Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 2
2 s?jSí*æí- Föstudagur 26. október 1979 hnlrjarpnciti irinn w<VSt. •*»£%»** .» 4«'** ann„ N\VVV v£V«* \ft vvo^ ^ vo^" vet^ ö tttW*v eV c>_ -63^SS«Sfe23£SS2tf& I, ; ts^sas^a^' •mmmsz ó\\o°' • ft sV»ta re^a * ' . / ' k* r Hefur ekki þak yfir höfuöiö — Ungi maöurinn fær hvergi inni þrátt fyrir ótal tilraunir. Engar ibúöir falar fyrir þá upphæö sem hann getur borgaö. Niöurstaöan veröur þvi sú, aö hann situr á gangstéttinni meö allt sitt innbú. NÝJU HÚSALEIGULÖG- IN ERU ÞVERBROTIN Þar að auglýsa oft Þaö hefur ekki fariö framhjá neinum, er les smáauglýsingar dagblaöanna, aö auglýsingar eru fjölmargar upp á hvern dag. Helgarpústurinn haföi sam- band viö auglýsingadeildir siödegisblaöanna tveggja, Visis og Dagblaösins. Var þar kannað hvernig fjöldahlutfalliö væri milli auglýsinganna „húsnæöi i boöi” og „húsnæöi óskast”. Á Dagblaöinu fengust þær upplýsingar, að siðastliöiö ár heföi eftirspurn eftir leiguhús- næöi veriö mun meira, en fram- 'boöiö. Væri hlutfalliö milli auglýsinga i flokknum „húsnæöi i boði” og „húsnæöi óskast” lik- legast nálægt 1 á móti 4. Þá sögöu viömælendur blaösins á auglýsingadeild Dagblaösins, aö allt aö 30-70 umsóknir bærust i ibúðir sem i boöi væru, en mjög algengt er að leigusalar láti leggja inn tilboö á afgreiöslu blaösins. Ollu minna viröist vera um, aö fólki gefist kostur á þvi aö hringja i leigusala og makka viö hann beint. Hin leiöin er, aö lyst- hafendur sendi skrifleg tilboð sin og leigusali velji siöan úr hópi umsækjenda, I ró og næöi. Starfsfólk auglýsingadeildar Visis haföi sömu sögu aö segja. Þó var hlutfalliö milii framboös og eftirspurnar leiguhúsnæöis, enn óhagstæöara þeim sem i hús- næöisleit eru. Gæti hlutfallið — þegar verst væri — oröið allt upp i 1 á móti 10. Það var samdóma álit auglýsingadeildanna, aö sá er væri i húsnæöisleit þyrfti yfirleitt aö auglýsa oftar en einu sinni áöur en hann næði i ibúö. Bætum ekki á listann Fyrir nokkrum árum voru ekki ófáar leigumiölanir starfandi hér i bæ. Nú hafa þær týnt tölunni og eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst, er aðeins ein slik starfandi núna. Það er Leigu- miölunin, Mjóluhliö 2. Helgar- pósturinn náöi tali af starfsmanni leigumiölunarinnar, Val Magnús- syni. Hann haföi þetta aö segja: „Þaö gengur brösuglega aö útvega Ibúðir fyrir fólk. Viö höfum ekki tekiö fólk á okkar lista 1 þessari blokk viö Hátúniö eru einungis leiguibúöir, einar 50 talsins. Jón Fannberg eigandi hússins, leigir þær út eftir „sinum reglum”. undanfarna tvo mánuði. Listinn hjá okkur var orðinn þaö langur, aö okkur þótti sýnt að litlum til- gangi þjónaöi aö bæta á hann. Þaö eru um þaö bil 25 manns á skrá hjá okkur núna, sem bíöa eftir að leiguhúsnæöi losni,” sagöi Valur Magnússon. Tiu þúsund krónur kostar aö komast á skrá hjá leigumiölun- inni og fær fólk þessa peninga endurgreidda, ef miöluninni tekst ekki að útvega þvi húsnæði Jón frá Pálmholti er formaöur Leigjendasamtakanna, en þau samtök voru stofnuö ekki alls fyrir löngu og er hagsmunafélag leigjenda. „Ástandiö i húsnæöismálum leigjenda er mjög slæmt um þessar mundir og er búiö aö vera þaö alllengi. Þaö eru alls staöar langir biölistar af fólki sem leitar leiguhúsnæðis,” sagði Jón. Á götunni? En hvar skyldi þaö fólk, sem er húsnæöislaust, ala manninn. Jón var beðinn um svör viö þvi. „Ég veit þaö ekki gjörla,” svaraöi Jón frá Pálmholti. „Sumt af þessu fólki býr inni hjá ættingj- um og vinum og dvelst þá gjarnan stutt á hverjum staö til aö valda þessum ættingjum og vinum sinum ekki of miklum vand- ræöum. Þetta er liklegast algeng- asta lausn þessa fólks.” „Orsökin fyrir þessum húsnæöisskorti er einfaldlega sú, að það hefur ekki verið byggt nægilega mikiö af leiguhúsnæöi á félagslegum grundvelli”, hélt Jón frá Pálmholti áfram.” 