Helgarpósturinn - 31.08.1979, Page 17

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Page 17
17 --he/garposturínru Föstudagur 31. ágúst 1979 Vaka hálfsmánaðar- lega á vetrardagskrá Vaka, sá gamalreyndi þáttur sjónvarpsins um bókmenntir og list- ir á liðandi stund, fer væntanlega af stað nii i septembermánuði á nýjan leik. Að sögn Þráins Bertelssonar sem stjórna mun upptökum á þættinum er ekki ráðgert að einn fastur umsjónarmaður veröi I Vöku i vetur heldur verði leitað til manna eftir þvi sem efni standa til. Vaka verður hálfsmánaðarlega og hálf klukkustund i hvert skipti, að þvi er gert er ráö fyrir. ,,Að öðru leyti er fátt fastákveðið með þáttinn og efni hans, en mér skilst að i ráði sé að leggja frekar áherslu á umfjöllun um efni en byggja hann minna upp á sýnishorn- um af þvi sem er að gerast”. — AÞ. SJÓNVARPSKVIK- MYND GERÐ UM RAGNAR í SMÁRA í bigerð er að sjónvarpið geri kvikmynd um lif og starf Ragnars Jónssonar i Smára, Gerð handrits er nú á lokastigi og annast Gylfi Gislason samningu þess, en Þrá- inn Bertelsson mun stjórna gerð myndarinnar. „Þegar handritið er fullbúið vonumst við til að get- a byrjað á kvikmynd um þennan makaiausa mann I islensku menningarlifi,” sagði Þráinn i samtali við Helgarpóstinn. „Það er eiginlega sama hvert litið er i menningarmálum okkar, — alls staðar eru hlutir sem rekja má til Ragnars. Ef spurt er. um hvaö myndin á að vera yrði þvi auð- veidara að svara um hvað hún ætti ekki að vera”. — AÞ. Zukofsky í Hamra í kvöld 1* ,,... fallegt land og ég á hér marga góða vini,” segir fiðlusnillingurinn Poul Zukofsky. — HP-mynd Friðþjófur. Alisérstæðir hijómleikar verða i kvöld kl. 20.30 i hátiöarsal Menntaskólans við Hamrahliö. Þar kemur fram 63 manna hljómsveit ungs fólks frá Islandi, Finnlandi Danmörku, Sviþjóð og Englandi, undir stjórn hins heimsfræga fiðluleikara Paul Zukofkys, en hljómleikarnir eru lokahluti námskeiðs i hljómsveitarleik og 20. aldar- tónlist, sem Tónlistarskólinn I Reykjavik stóð fyrir og Zukofsky kenndi á. Flutt verða tvö verk eftir Stravinski, Pulcinella svitan og oktett fyrir blásara Arstiðirn- ar eftir John Cage og Matthias málari eftir Hindemith og er það stærsta verk hljóm leikanna, sinfónia i þremur þáttum. Helgarpósturinn leit inná æfingu hópsins fyrir nokkrum dögum og spjallaöi stuttlega við Zukofsky. — Hvernig líkar þér á Islandi? „Vel við það sem ég þekki til. Þegar ég er hér þá fer mesti hluti dvalarinnar i æfingar. En þetta er fallegt land og ég á hér marga góða vini.” „Tónlistarstarfsemi er hér ótrúlega mikil, og þá er ég að tala um alþjóðlegan mælikvarða, og hér eru margir góðir hljóðfæra- leikarar. Það mætti þó gera enn betur, ef lögð væri meiri áhersla á aö þjálfa fólk i hljómsveitarleik með samskonar námskeiðum og ég er með hér, — og þaö myndi gera Sinfóniuna ykkra sjálf- stæðari.” Með þessum oröum sneri Zukofsky sér aftur að æfingunum. En það má geta þess, fyrir þá sem þekkja ekki til Zukofskys, að hann er nú talinn i hópi fremstu fiðlara nútimatónlistar, en er i siauknum mæli að hasla sér völl sem hljómsveitarstjórnandi. Og það hefur þegar veriö gengið frá þvi að hann taki að sér stjórn Sinfóníuhljómsveitar Islands I mars á næsta ári. Paul Zukofsky mun einnig koma hér fram sem einleikari á Listahátiðinni næsta sumar. Hljómleikarnir i kvöld verða þeir einu sem hópurinn heldur, en að ári stendur til að hafa annað námskeið — það fjórða sem Zukofsky kennir hér — og þá er von á þvi að hornleikarinn Ib Lamsky-Otto verði meökennari Zukofskys. — PP Háskólabió og Laugarásbió hrfa nýiega fest kaup á fjölda nýrra mynda, sem Reykvikingar berijaaugumeitthvað fram eftir vetri. Hjá Háskólabiói skal fyrsta telja verðlaunamyndina frá sið- ustu kvikmyndahátiðinni i Cann- es, Days of Heaven.sem leikstýrð er af Terrence Malick. I aðalhlut- verkum i þeirri mynd eru Rich- ard Gere og Brooke Adams. Ný mynd sem hinn góðkunni Jack Nicholson leikstýrir og fer með aðalhlutverkið i verður einnig tekin til sýningar. Heitir sú Going Southog er vestri. Hún hefur hlot- ið lof hjá erlendum gagnrýnend- um. Allir muna eftir Love Story og þeim fögru tárum sem þar var úthellt. 