Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 31. ágúst 1979 '—helgarpósturinrL. Blaðamennska og sagnfræði í pistli um barnabækur hér i listapósti var vikiö fyrir nokkru aö fjölþjóöaprenti og mynda- bókum fyrir börn. Er reyndar ekki úr vegi aö benda á aö siöan hefur birst ágæt grein Njaröar P. Njarövik i Timariti Máls og menningar, þar sem fjallaö er mun rækilegar um þetta fyrir- bæri. En nú er þaö svo aö fjöl- þjóöaprent er engan veginn bundiö viö barnabækur, og greinilegt er aö ásókn mynd- efnis fer mjög vaxandi einnig i þeim bókum sem ætlaöar eru fullorönum. Hér á boröi minu liggur eitt nýtt dæmi um þetta, Aödragandi styrjaldar eftir Robert T. Elson og ritstjóra Time-Life bóka i þýöingu Jóns O. Edwalds og örnólfs Thor- lacius (Almenna bókafélagiö 1979). Þetta er fyrsta bókin i stórum bókaflokki, sem saman mun bera heitiö Heimsstyrj- öldin 1939-1945. Bók þessi er I stóru broti, alls 216 síöur og myndasiöur umtalsveröur hluti þeirra. Er reyndar textinn I tvennu lagi, annars vegar samfelldur texti sem greinir frá aödraganda heimsstyr jaldarinnar, hins vegarmyndatextar, þar sem oft er endurtekiö þaö sem i aöal- texta segir — þótt i nýju sam- hengi sé. Viröist reyndar hug- myndin aö þaö séu ekki siöur myndirnasem rekja eigi söguna en meginmáliö. Min vegna getur vel veriö aö þessi aöferö sé nýtileg og jafn- vel góö — ef nógu vel tekst til. En hins vegar er ég viss um aö höfundum slikra verka er enn meiri vandi á höndum en hinna sem aöeins flytja skrifaö mál. Þaö er nefnilega mikill vandi aö velja myndir, jafnvel eftir aö leystur hefur veriö meginvand- inn, þ.e.a.s. aö taka myndirnar — og þá er eftir einn vandinn enn: aö lesa myndirnar. Þar held ég aö lesendur skiptist i tvö horn. Fyrir þá sem annaö hvort liföu atburöina sem greint er frá eöa hafa aflað sér góörar þekk- ingar á þeim siöar geta myndir þessaiarbókar veriö glögg upp- rifjun og viöbót viö þekkingu og skiining. En fyrir hina, sem ekki voru á dögum á millistriösárum og ekki hafa sökkt sér niöur I sögu þeirra, eru myndirnar fjarska yfirboröslegar og að ég hygg o f tætingslegar til að vera fræðandi. Og þarna held ég meira aö segja veröi aö vara sérstaklega viö bókinni. Þaö er afskaplega freistandi aö nota hana t.a.m. á skólasöfnum og visa nemendum á allt þaö myndefni sem þarna er á ferö En sagan sem myndirnar segja getur oröiö slikum lesendum fjarri öllum veruleika. „Myndavélin lýgur ekki” sögöu menn — og trúöu þvi. En nú mun flestum vera ljóst aö máliö er ekki svo einfalt. Aöur en mynd er tekin hefur farið fram ákveöiö val myndefnis, og þaö val er háö ótal „óviökomandi” atriöum. „Viltu mynd af stórum fundi eða litlum?” er haft eftir ljósmyndara sem sendur var til aö taka mynd af fjöldafundi. Hann vissi mætavel aö ljós- myndin gat logið þvi sem hann vildi. Eitt dæmi Ur bókinni verður aö nægja. Á fjórum brotnum siðum (123-126) er mynd af hálfri miHjón þýskra nasista þar sem þeir hyila foringja sinn. Þessi mynd er stórfengleg I hryllingi sinum fyrir þásem skilja hvaö á feröinni er. En hún er fyrst og fremst glæsileg og aðdáunar- veröfyrir þá sem ekki þekkja til — og þeir eru miklu fleiri. Mér dettur eldci i hug aö höfundar bókarinnar, hvaö þá Islenskir aöstandendur hennar vilji nokkrum manni illt meö mynd eins og þessari — en þetta er ekki spurning um góöan vilja. Fleiridæmi skulu ekki nefnd aö sinni — en reyndar er af ýmsu aö taka. Þegar kemur aö sjálfum text- anum, er dálitiö vafamál hverj- um augum á aö lita á silfriö 1 sjálfu sér er þetta ekki þaö sem kallast getur sagnfræöi, til þess er heildarmyndin allt of sundur- laus. Þetta er ekki heldur það sem kalla mætti hlutlausa eöa hlutlæga frásögn. Til þess er allt of mikil áhersla lögö á atriöi sem engu skipta — nema kitla heldur ómerkar