Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 15
Föstudagur 31. ágúst 1979 15 „Raufarhafnarbúar al- mennilegheitafólk” - segir Kolbrún Jónsdóttir hótelstýra Norðurljóssins Sú sem lagöi okkur til Helgar- réttinn að þessu sinni heitir Kolbrún Jónsdóttir og er hótel- stýra Norðurljóssins á Raufar- höfn. Við ræddum stuttlega við Kolbrúnu og báðum hana fyrst að segja okkur svolitiö um hóteliö sem hún stýrir: „Upphaflega er húsið verbúð, ■ sem sennilega var reist á sildar- árunum frægu. Það var Svavar heitinn i Hábæ sem átti það og keypti Guðjón Styrkársson, nú- verandi eigandi Noröurljóssins, það af hónum. Hótelreksturinn byggist mest á útlendingum og er starfræktur á timabilinu 1. júli og út ágústmánuð. Vegna þess hve siðasti vetur var langur fórum við þó seinnaaf stað • i ár. Margir útlendinganna koma hérár eftir ár og hefur t.d. hópur Frakka verið hér á hverju sumri siðastliðin 7 ár. Einnig koma hingað Englendingar, Danir, Amerikanir, Austurrikismenn, italir, — ég gæti haldið áfram endalaust. En þeir koma náttúr- lega ekki bara til þess að vera á hótelinu, laxveiði og islensk náttúrufegurð laöar þá mest hingað. Og hér er alltaf fullt að gera”. — Er hótelið þá alveg lokaö á veturna? ,,Já, og þaö er ekki vel séð af staðarmönnum. Hér á Raufar- höfn eru miklar framkvæmdir i gangi og staðurinn i örum vexti. Margir aðkomumenn vinna hér við gatnagerð, hér er hópur Sel- fyssinga að smiða blokk og fleiri framkvæmdir eru i gangi. Og þaö er auðvitað slæmt að Norðurljósið skuli vera opið svona stutt, þvi það er eini greiðasölustaðurinn hér og menn vantar húsaskjól. Og nú er verið að leita að manneskju sem getur tekið að sér staðinn i september til að bæta úr neyö- inni, þvi ég hætti nú um mánaða- mótin”. — Hefur þér likað vel i þessu starfi Kolbrún? ,,Já, svo sannarlega, hér er mjög ánægjulegt að starfa og Raufar- hafnarbúar eru almennilegheita- fólk”. -pp. „...þurfum aldrei að láta vélar biða”, segir Gunnar Sigurðsson flug- \ vallarstjóri. þannig að tvær hreyfingar þýða flugtak og lendingu.” — Kemur það einhvern tima fyrir að þið þurfið aö „stakka upp” einsog það er kallað? „Nei, aldrei, við þurfum aldrei að láta vélar biða, hvorki á jörðu eða i lofti. Þó það séu 100 hreyf- ingar á dag, þá dreifast þær á langan tima þeas frá kl. 7 að morgni til 11 aö kvöldi, þannig að við erum alveg lausir við þetta vandamál sem svö margir Islendingar hafa kynnst á ferðum sinum erlendis,aðþurfaað biða i lengri tima eftir að geta lent eöa farið á loft.” — Geturðu sagt okkur hve margir starfa við flugið á Reykjarvikurflugvelli? ,,Ég heí nú ekki nákvæma tölu um þá hjá mér þessa stundina, en þeir eru varla færri en 250-300.” -PP Innanlandsflugið yfirgnæfandi Rey kjavikurf lugvöilur mun vera einn af fáum flugvöllum i heiminum sem eru I hjarta stór- borgar. Og heyrast oft óánægju- raddir sem vilja fá þvi breytt. Til þe ss að forvitnast um framtið vallarins og sitthvað fleira sem honum viðkemur hafði Helgar- pósturinn samband við Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóra. „Ja, hvað okkur á flugmáia- stjórn snertir, þá er framtið flug- vallarins á þessum stað ekki lengur til umræðu. Það er búið að taka hann inn i aðalskipulag borgarinnar og þar er gert ráð fyrir honum hér og við litum þvi svo á að