1973 var gerö könnun á þvi hve mikiö væri byggt af leiguhúsnæði á félags- legum grundvelli. Kom þá i ljós aö 6 leiguíbúöir höföu veriö byggöar á hverja 1000 ibúa. Hlut- fallið á öörum Noröurlöndum er 9-10 á móti 1000 ibúum og Sviþjóö skar sig þar úr meö hlutfallið 13,6 á móti 1000. Þaö er þvi ljóst aö viö erum aftarlega á merinni i þessum efnum.” Nýja löggjöfin bætir ekki ástandiö i einni svipan Hiö opinbera hefur nokkuð látiö leigumál til sín taka aö undan- förnu. Félagsmálaráöherra skipaöi nefnd á siöasta' ári, sem var gert að semja lög um húsa- leigusamninga, en þau atriöi hafa á undanförnum árum verið losaraleg og allur gangur veriö á slikum samningum. Nefndin lauk þessu verkefni sinu um siöustu áramót og á siðasta þingi sam- þykkti Alþingi löggjöf um húsa- leigusamninga. Löggjöf þessi er ýtarleg — I 69 greinum og 12 köflum. Þar er fjallaö um gildissviö laganna, - gerö leigumála, uppsögn leigu- mála, riftun leigumála, . afhendingu og skil leiguhúsnæöis, viöhald leiguhúsnæöis, um greiöslu reksturskostnaöar, umgengisskyldur og réttindi, greiðslu húsaleigu, tryggingarfé, úttektarmenn, leigumiðlun og fleira. Sé fariö eftir lögunum ætti réttur beggja aðila aö vera nokkuö vel tryggöur. Þar er m.a. kveöið á um þaö, aö leigutaka skuli ekki gert aö greiöa fyrir- fram nema l/4hluta leigutimans. Af smáauglýsingum dagblaöanna er þó fullljost aö þessi lög eru þverbrotin. Fyrirframgreiöslur i hálft ár eða eitt virðast mjög algengar og er leigutiminn þá oft litlu lengri. Georg Tryggvason einn þeirra erstóö aö samningu nefndrar lög- gjafar játaði aö mjög erfitt væri að fylgjast með þvi aö löggjöfin væri haldin. „Þessi löggjöf bætir ekki ástandið i einni svipan, en meö tiö og tima standa vonir til aö reglurnar veröi fólki eðlilegar og sjálfsagöar. Það er ljóst aö meöan hús- næðisekla er eins mikil og raun ber vitni, þá er leigusölum unnt aö krefjast hárrar leigu og mik- illar fyrirframgreiöslu — og komast upp meö þaö. Fólk greiöir fremur eitt ár fram I timann, heldur en aö standa á götunni. Þaö er hins vegar mögulegt fyrir leigutaka að kæra leigusala ef hann krefst hærri fyrirfram- greiðslu en lögin gera ráö fyrir. Varðar það brot leigusala sektum. Brot á reglum húsaleigu- löggjafar má kæra til húsaleigu- nefndar Reykjavikurborgar. Viku uppsagnarfrestur 1 Reykjavik eru þeir menn sem lifa af þvi aö leigja ibúöir út, innan viö tiu. Einn þeirra er Jón Fannberg, sem á fjölbýlishús við Hátún og annað viö Garöarstræti 2. í húsi hans viö Hátún eru 50 ibúöir, sem allar eru mjög svipaðar. Þær eru leigöar á 49 þúsund á mánuöi sem viö bætast 9 þúsund i hita, rafmagn og annarskonar sameiginlegan kostnaö. Jón var spuröur um hvernig hann hagaöi leigu Ibúöa sinna. „Þetta gengur þannig fyrir sig”, sagöi Jón, „aö ég segi viö leigj- andann aö hann geti fengiö ibúöina, gangi hann aö minum skilmálum. Leigan i dag sé þetta, leigutiminn sé óákveöinn og upp- sagnarfrestur ein vika. Hann fær að skoða húsnæöiö og sætti hann sig viö þaö getur hann flutt inn. Þaö er siöan hans mál að halda . þvi viö. Ef hann er óánægöur meö eitthvaö, þá set ég hann i sam- band viö fyrrverandi leigjanda, og þaö er þeirra aö gera upp málin sin á milli”. Þetta sagöi Jón Fannberg. Ef litið er i nýju lögin um húsaleigu- samninga,kemuriljósaðþau eru þverbrotin með svona sam- komulagi. 