Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 31. ágúst 1979 NAFN: Guðrún Helgadóttir STAÐA: Borgarfulltrúi og deildarstjóri hjá Tryggingarstofnun FÆDD: 7. september 1935 HEIMILI: Skaftahlið 22 HEIMILISHAGIR: Eiginmaður, Sverrir Hólmarsson og eiga þau 4 börn BIFREIÐAEIGN: Wartburg árgerð 78 ÁHUGAMÁL: Lífið Ennþá deila Sjöfn og Guörún” — „Er borgarstjórnarmeirihlutinn aö springa”. Fyrirsagnir þessu likar eru ekki alisendis ókunnugar i dagblööum þann tima sem Framsóknarflokkur, Alþýöu- bandalag og Alþýöuflokkur hafa haldiö um stjórnartaumana i Reykjavikurborg. Nú siöast hafa komiö upp nokkrar deilur innan meirihlutans vegna ráöningar æskulýösfuiitrúa borgarinnar. Ýmsir ætla aö rót fiestra deilna á þessu þriggja flokka heimili megi finna i persónulegum metingi tveggja borgarfulltrúa, þeirra Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og Guörúnar Helgadóttur. Guörún Helgadóttirer yfirheyrö um borgarmálefni almennt, hennar lifsviöhorf og átök hennar og Sjafnar Sigurbjörnsdóttur. Er vinstra meirihlutastarfiö i Reykjavik aö bresta? „Nei, þaö vona ég ekki. Þaö er ekki svo aö ég viti neinn sá ágreiningur um þau stórmál, sem i deiglunni eru, aö ég hafi ástæöu til aö halda þaö.” En gæti púöurtunnan ekki veriö þú og Sjöfn Sigurbjörns- dóttir? „Þið lesiö ekki önnur blöö en Morgunblaöiö. Viö Sjöfn Sigur- björnsdóttir höfum aöeins deilt um eitt mál sem einhverju skipti, og það var hvort lista- menn sitja i stjórn Kjarvals- staða eöa ekki. Niðurstaöa varö sú aö þeir sitja þar, og allir geta séö að samstarf okkar um stjórn staöarins er meö ágætum siöan. Ég vil taka fram, aö allir full- trúar Alþýðubandalagsins voru á sömu skoðun og ég, svo aö þetta var ekkert einkamál okkar Sjafnar Sigurbjörns- dóttur, auk þess sem lista- mannasamtökin studdu okkar málstað. En þaö er sem sagt löngu afgreitt mál.” Þið taiist viö og önnur boö- skipti eru meö eölilegum hætti? „Vitaskuld tölumst viö við á fundum. Hún hefur hins vegar ekki tekið þátt i meirihlutasam- starfi milli funda, sem viö hin gerum, i þeim nefndum, sem ég á sæti meö henni i. Morgun- blaðinu hefur hins vegar tekist svo upp i skrifum um okkur Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, aö nokkrar rosknar konur, sem sátu yfir kaffibolla á Kjarvals- stööum i gær þegar viö komum til fundar, uröu i framan eins og skæruliöahópur hefði ruðst inn”. Þú sérö engin málefni, sem samstarfið gæti mögulega brostið á? „Jú, mörg. Ennþá hefur sam- starfið tekist en framundan eru mál, sem orðið gætu slik ágreiningsmál, að samstarfi lyki. Stefna flokkanna er gjör- ólik, og til þess að samstarf sé hugsanlegt, þarf aö sýna sam- starfsaöilunum fyllstu viröingu og tillitsemi. Þaö geröum viö Alþýðubandalagsmenn, þegar völdum i nefndum og ráöum var skipt nákvæmlega jafnt, þrátt fyrir mikinn styrkieikamun flokkanna. Þaö sem hins vegar var gert rangt viö myndun meirihlutans var, aö gera okkur ekki grein fyrir, aö flokkarnir eru ekki þrir heldur fjórir, sem