1 vetur verður tækifærið til þess að taka vasaklútana upp að nýju, þvi von er á fram- haldinu, Oliver’s Story.sem leik- stýrð er af John Korty. The Warriors heitir mynd eftir leik- stjórann Walter Hill. Mynd þessi hefur verið töluvert umdeild, og m.a. verið bönnúð i Sviþjóð. Þar segir frá hóp af götustrákum sem Væntanlegar myndir í Laugarásbíó og Háskólabíó: Mislitt fé lenda i slagsmálum við aöra götustráka. Cheech og Chong heita tveir hippagárungar I Ame- riku, sem leika aðalhlutverkin I nýrri mynd, sem heitir Up in smoke. Þar segir frá ævintýrum þeirra þegar þeir reyna að kom- ast undan löggunni, sem hundelt- ir fyrir að reykja „gras”. Hvað svo sem má segja um mynd þessa, þá þykir hún vist býsna fyndin. The Lady Vanishes heitir mynd, sem gerð er af leikstjóran- um Anthony Page, með Elliot Gould og Cybil Shepherd i helstu hlutverkunum. Þetta er endur- gerð af mynd, sem meistari Hitchcock gerði fyrir einum 40 árum. Dean-Paul Martin og Ali McGraw leika i mynd, sem nefnist Players. Leikstjóri myndar þeirrar, sem fjallar um tennis, er Anthony Harvey. Ofurhuginn Clint Eastwood verður lika með eina mynd, The Escape from Alcatraz, sem væntanlega fjallar um strokufanga frá þessari frægu fangaeyju. Allar ofantaldar kvik- myndir eru bandariskar, en það eru þó ekki alveg allar væntan- legar myndir i Háskólabiói það- an. Væntanlegar eru lika tvær ástralskar myndir. önnur þeirra heitir Newsfront.og er leikstýrð af Philip Noyce. Þar segir frá siö- asta skeiöi fréttakvikmyndanna, áður en sjónvarpið gekk af þeim dauðum. Þetta þykir einhver pólitiskasta kvikmynd sem hefur komið frá Ástraliu og jafnframt með þeim bestu. Hin ástralska myndin heitir Don’s Party og er um menntamenn, sem drekka sig fulla á kosninganótt, eftir aö Verkamannaflokkurinn hefur tapað kosningum. Leikstjóri er Bruce Beresford. Af væntanlegum mánudags- myndum Háskólabiós má nefna tvær sænskar myndir, Mönnum er ekki hægt að nauðga.og Vand- ering i solen. Þá er væntanleg verðlaunamyndin frá Cannes 1978, „Klossatréð” eftir Ermanno Olmi. Ein spænsk mynd er vænt- anleg, Las Truchas (silungarnir), en sú mynd hefur vakið mjög mikla athygli. Að lokum má telja eina vitleysumynd með franska „gamanleikaranum” Louis De Funes. Myndin heitir La Zizanie. Leíkstjóri er Claude Zidi. Peter Sellers hefur nú komið sér á bak við myndavélina eins og svo margir aðrir leikarar. Mynd hansheitir Theprisoner of Zenda. og að sjálfsögðu leikur hann lika helsta hlutverkið. Þessi mynd er ein af þeim sem Laugarásbió hef- ur fest kaup á. Eins og Háskóla- bió, verður Laugarásbió með SKEMMTIFERÐ A VIGVÖLLINN Svartir og hvitir (Noirs et blancs en couleurs). Frönsk. Árgerö 1977. Handrit: Jean-Jacques Annaud og Georgs Conchon. Leikendur: Jean Carmet, Jacq- ues Dufilho, Jacques Spiesser, Dora Doll, Catherine Rouvel, Maurice Barrier. Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud. Vestur-Afrika árið 1915. Frakk- ar og Þjóðverjar lifa saman i sátt og samlyndi eigi all fjarri hvor öðrum. Það sem skilur á milli þeirra er litil lækjarspræna. A sama tima eiga löndin i striði heima i Evrópu og það sem skilur þar á milli þeirra, er Rinarfljótiö. Fréttir eru lengi að berast á milli heimsálfanna, en allt I einu standa menn frammi fyrir þvi, að Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson Cr frönsku myndinni Svartir og hvltir. næstu nágrannar þeirra, og að einhverju leyti vinir, eru orðnir ó- vinir. Frakkarnir æsa hvern annan upp i þjóðarrembingnum svo þeir geti horft framhjá fáránleika striösins, sem þeir ætla aö heyja við nágranna sina. Þetta strið er kannski lika ágæt afþreying fyrir þá. Það sést best á þvi, aö þegar haldið er til fyrstu árásarinnar eftir að hafa þjálfaö til mála- mynda nokkra innfædda, þá fer öll nýlendan með. Þetta veröur skemmtiferð á vigvöllinn, boröum slegið upp og kjöt steikt yfir eldi. Þetta er eitt af mörgum dæmum um það hve þetta strið er fáránlegt. Eins og aörir nýlenduherrar, eru Frakkar með sina presta, sem reyna með misjöfnum ár- angri að troða trú sinni i inn- fædda. Viö sjáum einn helsta að- stoðarmann þeirra og túlk tilbiðja sinn guð, þar til hann heyrir þá koma. Er hann þá fljótur að pakka saman og taka upp kross- inn. Eins og aðrir góðir fyrir- menn, láta prestarnir bera sig á stólum og dásama söng svert- ingjanna sem bera þá. Þeir bara skilja það ekki, að með söng sin- um eru hinir innfæddu að gera stólpagrín að þeim. Persónusköpun i myndinni er mjög góð og oft dregið fram hið skoplega i fari manna, sem þó hefur alvarlegan undirtón. Leik- arar standa sig mjög vel, og þá einkum Jean Carmet I hlutverki liðþjálfans og Jacques Spiesser i hlutverki unga menntamanns- ins, sem tekur að sér að stjórna aögeröum gegn Þjóðverjum. Þegar striöinu er lokið fellur allt i ljúfa löð milli vinanna og þeir halda veislu saman. framhaldsmynd. Það er More American Graffiti, sem að þessu sinni er leikstýrð af B.W.L. Nor- ton. Meö helstu hlutverk fara Candy Clark, Bo Hopkins, og að ógleymdri islensku stúlkunni önnu Björnsdóttur. Fast Charlie heitir mótorhjólamynd með David Carradine og Brendu Vaccaro. Leikstjóri er Steve Carver. Enn önnur framhalds- mynd er Mission Gaiactica: The Cylon Attucken hún er framhald af Vigstirninu, sem sýnd var hér I vetur. Leikstjórar að þessari mynd eru þeir Vince Edwards og Christian I. Nyby. Leikritið A sama tima að ári, sem Þjóöleik- húsið hefur sýnt við mikla að- sókn, hefur verið kvikmyndað af leikstjóranum Robert Milligan. Laugarásbió mun sýna þessa mynd I vetur og i aðalhlutverkun- um eru Ellen Burstyn og Alan Alda. John Badham, sá sem leik- stýrði Laugardagskvöldsfárinu, hefur lokið við nýja mynd. Við fyrstu sýn viröist sú mynd eiga fremur fátt sameiginlegt við diskómyndina. Þetta er mynd um frægasta greifa allra tima sjálfan Dracula. Með aðal- hlutverk i yndinni fara Frank Langella, Laurence Olivi- er og Donald Pleasence. Syl- vester Stallone er enn á ferðinni i nýrri mynd sem hann leik- stýrirsjálfur, Paradisc Alley.þar sem hann leikur glimukappa. The Wiz heitir ný mynd leik- stjórans Sidney Lumet. Diana Ross, Michael Jackson og Rich- ars Pryor leika aðalhlutverkin. Aðdáendur John Travolta geta nú loksins andaö léttar, þvi vænt- anleg er myndin Moment by Moment, þar sem hann leikur á móti Lily Tomlin undir stjórn Jane Wagner. Hamfaramyndirn- ar um flugvélar og flugvelli eru enn ekki dauöar úr öllum æöum. Nú er það hin hljóðfráa Concorde, sem lendir i ævintýrum i The Concore-Airport 79. Sá sem stjórnar þeim hildarleik heitir David Lowell Rich. Helstu hlut- verk eru i höndum Alain Delon, Susan Blakely og Silviu „Emma- nuelle” Kristel. Að lokum skal geta myndarinn- ar National Lampoons Animal Housemeð John Belushi og Tim Matheson. Leikstjóri er John Landis. —GB.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.