Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 15
15 Föstudagur 26. október 1979 helgarpósturínn_ Gleraugnatiskan er eins og aftrar tiskur, hún breytist jafnt og þétt. Framleiftendur sjá til þess aft sömu gleraugun gangi ekki árum saman, enda mundi þá salan minnka til muna. Nú er miftaft vift aft endurnýjun eigi sér staft einu sinni á ári efta svo. Nýjasta breytingin i kvennagleraugum er sú aft þau eru nú minni en áftur og ljósari á litinn. Lagift er siftan nokkuft breytilegt, þó aft- eins beri á tilbrigftum vift kattargleraugun sem amerfskar frúr gengu meft á siftasta áratug Karlatiskan er ekki eins ákveftin. Þar er allt mögulegt, allir litir og allar gerftir. Helgarpósturinn fékk YValter Lentz, gleraugnafræfting til aft sýna sér nýjasta nýtt I gleraugunum. Arangurinn er hér á mvndunum. — GA Allir á nagla eða snjódekk Nú eru uppgripatímar á dekkjaverkstæöum. Veturinn er á leiftinni, ef þaft skyldi hafa farift framhjá einhverjum, og bileig- endur keppast vib aft taka sum- ardekkin undan og koma nagla- dekkjum og snjódekkjum fyrir I staftinn. Nú kostar krónur 4400 aö skipta um hjólbarða á fjórum felgum, og 750 á hvern, ef eigandinn má ekki vera að þvi að taka þá undan biln- um sjálfur. Jafnvægisstilling, eða „ballansering” kostar svo 2000 krónur á hjólbarða. Allt i allt kostar 11.400 að skipta um gang, nenni maður ekkert að gera sjálf- ur. Dæmið litur öllu verr út ef vetrardekk eru ekki til á heimil- inu. Meðalverö á sóluöum hjól- börðum er um 60 þúsund krónur, og með lagni má fara uppi 120 til 130 þúsund fyrir nýja hjólbarða. Nú eru staðnar vaktir á flestum eða öllum dekkjaverkstæðum og unnið frá átta á morgnana, fram yfir miðnætti á kvöldin, auk allra helga. Og komi smá snjókoma, eða hálka, veröur allt „snælduvit- laust”, eins og viömælandi Helgarpóstsins á einu verkstæð- anna komst að orði. — GA Leifur Magnússon iærfti planóstiliingar i Bandarikjunum á sinum tima. „Innihald píanó anna það sem máli skiptir” segir Leifur Magnússon píanóstillingamaður Senniiega hafa 6 efta 7 menn á Reykjavikursvæftinu atvinnu af aft stilla pianó. Einn þeirra er Leifur Magnússon, og ef hinir stillingamennirnir hafa jafn mik- ift aö gera og hann virftist ekki vanþörf á fjölgun i stéttinni. ,,Ég hef sagt þeim sem hringt hafa uppá síðkastið að hringja aftur i desember og þá skuli ég taka niður pöntunina”, sagöi Leifur I samtali víð Helgarpóst- inn. „Þetta hefur vaxiö jafnt og þétt”, hélt hann áfram, „og siðastliðin tvö eða þrjú ár hefur aukningin orðið geysileg. Haustin hafa verið aöal annatiminn en nú virðist vera haust allt árið”. Að sögn Leifs hefur pianóeign fólks á Islandi aukist mikið, sér- staklega frá þvi eftir 1960. Margir flytja inn pianó, og er meðalverð þeirra i kringum eina og hálfa milljón. „Almenningur veit mjög litiö hvernig á að fara með pianó, og ennþá minna um hvort pianó er gott eða ekki. Það notfærir sér alltof litið aðstoð þeirra sem þekkja til pianóa. Pianó getur verið fallegt útlits, en alveg eins og þegar bill er keyptur þá hefur útlitið oft ekki mikiö að segja. Það er innihaldið sem skiptir aðalmáli”. „Pianó þarf að stilla aö minnsta kosti einu sinni á ári ef vel á að vera. Og pianó sem mikið eru notuð, tvisvar á ári”, sagði Leifur. Hann bætti við að helst væru það hitabreytingar sem slæm áhrif hefðu, en einnig alls- konar hnjask og flutningar. Pianóstilling kostar rúmlega fimmtán þúsund krónur. — GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.