Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 11
11 __helgarpOSturínrL. Föstudagur 31. ágúst 1979 Menningin í mannlífinu Við Hafnarstræti. Kirkjuturnarnir i vestri og suöurhliö Grundarverslunar (Verslunin Eyjafjörður) sjávarmegin götunnar. HP-mynd Hallgrimur Tryggvason. Veöráttan hefur veriö heldur grámygluleg hér á Noröurlandi siöustu dagana, eilifar þokur og rigningarsuddi. Þá sjaldan aö sólin gægist fram úr skýjunum er hún feimin og uppburöarlitil eins og ung stulka sem skammast sin fyrir það hve mjög hún hafi vanrækt unnusta sinn. Raunar erþaö mál manna aö hér sé um aö ræöa einhvern öfuguggahátt i náttúrunni aö ræða. Eitt er vist aö fremur hefur þetta veöurfar þótt dæmi- gert fyrir sumrin sunnan heiöa en noröan. Og eins og veöriö er grá- myglulegt viröist sama grá- myglan vera rikjandi i mannlif- inu. Fólk gengur um i Miö- bænum og skoðar i búöarglugg- ana. Sumir kaupa lika hin og þessilifsins gæöi með afborgun- um. Þaö er jú um að gera aö skulda sem allra mest i verö- bólgunni sem allir kvarta undan en enginn vill vera án. Og um helgar fara menn i Sjallann svona af gömlum vana, drekka frá sér vitið aö landssiö og hlusta ányjustu slúöursögurnar úr bæjarlifinu. Hér hefur ekki ennþá verið tekinn upp hinn nýi háttur á opnunartima skemmti- staða sem tiökast hefur i Reykjavik um nokkra hriö. Svo virðist sem menn biöi þess aö sjá hvernig nybreytnin reynist „fyrir sunnan”. „Fyrir sunnan”. Þessi klisja heyrist oft úr munni þeirra sem á landsbyggðinni búa. en með landsbyggöinni er átt viö allt þaðsvæöi sem ekki telst til hins svokallaöa Höfuöborgarsvæöis. Einn ágætur prestur gekk jafn- vel svo langt i umræöuþætti i Sjónvarpinu nýlega aö tala um „okkur hér i þéttbýlinu”, og átti þá aö sjálfsögöu viö ibúa höfuö- borgarsvæöisins, en með þanmg oröalagi aöætla mætti að ekkert annaö þéttbýli væri til á öllu tslandi. Minnimáttarkennd landsbyggöarfólks gagnvart Reykjavik hefur verið snar þáttur i þjóölifi Islendinga undanfarna áratugi og er þaö enn. Hennar hefur e.t.v. ekki gætt eins hér á Akureyri og viöa annars staöar, en vist er aö einnig hér er hún til staðar. Oft er sagt aö Akureyringar gumi mjög af þvi hvaöan þeir séu af landinu, og i Reykjavik er oft kvartaö yfir yfirgangi þeirra á skemmtistööum, en ekki er örgrannt um aö Reykvikingar hafi tilhneigingu til hins sama er þeir koma noröur til aö skemmta sér. Útungunarstöð hæfileikamanna Verklegar framkvæmdir hafa veriö miklar á Akureyri hin siö- ari ár og bærinn hefur teygt úr sér. Þensla hefur verið mikil i efnahagslifi bæjarbúa og hér hefur þótt eftirsótt aö setjast aö vegna þess hve atvinna heiúr veriö mikil og stöðug. En hinni efnalegu þenslu hefur því miöur ekki fylgt samsvarandi þensla i menningarlegu tilliti. Þaö er allt of rikjandi tilhneiging meöal Akureyringa aö alla menningu þurfi helst aö sækja suöur til Reykjavikur. hvort sem um er aö ræöa leiksýn- ingar, hljómleika eöa mynd- listarsýningar. Aö visu er þetta ástand aö sumu leyti þeirri til- hneigingu stjórnvalda aö kenna að gera veröi Reykjavik aö einustu menningarmiöstöö þjóö- arinnar, en einnig er hér um aö kenna tómlæ.ti hins almenna bæjarbúa aö ekki sé nú talaö um bæjaryfirvöld eða þingmenn. Allir vita hvernig fór meö Al- þýöuleikhús og hverjum er ekki i fersku minni þegar heimsku- legar innbyrðisdeilur höföu næstum riöiö Leikfélaginu aö fullu, einasta atvinnuleikhúsinu utan Reykjavikur. Hlutverk Akureyrar i menningarllfi landsmannahefur þvi miöur allt of lengi veriö. þaö aö vera eins- konar útungunarstöö hæfileika- manna handa þeim fyrir sunnan. Akureyrihefur oft veriönefnd skólabær og sjálfsagt hefur nokkuö veriö til i þvi fyrir svo sem tuttugu til þrjátiu árum, en þarerum viö þvi miður aö missa af lestinni ef ekkert veröur aö gert. Akureyringar hafa horft á þaö eins og hvern annan s jálf- sagðan hlut aö einni mennta- stofnunninni eftir aöra hefur veriö valinn staöur i Reykjavik eða næsta nágrenni hennar. Má i þvi sambandi nefna Tækni- skólann, Kennaraháskólann, Hjúkrunarskólann o.fl. Margt er þaö sem mælir meö þvi aö Akureyri veröi gerö aö alhliöa skólamiöstöö fyrir landið allt, en þó að sjálfsögöu fyrst og fremst fyrir Noröur og Austur- land. Bærinn liggur tiltölulega miösvæðis, fegurö