikinni og reynir af fremsta megni aö bera klæöi á vopnin i Alþýðuflokknum þegar strákahópurinn þar er með upp- steit. Magnús vinnur samvisku- samlega ab þeim málum sem honum hefur verið trúað fyrir og vill öllum vel. Þessvegna er hann i mikilli klipu þegar hann er búinn aö lofa tveimur mönn- um sömu stöðunni eins og hann á aö hafa gert á dögunum. Svar hans viö þvi var aö ráöa báöa! Þetta lýsir manninum vel. Hjörleifur Liklega vinnur enginn ráö- herranna I rikisstjórninni eins skipulega og Hjörleifur Gutt- ormsson. Þetta er raunar ekk- ert nýtt fyrir hann, enda maöur- inn menntaöur I landi þar sem er áætlunarbúskapur. Hjörleif- ur er greinilega mun meira fyrir aö vinna aö sinum ráöu- neytismálum, heldur en aö vera aö vasast i almennri pólitiskri umræöu. Oöru hvoru kemst hann þó ekki hjá pólitikinni, og þar er þaö sama uppi á teningn- um, aö allthefur hann skipulega á takteinum. Seinkun Hrauneyj- arfossvirkjunar var eitt af stefnumálum Alþýöubanda- lagsins, en ef Hjörleifur stæöi frammi fyrir þvi máli I dag eins og fyrir ári sfðan, heföi flokks- stefnan varla yfirhöndina. Svona geta menn orðiö skyn- samari þegar þeir kynnast hlut- unum af eigin raun frá fleiri en einni hliö, en fjalla ekki aöeins um þá á þann hátt sem best passar hugmyndafræöi og stefnu flokksins. Hákarl. Halldór Kristjánsson: Þegar Helgarpósturinn yfir- heyröi Hilmar Helgason um dag- inn komu þar fram viðhorf sem ég vil ræöa ofurlitið nánar við les- endur blaðsins. Svavar Jólíusson, kaupfélagss | Um nýja fry i á Patreksfi Ritsmiö Halldórs Halldórs- sonar um byggingu frystihúss á Patreksfiröi i Helgarpóstinum 24. ágúst sl. er skýrt dæmi um þá æsif réttablaöamennsku, sem gripið er tilþegar hressa þarf upp á blaösöluna og koma jafnframt á framfæri sjónarmiðum, sem ekki hafa notið stuönings réttsýnna manna. Hvert er svo efni greinarinnar? Jú, það er ætlunin að fá einhverja fleiri en þegar er vitaö um til aö trúa þvi að þaö sé peningaaustur oe sóun að bveeia unp nýtt hraö- frystihús á Patreksfiröi. Þunga- miöja greinarinnar, þaö, að sýna fram á aö byrjað hafi veriö á byggingu Hraðfrystihúss Patreksfjaröar h/f án samráðs við Framkvæmdastofnun rikisins og aöra þá, er málið varöaöi, er rakalaus tilbúningur. Þegar hraðfrystihúsaáætlun Framkvæmdastofnunar rikisins hljóp af stokkunum voru tvö frystihús á Patreksfiröi. Hraö- frystihús Patreksfjarðar h/f, stofnaö 1940 með reksturinn I hús- um, sem voru á seinustu undan- þágu varöandi hollustuhætti, og Hraðfrystihúsið Skjöldurh/f, stofnaö 1969 meö reksturinn i nokkuð rúmgóöu húsnæði, sem þurfti þó allmikilla breytinga og lagfæringa við. Ljóst var aö veru- legt átak þurfti aö gera varðandi uppbyggingu frystiiönaðarins á Patreksfirði ef hann ætti að halda sinum hlut. Einsýnt þótti að ekki yrði hagkvæmt aö byggja upp gömlu aðstöðuna hjá Hraðfrysti- húsi Patreksfjaröar h/f. 1 sam- ráði viö aðila hjá Framkvæmda- - stofnun rikisins og öðrum lána- stofnunum var þvi ákveðiö aö byggja upp nýtt frystihús. Heildarkostnaöaráætlun var kr. 102.050.000 og var eigið framlag Hraðfrystihúss Patreksfjaröar tryggt, eöa sem svaraöi 15% af byggingarkostnaöi. Framkvæmdir voru áformaöar á árunum 1973 — 1977. Hagkvæm lóð fékkst viö höfn- ina og var byrjað á grunninum 1973, en húsiö steypt upp og komiö undir þak 1974. Eigið fé Hraö- frystihúss Patreksfjaröar var notað i þessar framkvæmdir, ásamt lánsfé frá bönkum. Fram- lag sjóöanna i þann verkáfanga var skilvislega greitt, er hann hafði veriö tekinn út. En eins og allir vita, sem þessum málum eru kunnugir greiöa sjóöirnir sin framlög samkvæmt Uttekt á lokn- um verkum. 1 þvi veröbólgubáli, sem hér rikir brann eigið fé fyrir- tækisins beinlinis upp og treglega gekk aö fá lánsfé til frekari fram- kvæmda. Krafist var af lána- stofnunum aö hlutafé yröi aukið i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.