taugar les- andans. Þetta er einna helst eitthvaö sem kalla mætti blaöa- mennsku, jafnvel æsiblaöa- mennsku. Nú er þaö svo aö blaöa- mennska getur veriö bæöi góö og vond. Margir blaöamenn eru þeim vanda vaxnir sem fylgir frásögn af atburöum, og margir þeirra leggja sig fram um aö skiljahvaö þeir eru aö gera.En hinir eru þvi miöur llka margir sem litiöskilja og fátt geta. Mér sýnist höfundar þessa texta standa einhvers staöar mitt á miHi — og fylla þá liklega fjöl- mennasta hópinn. Ýmislegt bendir til aö Elson hafi góöan vilja. Hann leggur t.a.m. mikla áherslu á aðfriðar- samningarnir 1918 hafi veriö gagnslit'ir og kallar nýja Evrópukortiö þá „uppdrátt aö nýju striöi” (bls. 22). Þetta er svosem ekki nýtt en dregur þó úr þeirri hættu að menn missi sjónar á samhenginu i sögunni. — Hins vegar hefur Elson rekiö sig á þaö aö „góð meining enga gerir stoö”. Löngun hans til að skrifa sögu semgangi i lesendur ber viljann fljótt ofurliöi. Þetta lýsir sér einkum i tvennu. 1 fyrsta lagi er einblint um of á sögu einstaklinga. Viö könn- umst viö þá kenningu aö siöari heimsstyr jöldin hafi veriö Hitler aö kenna — og svo er látiö þar viö sitja. Vitanlega gengur Elson ekkisvo langt. Enhvaöer aö segja um oröalag eins og þetta um þá Hitler og Musso- lini: „Má raunar segja aö lengst af á valdaferli einræöisherr- anna tveggja hafi yfirburöir þeirra I sýndarmennsku gert kröfur þeirra til valda i' senn eölilegar og óumflýjanlegar þjóöum þeim sem þeir réöu.”? (108). Ég læt lesendum eftir aö meta svona söguskilning. 1 annan staö er einblint á það sem kannski er liklegt til aö höföa til slúöurkennda, en skipt- ir nákvæmlega engu máli. Menn geta t.d. velt fyrir sér þessum oröum um þau Lenin og Krup- skayu: „1 Míinchenbjuggu þau I sömu götu og Adolf Hitler bjó siöar.” (48) Hér spyr nú vesa- lingurminn: Hvaöa máliskiptir þaö? — Jú, þaö er reyndar greinilegt að þessi setning hefúr tvo kosti: Þetta er atriði sem liklegt er aö maöur muni (sennilega fyrst og fremst vegna þess aö allir þurfa aö búa einhvers staðar) — og svo er Hka góö von til þess aö okkur detti Lenin i' hug þegar talaö er um Hitler — og öfugt. Þeir áttu þetta sameiginlegt, aö búa i (ekki viö?) sömu götu — aö visu ekki samtimis, ónei, en fyrst þeir áttu þetta sameiginlegt, hvi þá ekki fleira? Ég vék I upphafi aö fjölþjóöa- útgáfunni. Þetta er einn ávoxt- urinn. Eigi aö gefa út dýr verk veröur aö sniöa þau þannig tð; þau höföi til sem allra fiestra. Sölugildiö veröur gildi númer eitt, og önnur gildi látin vikja. Þýöing bókarinnar er furöu hrá. Verður þar allt i senn aö gægisti gegn setningaskipun og oröalag frumtexta, og stundum meiraaösegja meö býsnageig- andi útkomu. Ég nenni ekki að tina til mörg dæmi I þetta skiptiö, en skal skemmta skrattanum meö einum tveim. A bls 19 segir svo: „Óbilgirni Fochs og grimmúöleg örlög Erzbergers voru ljós dæmi um þau öfl, sem leystust úr læöingi viö lok fyrri heimsstyrjaldar- innar og hlutu — sem nú viröist hafa veriö óumflýjanlegt — aö leiða til annarrar heimsstyrj- aldar.” — Svona stil hélt ég aö enginn vanur þýöandi léti frá sér fara. Hitt dæmiö skemmti mér meira, þvi mikiö hefur Wilson Bandarikjaforseta veriö illa viö kokkinn á Belmonthótelinu samkvæmt þv! sem hér segir: „Wilson þótti miöur aö frétta aö kunnur matsveinn Belmont- hótelsins i Ne w York heföi veriö fenginn tilfararinnartil aö mat- búa fýrir sig og konu sina.” (Bls. 23) — Já, það er vandfariö meö ástkæra ylhýra málið. —HP NYJAR LEIÐIR í íslenskum skúlptúr Um þessar mundir fyllir Niels Hafstein anddyri Kjarvalsstaöa meö skúlptúrverkum eftir sig. Þetta eru tréverk og margbreyti- leg. Siðan Niels lauk námi við Myndlista- og handiöaskólann hefur hann fetaö sig áfram eftir hinum ýmsu nýju leiðum högg- myndalistarinnar, sem opnast