mynda meirihlutann. Hver er fjórði flokkurinn? „Ekki veit ég nú hvaö gripur- inn heitir. Sumir kalla hann Vilmundararminn, en ekkert skal ég taka aö mér aö gefa honum nafn. Sjöfn og Björgvin eru fulltrúar arma innan Alþýðuflokksins, sem háö hafa mikil átök, en við héldum aö þau mundu starfa sem einn flokkur i borgarstjórn. Þetta hefur ekki verið svo, og þar vorum viö blekkt.” Attu viö með þessu, að þú teljir Sjöfn eiga heima hinum megin „járntjalds” eða innan vébanda Sjálfstæðisflokksins? „Mér hefur alltaf fundist að allir armar Alþýöuflokksins ættu heima þar. Hins vegar hefur Sjöfn kosið aö gera Morg- unblaðið aö sinu málgagni, og Sjálfstæöismenn hafa gleypt viö ‘þvi og oft fengiö atkvæöi hennar út á þaö. Hún rekur allt aöra pólitik en viö hin, pólitik þar sem allt umtal er betra en ekkert umtal. Málefnin eru auka atriði. En ef fólk les ekkert nema fyrirsagnir og skoðar myndir, þá er góð aðferð að vera oft i stærsta dagblaði landsins. Ég hef persónulega engan áhuga á þess háttar póli- tik. Ég veit af hverju ég hlaut stuöning, og vinn samkvæmt þvi.” Hvers vegna gengur samstarf Alþýðubandalagsins betur við „Björgvinsarminn” sem þú nefnir svo heldur en „Sjafnar- flokkinn”? „Björgvin er reyndari stjórn- málamaöur og þaö þarf ekki aö vera hrós. En hann veit i hverju samstarf er fólgiö.” Ertu sjálf málamiðlunar- manneskja? „Það vona ég. Ég held að samskipti manna hljóti að krefjast margra málamiölana. Og ég tel vonlaust aö stjórna - heilu bæjarfélagi með þrem öörum flokkum án málamiöl- ana. Hins vegar getur komiö aö þeim punkti, aö maöur getur ekki fallist á sjónarmiö hinna sannfæringar sinnar vegna, og þá getur maöur ekki gert mála- miölun.” Ertu ánægð með þann árangur, sem borgarstjórnar- meirihlutinn hefur náð á sinum starfstima? „Hvenær er maöur ánægöur með þaö sem maöur gerir? Ég er ekki algjörlega óánægö meö störf okkar til þessa, þegar ég hugsa til þess, aö umskiptin I stjórn borgarinnar uröu öllum á óvörum á einni nóttu. Viö tókum við áratuga gömlu borgarkerfi, sem allt miöaöist viö eillfa stjórn Sjálfstæöisflokksins á málefnum borgarinnar. Þaö var ekki og er ekki auövelt verk.” Viltu hreinsa þar tii? „Hreinsa er kannski ekki rétta oröið. Ég tel hins vegar alveg nauðsynlegt aö endur- skoöa embættismannakerfi borgarinnar og gera skipulags- breytingar. Ég er auövitaö ekki að tala um að reka menn úr embættum, enda eru þeir fast- ráðnir starfsmenn, heldur aö skipuleggja reksturinn á annan hátt. Viö skulum gera okkur ljóst, aö það var mikiö áfall fyrir þessa sömu embættis- menn, þegar breytingin varö á stjórn borgarinnar. Viö finnum fyrir þvi i daglegu starfi, beint og óbeint.” Hvernig verður kerfinu breytt? „Við eigum eftir aö ræða þaö við hina flokkana.” Nú varst þú ein aðalskraut- fjöður Aiþýðubandalagsins I siðustu kosningum. Þú finnur ekki til þess að fanirnar séu farnar að týna tölunni? „Var ég þaö? Takk. Hafi svo verið, finn ég enga breytingu. Ég vinn min pólitisku störf á nákvæmlega