Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 3
3 hnlrjrirpn^tl irínn Föstudagur 26. október 1979 teigusali rukkar inn mánaöargreiösluna. Leigutaki (unga stúlkan) réttir fram ófáa brúna fimm þúsund krónu seöla fyrir 2ja herbergja kjallaraibúöina sem hún leigir. „Ég hef minar reglur" Þegar Jón Fannberg var spurö- ur hvað hann mundi gera ef til hans leitaði maður með lögin uppá vasann og bæði hann um ibúð til leigu, og færi fram á að farið yrði eftir lögunum við samninginn. „Ég mundi bara visa honum frá”, sagði Jón. ,,Ég mundi segja: Þú færð ekki leigu hjá mér uppá þennan máta. Ég hef minar reglur og ég vil ekki breyta þeim”. „Ég ætla ekki að standa kannski i mánaða veseni, jafnvel málaferlum til að losna við mann sem komið hefur illa fram. Það kemur aldrei fyrir að ég segi upp fólki að nauðsynjalausu”. — Eru þinir leigjendur ðnægð- ir? „Já, áreiðanlega. Sumt fólkið hefur verið hjá mér árum sam- an”. Jón Fannberg gat ekki svarað þvi hvað það kostaði að reka og eiga þessi hús. Hann sagði það alltaf að breytast en sagðist þó borga um 3 milljónir i skatt á mánuði um þessar mundir. Hann kvaðst gefa allt upp. Ottektarmenn að hefja störf í nýju lögunum er gert ráð fyrir að i hverjum kaupstað landsins sfe svokölluð húsaleigunefnd, sem hafi það hlutverk að fylgjast með þvi að húsaleigulögunum sé framfylgt. Húsaleigunefnd Reykjavikur er nýstofnuö en hefur aðeins haldið einn eða tvo fundi, að sögn Skúla Thoroddsen eins nefndarmanna. „Segja má að það eina sem við höfum gert sé að kynna okkur lögin og fá dómkvadda úttektar- menn”, sagði Skúli. „tittektar- menn eiga að gegna þvi hlutverki að gera úttekt á húsnæði, meta það, og komi upp óánægja með einhver atriði milli leigutaka og leigusala á að vera hægt að skjóta málinu til þeirra. Úttektarmenn Reykjavikur eru Indriði Nfelsson, húsasmiðameistari og Kristinn R. Sigurjónsson, húsasmiða- meistari. Þeir munu hefja störf uppúr næstu mánaðarmótum”. Að sögn Skúla hefur nefndin farið sér hægt og reynt að leggja niður fyrir sig hvernig best væri að hafa framkvæmd laganna. A næstunni mun nefndin gefa frá sér yfirlýsingu þar um þessi mál verður fjallað, og þess á meðal annars getið hvernig fólk getur komist I samband við úttektar- menn” sagði Skúli. Erfitt að finna verðstuðul Eftir að rikisnefndin hafði lokið þvi að semja lögin var hún látin halda áfram störfum og taka fyrir aðra þætti leigumála. Eitt atriða, sem nefndin er nú með I vinnslu, er að reyna að setja á einhverjar fastmótaðar reglur um leigugjald. Helgarpósturinn talaði við Georg Tryggvason að- stoðarmann félagsmálaráðherra og spurði hvernig þvi starfi nefndarinnar miðaði. „Það gengur erfiölega satt aö segja” svaraði Georg. „Hug- myndin var sú að koma á ein- hverju hámarksgjaldi, en okkur hefur gengið erfiðlega að klæða slik lög i nægilega sveigjanlegan búning. Það verður að sjálfsögðu að taka tillit til húsnæðisaðstæðna hverju sinni. Erfitt er að hanna einhvern verðstuðul sem aðeins tekur mið af fermetrastærð ibúða”. Georg bætti þvi við, að ein þeirra leiða sem nefndin ihugar er að leiguverð ibúða skuli ákveð- ið með hliðsjón af fasteignamati ibúðarinnar, en fasteignamat er m.a. ákvarðað á grundvelli svo- kallaðs markaðsverösstaðals. „Það eitt verður að varast þeg- ar lög eru sett, að þau séu ekki um of á ská og skjön við „praxís- inn”. Lög verða að vera sann- gjörn og eðlileg t annars eru þau virt að vettugi,” sagði Georg Tryggvason. Dýrt eða ekki dýrt? En er leiguhúsnæði á Islandi dýrt? „Ekki