Helgarpósturinn - 31.08.1979, Side 7

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Side 7
--he/garpOStUrínrL. Föstudagur 31. ágúst 1979 7 NEYÐIN KENNIR NAKTRI KONU AÐ SYNDA Það værirangt að draga fjöður yfir þá staðreynd að Islendingar eru öðru visi en annað fólk. Þó hafa sumir reynt það. Halda því fram að allir séu eins, hverrar þjóðar sem þeir eru, amk. innst inni. En það þýðir ekki. Sérstaða íslendinga kemur til dæmis glögglega i ljós i afstöðu þeirra til nektar, og þá einkum til innbyrðis nektar hvors kyns fyrir sig, ef svo mætti segja, en sú af- staða er pent orðað frjálsleg, ef miðað er við ýmsar betri þjóðir. Þessi sannindi tók ég að hugleiöa á nýjan leik í júnimánuði á þessu ári, eftir margra ára hlé, og vit- undminvaknaðieinmitti laugun- um, þeas,sturtunum. Tvær saklausar erlendar prúð- búnar konur, móðir og dóttir, höfðu grandalausar ætlað að skola af sér áður en þær færu i laugina. Hryllingi þeirra verður varla lýst, þegar þær komu að sturtunum og sáu ekki annaö en bert kvenfólk upp um alla veggi. Get ekki imyndað mér að þeim hefði brugðið meira þótt þær hefðu villst inn i kallasturtuna. Svo lokuðu þær augunum og fóru undir sturtur i sundfötum. En sundlaugakonan, eins og við köll- uðum þær i gömlu daga, kom á vettvang og sagði „get off with them” eða eitthvað álika, og sýndi nánar með bendingum hvað við var átt. Aumingja konurnar voru á svipinn eins og þeim hefði verið hótað nauðgun og ætluöu einmitt að þverskallast eins og allir heiðarlegir kvenmenn hefðu gert við þær kringumstæður. Sú yngri hlýddi eftir tvær Itrekanir, enda kannski minna 1 húfi, og reyndi siðan að hylja sjúklegustu bletti með höndunum, eftir þvi sem við varð komið. Móðirin hlýddi hins vegar ekki fyrr en sundlaugakonan var orðin tals- vert reið, enda eiga mæður að vera dætrum sinum til fyrir- myndar. En það skrýtnasta var kannski að fleiri uröu reiðir en sundlauga- konan og tóku þetta atvik sem Helgi Sæmundsson — Hrafn Gurtnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Páll Heiðar Jónssonar — Steinunn Sigurðar dóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid 1 dag skrifar Steinunn Sigurðardóttir alvarlega móðgun við islenska nekt. Ein viöstödd sagði að það væri alveg furðulegur tepruskap- urinn á þessum útlendingum, þetta væri ekki fyrsta dæmið sem hún hefði séð af þessu tagi. önnur sagði með gifurlegri vanþókn- un: Og ekkert hér nema kven- fólk. (Eins og það kæmi málinu eitthvaðvið). Þaö siöastasem ég heyrði var illkvittin rödd: Skyldu þær ekki þvo sér i amrikunni? og hafði greinilega ekki heyrt um amríska komplexinn, itarleg böð oft á dag og ein tegund spreys fyrir hvern staö sem til næst. Þessi múgæsing gegn klæddum útlendingum i sturtu hlýtur lika að vekja mann til umhugsunar um hæfni íslendinga til viö- bragða, en þjóöin er sem kunnugt er betur þekkt fyrir ýmislegt ann- aðensterkaeiginleika á þvi sviöi. Fýrrgreindir atburöir I steypi- böðunum minntu mig einnig á erlenda blaðakonu sem kom til tslands fyrir nokkrum árum vegna einhvers stórviðburðar,en mál skipuðust þannig að hún beindi kröftum sinum einkum að ritun sundlaugaannála. Það sem einkum varð henni að yrkisefni var þessi yfirþyrmandi nekt i sturtunum. Þar væru sem sagt allir berir eins og ekkert væri, eins og þetta ætti bara að vera svona. En hún var nokkuð ánægð með ástandið, og jafnvel riflega það. Þvi miður verður það þó að segjast eins og er að venjulegir útlendingar geta ekki tekiö miö af þeim skrifum, eftir þvi sem ég frétti siðar,þvi þessi annálaritari mun vera nokkuð upp á kven- höndina. Þannig má segja, að ekki verði við öllu séð. Eftir talsverðar umþenkingar játa ég að mér finnst ranglátt og jafnvel hreinlega dónalegt að skipa fólki úr öllu. Og er þetta ekki skerðing á persónufrelsi? Ég sé ekki betur. Maður er bara orð- inn svo samdauna þessu sístemi i laugunum að maður er hættur að taka eftir þvi að mestu, og fóðrar svo allt meðþvi að burt skuli reka einhverjar háskalegar bakteríur sem leynast bak við sundföt. Staðreyndin er sú, að ef ég fengi að ráöa yröi kvæði vent i kross og fólki bannað að fara úr sundföt- unum. Undir öllum kringumstæð- um. Það er vissara. En sjálfsagt þyrfti lagabreytingu til að koma þvi i gegn. A meðan verður neyö- inaðkenna naktrikonu'aðsynda. Erum íluttir með allt okkar hafurtask! Núerumviðí Auðbrekku 53 Varmi Bilasprautun Auóbrekku 53. Sími 44250. Box180. Kopavogi. FUNA rafhitunarkatlar GOÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR Rafbitunarkatlar af öllum stærðum mpö og án noysluvatnsspírals. *Gott varð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftir-lits og raffangaprófana ríkisins. Eingöngu framleiööir með fullkomnasta öryggisutbunaði. FUNA OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454 SÖLUBÖRN Á föstudögum er afgreiðsla Helgarpóstsins opin frá kl. 9 f.h. Sölubörn eru hvött til að koma að Hverfisgötu 8-10, (við hliðina á Gamla bíói) ■ ±Bmo n PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODDS SIGURÐSSONAR GRENSASVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN * MERKIMtOAR OG VÉLAR LC 1500 Vogarþol 15 kg Vogarnákvosmni 5 g Model LC 1000 LC 1200 LC 1500 Vogarþol: 5 kg 12 kg 15 kg Vogarnakvæmm 2 g 5 g 5 g Stærð i palli 315x355 mm Vogarhaus Hreyfanlegur i baðar attu •SHion KYIVIralÐ YÐUR VERÐ OG GÆOI Þegar vió VEGUM kostina, þa veróur svarió ISHIDA rlnsliM lil' Q0 PLASTPOKAR ö 82655 PLASTPOKAR Q 82655

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.