sama hátt og önn- ’ur störf. Ég er alin upp meöal verkafólks og skil mætavel kjör alþýðu manna. Það hefur ekkert breyst. Ég hef getað unnið aö margra ára áhugamálum vegna stööu minnar I borgarstjórn, t.d. hinu nýja vistheimili fyrir -þroskahefta viö Dalbraut. Og mörgum málum.sem mér ber að sinna I embætti, get ég nú þokað áfram I borgarstjórn. Af fjöörunum hef ég engar áhyggjur. Alþýöubandalagið á margar hænur af fjöðrum ef á þíjrf aö halda.” Nú héidu margir þvi fram, að þú heföir veriö hinn eini sanni sigurvegari borgarstjórnar- kosninganna siðustu. Siðan eftir kosningar hafi vegur þinn og viröing ekki verið I samræmi viö það. Þú hafir t.a.m. ekki fengiö sæti I borgarráði? „1 Alþýðubandalaginu hefur aldrei neinn nefnt eöa sýnt áhuga á sigri mlnum. Hinir flokkarnir hafa verið upp- teknari af honum. Um setu i borgarráði var aldrei aö ræöa. Ég er I fullu starfi allan daginn. Sigurjón Pétursson og Adda Bára voru sjálfsögö þar. Vegur minn og virðing liggur I góðu samstarfi við félaga mlna I flokknum I Reykjavlk og um land allt, en ég sit I fram- kvæmdastjórn flokksins og er raunar ritari hans. * Hvað meö virðingu og völd til þln eftir kosningar? „Hún er stórkostleg. Hundruð félaga heima og erlendis hafa sent mér hvatningu og heilla- óskir. Þaö er hlýja sem lengi býr aö. Ég veit til hvers er ætlast af mér.” En borgarráðið? „Ég er þar varamaöur Fram- sóknarflokksins, þó aö Kristján Benediktsson borgarfulltrúi sé nú búinn aö gleyma þvi. En hann er I pólitiska leiknum llka, og notar þvi sömu leikreglur og hinir. Finnst þér þrautreyndir stjórnmálamenn eiga einkarétt á setu I borgarráði, eins og t.d. Adda Bára og Sigurjón? „Ég tel þaö heppilegra, aö menn hafi nokkra reynslu, og okkar flokkur ber til þeirra fyllsta traust.” Þú nefndir það áðan varðandi Björgvin Guðmundsson aö reynsla I stjórnmáiastörfum þyrfti ekki að vera hrósverður eiginieiki. Nú segir þú, að sökum reynslu öddu Báru og Sigurjóns þá hafi þau verið sjáifkjörin til ákveðinna valda. Hvernig kemur þetta heim og saman? „Það datt engum I hug, hvorki nýja fólkinu eða þvi sem reynd- ara var I slagnum, aö van- treysta Sigurjóni og öddu Báru. Borgarmálaráö Alþýöubanda- lagsins hefur veriö afskaplega samstiga um áhugamál og það er sáralitill ágreiningur innan þess um hin einstöku málefni.” Hvað um Alþýðubandalagiö I heild sinni. Er ekki ágreiningur innan þess? „Við megum ekki gleyma þvi aö Alþýðubandalagiö er ákaf- lega stór flokkur orðinn og kannski sá ágreiningur sem ég hef mestar áhyggjur af, innan Alþýöubandalagsins er þetta leiðindanudd milli þess hóps sem sumir kalla menntamenn — égheld þó varla þeir sjálfir — og hins vegar verkalýöshreyf- ingarinnar. Þetta nudd er af- skaplega fáránlegt, þvi að þeg- ar sósíaliskt þenkjandi verka- maður er farinn að amast við menntamönnum, þá þykja mér nú hlutirnir heldur betur vera farnir að snúast við. Einu sinni var nú draumur verkalýðs- hreyfingarinnar að allir þjóð- félagsþegnar ættu kost á aö