hafa tvo undanfarna áratugi. Hann er ekki listamaður sem vel- ur sér strax eina leiö eða lausn, heldur virðist hann vilja kanna áðúr hinar mismunandi stefnur i nútímaskúlptúr. Með þessu mætti ætla aö Niels væri vingull sem ekki vissi hvert stefna skyldi, en þvi fer fjarri. öll verk hans bera ákveðnum skoöunum glöggt vitni og þvi er leit hans að úrlausnum markviss. Þaö sem er eftirtektarvert viö aðferö Nielsar er rökhyggjan að gjarnan allri finpússun á helstu verkum sinum. Hann leyfir t.d. blýantsstrikum að sjást, svo ekki fari milli mála að verkin séu meir i ætt við trésmiði en skúlptúr. Þessi minimaliska afstaöa er augljós i stórum verkum, þar sem jafnháir trékubbar standa limdir i röðum á máluðum hörplötum. 1 endann eru kubbarnir sagaöir á ská og bitarnir sem fara af eru svo limdir i ýmsum tilbrigðum efst á kubbana. Þannig hefur hver kubbur sinn mismunandi „haus”. Markmið Nielsar var að tæma þannig, smám saman og systematiskt, möguleika þá sem hann gengur út frá i upphafi. Ólikt að gerð og hugsun eru tveir trjábolir með sporjárnum, sem lagðir eru á undirstööu úr stáli. Hugsunin I verkinu er conceptuel, nokkurs konar mynd- gerving vinnu og verkfæra mynd- baki verkanna. Þetta er greini- legtá þessari sýningu. Verkin eru algerlega laus viö tilfinninga- semi, geta jafnvel talist köld og fráhrindandi. Fagurfræöi, i hefö- bundinni merkingu, er útilokuö. Þótt sum verkanna geti kitlaö feguröarskyn einhverra, vegna finnar útfærslu, er út i hött aö leita formrænnar feguröar i þeim. Til aö fyrirbyggja þess konar misskilning sleppir Niels höggvarans. Aherslan er ekki á verkinu sjálfu, heldur hugmynd- inni sem aö baki þvi felst, starfi listamannsins. Eitt verkanna er staösett á ver- önd Kjarvalsstaöa. Þaö eru fjórir plankar sem lagöir eru skáhallt á trébút. Um enda hvers planka er vafið klæöi, hvert meö sinum lit. I þessu verki kemur best fram sú blanda tveggja ólikra stefna, minimalisma og conceptlistar, Bandariski leikstjórinn Otto Preminger vinnur nú að gerö myndar eftir skáldsögu Graham Greene, „The Human Factor”.Handritiö er skrifaö af hinum þekkta leikritahöfundi Tom Stoppard, sem m.a. geröi handritiö aö mynd þýska leik- stjórans Fassbinders „Despair”. Aðalhlutverkin eru I höndum ekki ómerkari leikara en Nicol Williamson, Sir John Gielgud og Sir Richard Atten- borough. Þeir leika menn sem starfa I leyniþjónustu hennar hátignar. Nicol Williamson leikur mann aö nafni Maurice Castle, sem er ósköp venjulegur starfsmaður I utanrikisráöuneytinu. Castle er kvæntur suöur-afriskri blökku- konu, Söru, og til þess aö hjálpa henni aö flýja heimaland sitt, afhendir hann Sovétrikjunum ýmis leyndarmál. 1 myndinni segir frá þvi er veriö er aö reyna aö komast fyrir leka bennan. Greene lætur bók sina gerast I útborg fyrir noröan Lundúni og fléttar inn I atburöarrásina hug- renningum um ákveöna þætti Englands, sem eru aö hverfa. En Preminger er ekki hræddur við aö takast á hendur slika mynd: „Ég get gert jafn góöa eöa jafn slæma enska mynd og hver annar Bandarlkjamaður. Ef ég héldi aö myndin væri svo ensk, legöi ég ekki út I þaö. En hún er meira en ensk. Þetta er saga um ást milli hvits manns og svartrar konu, saga um for- dóma fólks. Ég held að þaö eigi við hvar sem er I heiminum.” Preminger er stundum kallaöur „Skrýmsliö Otto” en hann segist ekki skilja af hverju. Þaö sé aöeins tvennt, sem fái hann til að reiöast, ef fólk kemur of seint til upptöku og ef þaö kann ekki hlutverkiö. Þaö kom lika einu sinni fyrir, aö Williamson hrasaöi á textanum. Preminger öskraöi aö sjálf- sögöu á hann, en Williamson Nicol Williamson og Otto Preminger viö töku myndarinnar The Human Factor. Otto Preminger kvikmyndar skáldsögu THE HUMAN FA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.