framtið hans sé örugg antk. til aldamóta.” — Hvernig er umferðinni hátt- að á vellinum? „Innanlandsflugið er yfirgnæf- andi, svo er nokkuð um erlendar einkaflugvélar, og flugkennslan er einnig stór þáttur. Ætli skipt- ingin sé ekki svona almennt séð þannig að um 50% umferðar er farþegaflug innanlands, milli- landaflugið 10-15% og afgangur- inn einkaflug og flugkennsla. Tiðni flugtaka og lendinga er breytileg eftir árstimum. A sumrin geturhún komist upp i 200 flugtökoglendingar á dag, þegar mest er. En meðaltalið er svona 90-100 flugtök og lendingar á dag. Við tölum i þessu sambandi um „hreyfingar (e. movements)”, Misjöfn reynsla af nýju reglunum Nú er nokkuð urn liðið frá þvi breytingarnar voru gerðar á opn- unartima vei tinga húsa. Mis- jafnar skoðanir eru uppi um ágæti þeirra, flestir eru ánægðir, en þó eru þeir einnig margir sem kvarta yfir þvi að nú séu þessir staðir alveg dauðir framyfir mið- nætti og að timinn sem fólk eyöir á þeim hafi styst. Helgarpóstur- inn hafði samband við nokkur veitingahiis i höfuðborginni og leitaði álits þeirra á ágæti breyt- inganna. Jafnari traffik Breytingarnar hafa lagst mjög veliokkur, sagöi Stefán A. Magn- ússoná óðali. Að visu kemur fólk seinna á staðinn, en það er jafn- ari traffik. Og fólkið virðist nú flakka meira á milli skemmti- staðanna. Éghef talað við nokkra leigubilstjóra um þetta og þeir eru mjöghressiryfir þessu, —-nú eru þeir lausir við stressið sem áður rikti. — Á hvaða tima kvölds fer fólk nú að streyma á staðina? Það fer nú eftir þvi hvar við er- um stödd i mánuðinum, en i flest- um tilvikum svona hálf tólf — tólf. Sem er skiljanlegt. Tökum dæmi um verslunarmann á föstudegi: Búðin lokar kl. 7 og þaö tekur hann svona 20 minútur að ganga frá. Siöan fer hann heim, borðar, þvær af sér svitann eftir daginn, klæðir sig, og þá er klukkan hálf niu. Þá fer hann að hitta kunn- ingjana og þegar hann kemur þangaðer klukkan farin að ganga tiu. Maðurinn er kannski með flösku á sér, — og ef þetta væri nú samkvæmt gamla kerfinu, þá veit hann að ef hann ætlar aö komast inn á einhvern skemmtistað verður hann að vera kominn þangað fyrir 10. Og hvað gerir hann þá. Hann fer að þamba og þambar mikið. Kemur svo ofur- ölvi á skemmtistaðinn. En núna er þetta miklu afslappaðra, fólk hefur rýmri tima til að búa sig á ball, — enda kemur það áber- andi minna ölvað á staöina en áð- ur. — Hefur salan aukist eða minnkað eftir breytingarnar? Ég myndi segja, að hún hafi frekar aukist en hitt. Þessar breytingar eru ánægjulegar fyrir alla aðila og bara byrjunin á þvi sem koma skal, — aðhafaopið til fimm. Fagna breytingunum Málið er það i sambandi við breyttan opnunartima, að salan hefur ekki batnað, sagði Óli Lauf- dali Hollywood. Það er opið leng- ur, en fólkið kemur klukkutima seinna en áöur. Og verslunin er ekki meiri, nema siður væri. Föstudags-og laugardagskvöldin koma verr út nú en aðrir dagar vikunnar koma vel út. En ég fagna þessum breytingum, ekki fyrir húsin, heldur fyrir fólkið, —■ og þaö er nr. 1, 2 og 3. Mér virðist fólk ekki vilja fara út aö skemmta sér fyrr en seint að kvöldi. Það vill sitja heima og horfa á sjónvarpið fram eftir kvöldi, ognú getur það horft dag- skrána út. Og það vill drekka meira heima hjá sér, sem er skiljanlegt, áfengi er svo dýrt. Þessar