mennta sig — og þvi meira þvi betra.” Attu þá við aö Alþýöubanda- lagsmenn innan forystusveitar^ verkalýðshreyfingarinnar vaði reyk? „Ég held satt aö segja aö verkalýöshreyfingin sé I ótta- legri upplausn. Hún er jafn sundurlaus og stjórnmála- flokkar landsins eru margir og þvi hlýtur aö vera erfitt aö halda henni saman. Það þarf aö vinna feiknarmikið starf til aö gera verkalýöshreyfinguna sóslaliskt meövitaöa. Ég held aö þvi miöur sé stéttarvitund launafólks 1 þessu landi afskap- lega óljós.” t þessu sambandi. Er það þinn draumur að á tslandi verði fyrF en slðar sósialiskt þjóðskipu- lag? „Ég segi að þaö sé engin skynsemi I þvi að reka þjóð- félag eins og Island, án sósialisma. Fámennið, strjábýl- ið og hin einhliða hráefnaöflun hreinlega krefst þess að þetta land sé rekiö á félagslegan máta. Annað er hreinlega heimskulegt.” Hvernig ætlar þú að koma á þessu draumaþjóðfélagi þinu? „Það tekur heillangan tima. Þú sagðir eitthvaö um þaö áöan, að ég hafi verið skrautfjööur Alþýðubandalagsins I siöustu kosningum. Hafi ég veriö þaö, þá held ég að það hafi gerst með þvi að vera ekki bara sósialisti I kosningum, heldur alla daga.” Ef þú ert sósialisti alla daga, er þinn lifsstill þar með likur t.d. hafnarverkamannsins? „Ég vinn fyrir kaupinu minu eins og hann. Ég á ekkert at- vinnutækni.” En er þá sama hversu há launin eru? „Nei, ég hef miklu hærri laun en hafnarverkamaður. Þvi þarf að breyta.” Getur þá þinn lifsstill verið svipaður hans? „Llfsstlll manna er óllkur innan stétta og milli stétta ef ég skil orðið rétt. Peningaráö gera mönnum kleift aö njóta ýmissa hluta, sem fátækt fólk getur ekki veitt sér. Ég er auðvitað forréttindamanneskja á marg- an hátt. Ég fékk I vöggugjöf getu til að læra, og þaö sem meira er, ég fékk tækifæri til að nota þá getu. Og einmitt fyrir baráttu, þessa sama verkalýðs sem þú ert aö tala um. Ég á honum þvl skuld að gjalda. En auðvitaö erum viö, ég og hafnarverkamaöurinn, öreigar I fræðilegri skilgreiningu orðsins. Ég lið sjálf enga nauð lengur, en ég hef gert það, þó aö unniö væri hverja stund. En þaö gera margir ennþá I þessu þjóöfélagi og ég vona að ég geti einhverju áorkað til aö breyta þvl.” En er ekki aðalverömæta- matið I þjóðfélaginu peningar? „Þvi miöur. Fjármagnseig- endurnir sjá um þaö, og vita aö þaö er visasti vegurinn til að brjóta niður verkalýöshreyf- inguna og þar meö alla siö- feröisvitund manna.” Ef þú ert öreigi, eru þá þing- mennirnir lika öreigar meö sin laun? „Þeir, sem ekki eiga atvinnu- tæki, já þeir eru öreigar.” En þú sjálf hefur sem sagt meira á milli handanna en verkamaðurinn viö höfnina? „Vissulega. Miklu meira. Ég hef lika skrifaö bækur og haft tekjur af þeim. En ég hef sjálf unnið fyrir þvl sem ég hef handa á milli. Sparifé á ég ekkert. Og ég erföi ekkert nema uppeldi mitt og verömætamat, sem ég fékk með þvl.” eftir Guðmund Áma Stefánsson MEIRIHLUTAFLOKKARNIR EKKI ÞRÍR HELDUR FJORIR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.