dýrara en viða annars staðar” sagði Georg Tryggvason. „Ég myndi halda að húsaleiga hér á landi væri t.a.m. mun lægri en i Danmörku svo eitt náiægt land sé nefnt.” Jón frá Pálmholti hefur aðrar skoðanir á þessu. „Ég tel húsa- leigu hér á Islandi háa, a.m.k. þegar miöað er við laun fólks hér á landi. Það liggur i augum uppi að maður með um 300 þúsund krónur á mánuöi og þarf að greiða velyfir lOOþúsund krónur i húsaleigu verður aö velta hverri krónu á milli handanna.” Ekkert hægt að gera við skattsvikum Þá er það alkunna að stór hluti þeirra tekna sem fást við að leigja út húsnæði er svikinn und- an skatti. Helgarpósturinn spurði Garðar Valdimarsson skattrann- róknarstjóra hvað hans embætti geröi i málinu. „Það hafa verið gerðar rassiur i þessum málum”, sagði Garðar, „en það var fyrirnokkrum árum. Þaö er mjög erfitt að ná tökum á þessu, einkum vegna þess að annarsvegar er um að ræða mjög sterkan aðila, þ.e. leigusalann, og hinsvegar veikan. Leigutakinn á það yfir höfði sér að missa hús- næðið gefi hann alla leiguna upp til skatts. Yfirleitt er þessu lika þannig hagað að allir pappirar hljóða uppá lægri leigu þannig að þótt leigutakinn reyni að leiðrétta hlutina getur leigusalinn einfald- lega neitaö”. — Er ekkert hægt aö gera til að koma I veg fyrir þetta? „Ég held að það sé nánast úti- lokað”, sagði Garðar. „Ekki nema að leigjendur bindist þeim mun sterkari samtökum. Þetta ástand helgast af hinni veiku að- stöðu þeirra. Eina leiðin sem ég kem auga á væri að gera leiguna frádráttarbæra að einhverju leyti. Það mundi ýta undir að gefnar yröu réttar upplýsingar”. Leigumiðlun ríkisins? Það er talið að um 20% Islend- inga búi i leiguhúsnæði. Mjög eru leigusalar misgóðir við að eiga. Ljótar sögur hafa heyrst frá fólki sem hefur farið illa út úr viðskipt- um sinum við þá. Það markmið yfirvalda að koma þessum mál- um i ákveðnara form er góðra gjalda vert, en hve langt nær sú viðleitni meðan „frumskógalög- málið” í framboðið og eftirspurn- ina ræður ríkjum? Eða eins og Jón frá Pálmholti sagði: „A meðan leiguhúsnæði er á uppboði úti i bæ og leigusali veit að fólk notar öll ráð til að komast i hús- næði, þá mun frumskógarétturinn ráöa: Sá fær sem hefur. Þess- vegna væri ekki óeðlilegt að hið opinbera sæi um að miöla þeim ibúðum sem eru á markaönum. Leigumiðlun rikisins gæti bætt ástandið mikiö og komið þvi I manneskjulegra horf”. eftir Guðjón flmgrimsson og Guðmund Ama Stefansson myndir - Friðþjófur BENSÍNH) í BOIN Sumir keyra í rykkjum, spyma af stað, spóla, spæna og snögghemla. Eru í einskonar kvartmíluleik við um- ferðarljósin. Slíkt hefur óþarfa bensíneyðslu í för með sér. Viljir þú draga úr bensíneyðslunni og spara þér stórar fjárhæðir, verður þú að gera þér ljóst að aksturslagið skiptir miklu máli. Aktu rólega af stað. Vertu spar á innsogið. Haltu jöfnum hraða og hæfilegri fjarlægð frá næsta bíl. Gefðu þér góðan tíma. Það eykur bensíneyðslu um 20-25% að aka á 90 km. hraða í stað 70, auk þess sem það er ólöglegt. Hafðu ekki toppgrind né aðra aukahluti á bifreiðinni að ástæðulausu. Réttur þrýstingur í dekkjum skiptir líka máli. Hafðu bílinn ávallt í toppstandi. Og reyndu jafnan að velja hentugar akstursleiðir. SPARAÐU AKSTURINN - ÞÁ SPARARÐU BENSÍN. ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaöamefnd iönaöarráöuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiðaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferðarráð

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.