breytingar eru til góðs, sérstaklega afnám hálf tólf-regl- unnar, sem var út i hött og olli miklum leiðindum á hverju kvöldi. Tvö part! fremur en eitt Upphaflega lögðust breyting- arnar illa I mig frá viöskiptalegu sjónarmiði, sagði Konráð Gisla- son á Hótel Sögu, og það hefur reynst rétt. Hvaö gestina snertir, þá verða þeir að svara þvi, hvort þetta kemur þeim betur eða verr. En fyrir okkur er þetta hrein og bein útgjaldaaukning. Fólkið kemur seinna dvelur skemur á staðnum og verslar minna. Þaö væri gaman að kanna það, hvort þessi svokölluðu heimaparti, séu ekki orðin tvö i staöinn fyrir eitt áður — þ.e. eitt fyrir ball og eitt eftir. Það má vel vera að breyting- arnar komi betur út fyrir diskó- tekin, en fyrir þá sem stunda lik- an rekstur og við á Sögu, eru þær til hins verra. Breytist meðhaustinu „Nýjabrumið er nú ekki enn farið af þessu og þvi kannski full- snemmt aö segja til um hvaða af- leiðingar breytingarnar hafa haft i för meö sér, sagði ómar Halls- son i Þórscafé. Siöustu helgar hefur t.d. alltaf verið fullt um 11-leytiö. Og þetta kemur til meö að breytast aftur meö haustinu, þegar okkar fastagestir, hjóna- fólkiö, kemur i bæinn, en i sumar hafa gestir okkar verið meira ungt fólk”. — Hvaö segir þú um afnám hálf tólf-reglunnar? „Viö höfum alltaf verið á móti öllum höftum og þetta er óneitan- lega betra fyrir gestina. En við lokum bara húsinu þegar þaö er oröið fullt, sama hvað klukkan er. Eftir breytingarnar hafa verið biðraöir upp i Nóatún, vegna þess hve staöurinn er vinsæll og fljótur að fyllast.ogað fólk heldurað það geti komið hvenær sem er og komist inn, en reyndin hefur bara veriö önnur a.m.k. hjá okkur. Við höfum lika tekið eftir þvi aö breytingarnar hafa aukið heima- drykkjuna, það er ölvaðra þegar það kemur nú en áður”. — Hefur þá salan minnkaö hjá ykkur? „Ja, hún stendur i stað. En við verðum náttúrlega að taka það með i reikninginn aö júli- og ágústmánuðir eru dauðasti tim- inn i veitingahúsalifinu, þannig að þeir segja ekki alla söguna. Þetta á aflt eftir aö koma i ljós i vetur. Og ég hef þá trú að þetta eigi eftir að koma m jög vel út eft- iraðfólk hefuráttað sig á þessu”. —PP Unglingaklúbburinn í Tónabæ á morgun Unglingaklúbburinn mun halda sitt fyrsta ball I Tónabæ á morgun, 1. september. Inngangsverö fyrir meölimi klúbbsins veröur kr. 1000, en kr. 1500 fyrir utanklúbbsmenn. Fyrir þá sem hafa hug á aö gerast meölimir Unglingaklúbbsins má geta þess aö forsvarsmenn hans munu veröa I Austurstræti I kvöld aö selja skirteini. Þaö mun kosta 1500 krónur og veitir afslátt á þeim 8 dansleikjum sem klúbburinn mun halda I Tónabæ framtil ára- móta. Hugsanlega veröur Ungiingaklúbburinn meö einhverja starfsemi I miöri viku I Tónabæ i vetur, ef áhugi er fyrir hendi, og veröur hún þá eingöngu ætluö meölimum. — pp VEITINGAHUSID I DO'O Máiu' ''tmteiðöv' 'ij ki t^OO Bo*6íp»olír.<. trp kl • tfe 00 SIMI 86220 Ok«u> »*tl t'l ■ •Btlttl tillíiauin boiftuM bl ?0 30 Spi»til»Ön«óu' 'Matur framreiddur frá kl. 19.00. Boröapantanir frá kl. 16.00 StMI 86220 Askiljum okkur rétt til aö ráöstafa fráteknum boröum eftir kl. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld Opiö föstudags- kvöld til kl. 3. laugardags- Spariklæönaður

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.