hans er óviö- jafnanleg og loftslag stööugt. Siöast en ekki sist er streita sú og hraöi sem svo mjög einkenna lifiö i Reykjavik ekki svo áber- andi hér, og ekki er það jafn- margt sem glepur frá námi hér, án þess þó aö bærinn sé leiðin- legur. Hitt hefi ég islenska námsmenn i Frakklandi sem flúðu frá Paris vegna þess hve mikið var þarum aö vera af öllu tagi, og fluttu út á land til þess aö hafa tima til að stunda nám sitt. Sá kostur fylgir alltaf æöri menntastofnunum aöi kringum þær skapast alltaf margskonar menningarstarfsemi sem allir ibúar viökomandi staöar njóta á einn eöa annan hátt góös af. Æöri menntastofnanir á Akur- eyri heföu ekki aöeins áhrif á menningarlif bæjarins sjálfs heldur alls fjóröungsins og jafnvel allrar hinnar svokölluöu landsbyggöar. Meðal þeirra æðri skóla sem hugsanlega gætu tekiö til starfa á Akureyri mætti nefna Tækni- skóla tslands sem starfaö gæti i náinni samvinnu viö hinn blóm- lega iðnað i bænum, Kennara- háskóla, þar sem einnig mætti hugs sér iþróttakennslu með sérstöku tilliti til vetrariþrótta, og einnig mætti hugsa sér margskyns sumamámskeiö, aö ógleymdum Háskóla Sameinuöu þjóöanna, en ætla má aö deild su sem fyrirhugað er aö starf- rækja úr honum hérlendis starfi einkum á sumrin, og vart er hægt aö hugsa sér betri stað fyr- ir slika sumarskóla á Islandi en Akureyri. Ráðgert er aö Sinfóniuhljóm- sveit Islands leiki hér I bæ nú i september. Hljómleikar hennar fara fram I hinni svonefndu tþróttaskemmu sem upphaflega var reist sem bráöabirgöahús- næöi en eins liklegt er aö notast veröi viö þetta bráöabirgöahús- næði næsta mannsaldurinn. Aö visu er veriö aö reisa hér nýtt íþróttahús sem einnig mun vera hannaö sem sýninga- og hljóm- leikahöll, en þvi miður gengur bygging þessa húss fremur hægt vegna fjárskorts. Hentugt og rúmgott húsnæöi er aö sjálf- sögðu eitt af frumskilyröum blómlegrar menningarstarf- semi, en aö sjálfsögöu má ekki gleyma hinu raunverulega inn- taki allrar sannrar menningar i byggingargleðinni. Oft hafa ómetanleg menningarverðmæti oröið til viö mjög þröngan kost. I menningarmálum hlýtur hlutverk valdhafans fyrst og fremst aö vera aö styöja viö bakiö á hinni frjálsu menn- ingarstarfsemi og ekki hvaö sist að stuöla aö dreifingu hinnar skapandi listar. En öll slik viö- leitni er til einskis ef almenn- ingur fylgir ekki eftir. Þvi miö- ur hefur allt of mikiö tómlæti rikt um þessi mál, ekki aðeins hér á Akureyri, heldur viöast hvar á þessu landi. Hvers viröi er þaö aö eiga lúxusvillu og fin- an ameriskan bil ef hina sönnu lífsuppfyllingu vantar. Og þaö veröur aö teljast I hæsta máta vafasamt aö eitthvert samnorr- ænt Silfurtungl breyti hér nokkru um. R*fl ||| Frá Borgarbókasafninu Breyttir afgreidslutímar AÐALSAFN — ÚTLANSDEILD, Þing- holtsstræti 29a. Opið mánud. — föstud. kl. 9-21, laugar- daga 13-16 AÐALSAFN — LESTRARSALUR, Þing- holtsstræti 27. Opið mánud. — föstud. kl. 9-21, laugar- daga 9-18, sunnudaga 14-18. BÚSTAÐASAFN — ,Bústaðakirkju, Opið mánud. — föstud. kl. 9-21, laugar- daga 13-16. KójawjsliaiipstaÉur^) Frá Gnmnskólum Kópavogs Grunnskólarnir (barna- og gagnfræða- skólar) i Kópavogi verða settir með kenn- arafundum i skólunum kl. 10 fh. mánudag- inn 3. sept. Næstu dagar á eftir verða not- aðir til undirbúnings kennslustarfs. Nemendur eiga að koma i skólana föstu- daginn 7. seplt.sem hér segir: 7 ára bekkir 8 ára bekkir 9 ára bekkir 10 ára bekkir 11 ára bekkir 12 ára bekkir 13 ára bekkir 14 ára bekkir 15 ára bekkir (börn fædd 1972) (börn fædd 1971) (börnfædd 1970) (börn fædd 1969) (börn fædd 1968) (börn fædd 1967) (börn fædd 1966) (börn fædd 1965) (börnfædd 1964) Framhaldsdeildir og fornám kl. 15:00 kl. 14:00 kl. 13:00 kl. 11:00 kl. 10:00 kl. 9:00 kl. 14:00 kl. 11:00 kl. 10:00 kl. 9:00 Forskólabörn (fædd 1973, 6 ára) verða boðuð siðar simleiðis. KOMiD SJÁIO SANNFÆRIST ISHIDfl vogir erw til sýnis á Alþjóðlegu V örusýningunni KYNIUIÐ YÐUR VERO OG GÆOI Þegar viö VEGUM kostina, þa veróur svarió PLASTPOKAR O 82655 323 v - ISHIDA PlastflMt liF -'/x. PLASTPOKAR O 82655 PLASTPOKAVERKSMIÐJA 0DDS SIGURÐSSONAR GRENSASVEGI 7 REYKJAVIK BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • MERKIMIOAR OG VELAR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.