1 fyrsta lagi gefur félagsmála- ráöuneytiö út sérstök eyöublöö fyrir leiguskilmála um ibúöar- húsnæöi, og annarskonar eyðu- blöö þarfnast staöfestingar ráðu- neytisins. Uppsagnarfresturinn er lögum samkvæmt þrir mánúö- ir, og sex mánuöir, hafi leigutak- haft Ibúöina i leigu i meira en eitt ár. Þaö er einnig hlutverk leigusalans aö sjá um viöhald, eins og til dæmis aö mála, sjá um gólfteppi og dúka, og annaö sem ekki má beinlinis rekja til van- rækslu leigjenda. Sögur úr frumskóginum »„Ég er búin aö reyna aö ná i 2ja til 3ja herbergja Ibúð núna i 10 mánuði og ekkert hefur gegniö. Þó hef ég auglýst nánast um hverja helgi i siödegis- blöðunum,” sagði Guörún Einarsdóttir. sem er ásamt þremur börnum sinum húsnæöislaus. Þessa tiu mánuöi hefur hún búið inni á móöur sinni. „Þaö er farið fram á i miklar fyrirframgreiöslur og þær á ég erfitt meö aö ráöa viö. 1/2 ár og l ár fyrirfram er venjulegast krafist. Tilboö mitt i þessar ibúöir hefur almennt veriö upp á 100 þúsund krónur á mánuöi og þá kannski 3 mánuöir fyrirfram. En þessu tilboöi hefur sem sé veriö hafnaö i 10 mánuði og þær fbúöir sem ég hef sóttumhafa oftast farið á þetta 140 þúsund. En ég held áfram aö reyna — ekki þýöir aö gefast upp.” . ■ „Mitt erfiöi við aö ná I íbúö hefur veriö árangurslaust sagði Hrönn Siguröardóttir 21 árs. „Ég er aö leita eftir 3ja herbergja ibúð og býö 100 þús- und á mánuöi, en enga fyrir- framgreiöslu. Þessu tilboöi hefur vart veriö litiö viö. Ég hef nú staðið i þessu streöi I mánuö og um næstu mánaöarmót missi ég ibúöina sem ég er i og verö þá á götunni. Það má segja aö eina boöiö sem ég hef fengib kom fra karlmanni, sem hringdi á dögunum eftir aö auglýsingar minar höföu birst. Hann bauö ibúö en lét þess getið aö hann fylgdi meö. Bauö sem sagt upp á sambúö — sem ég þáöi aö sjálf- sögöu ekki.” «„Nei það hefur enginn hringt”, sagöi kona sem aug- lýsti eftir 2 herb. ibúö fyrir skyldfólk sitt. „Þau hafa hins- vegar hringt f tvo aöila. Annar vildi fá eina til tvær milljónir fyrirfram — hann ætlaöi að taka hæsta boöi — og 100 til 150 þúsund á mánuði. Hinn vildi fá Milljón fyrirfram og hundrað á mánuöi. Og þaö var i lélegri ibúö I gömlu húsi i vestur- bænum.” • „Jú þaö hefur verið hringt”, sagöi ungur maöur sem auglýsti eftir íbúö fyrir sig og konu sina. „Þaö hefur bara veriö sett upp svoddan óhemju verö. Ein þriggja herbergja ibúö i austur- bænum f Kópavogi átti t.d. aö kosta hundraö á mánuöí og áriö fyrirfram. Eina tveggja her- bergja gátum viö fengiö á 60 þúsund á mánuði og áriö fyrir- fram, en viö höfum bara ekki bolmagn i slikt.” • „Þær eru búnar aö auglýsa stööugt siöan i september en ekkert fengiö”, sagöi kona sem tók viö simanum fyrir tvær frænkur — skólastúlkur utan af landi. „Þær voru i fyrra i ibúð hjá systur annarrar, og nú er önnur hjá frænku sinni. Það hefur einn hringt, og bauö 5 her- bergja Ibúö, en þær þurfa tveggja eöa þriggja herbergja.” • Ef tekiö er miö af þeim sem Helgarpósturinn ræddi viö, má áætla aö meöal leiga i dag fyrir tveggja herbergja ibúö sé milli 50 og 90 þúsund. Algengast er milli 60 og 70. Fyrir þriggja her- bergja, milli 70 og 110. Fyrir stærri íbúðir lækkar veröiö hlut- fallslega og sjaldgæft er að leiga fari yfir 150 þúsund á mánuði, nema kannski á einbýlishúsum! Þaö hefur þó sýnt sig aö auövelt er aö fá mun hærra verö en hér er lýst fyrir minni ibúöir. Sem betur fer eru ekki allir okrarar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.