Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 18
I 18 Föstudagur 26. október 1979 _he/oarpósturinrL. r Islenskur „sultur 99 Leikfélag Reykjavlkur: Ofvit- inn eftir Þórberg Þóröarson I leikgerö Kjartans Ragnarsson- ar. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnars- son. Leikmynd og búningar: Stein- þór Sigurösson. Lýsing: Daniel Wiiliamsson Aöaihlutverk: Jón Hjartarson og Emil Guömundsson. Vitanlega varö ekki úr óaö- finnanlegt leikrit, en á hinn bóg- inn skemmtileg leiksýning sem- flutti ákveöna túlkun á verki meistarans og geröi úr þvi bráð- lifandi heild. Ofvitinn er frásaga, oft með löngum útúrdúrum og vanga- veltum um hin fjarskyldustu efni. Þaö er þvi varla hugsan- legt aö koma henni i leikbúning nema geta einhvern veginn haft sögumanninn Þórberg meö. Þaö Leiklist L eltir Heimi Pálsson Emil Guömundsson, Harald G. Haraldsson, Soffia Jakobsdóttir og Jón Hjartarson i hiutverkum sinum I Ofvitanum. 1 fljótu bragöi er hreint ekkert áhlaupaverk aö snúa Ofvitanum eftir Þórberg Þóröarson I leik- rit. Reyndar sýnist þurfa meira en meöal-ofvita til aö láta sér detta það i hug — hvaö þá fram- kvæma þaö. Þegar ég heyröi þess getið aö Kjartan Ragnars- son heföi ráöist i þetta tiltæki, varö mér fyrst aö hugsa sem svo: Þetta getur ekki tekist. Mér er sönn ánægja aö éta þessa hugsun ofani mig. ÞAÐ TÓKST! leysir Kjatan skemmtilega með Þórbergunum tveim. Annars vegar sjáum við sem sagt þann Þórberg sem lifir atburöina, hins vegar þann sem segir okk- ur frá þeim. Og þeir eru báöir á sviöinu framan viö okkur allan timann — en vel aö merkja aö- eins annar sýnilegur öörum per- sónum leiksins. Milli þeirra spinnast stundum merkar sam- ræöur og þeir birta okkur ólik viöhorf hofundarins. Rauöi þráöurinn i Ofvitanum er vitanlega árekstur „ofvit- ans” viö samfélagiö. Kjartan leggur eðlilega áherslu á þenn- an þráö og rekur skýrlega hvernig áreksturinn leiöir hægt og hægt til hungursins sem komiö var býsna nærri þvi að svipta okkur sérkennilegasta rithöfundi aldarinnar. Þegar á liöur verkiö rls þaö hátt og verö- ur nýstárlegur islenskur „Sult- ur” svo minnst sé á heimsfrægt skáldverk um svipaö mál. Mér sýnist ekki leyna sér aö Kjartan Ragnarsson hefur mikla ást á Þórbergi og verkum hans. Þaö er a.m.k. nærtækasta skýringin á þvi hve ragur hann er viö að skera niöur textann. Þvi ég get ekki neitað þvi aö mér finnst sýningin myndi vinna á styttingu. Ekki er þó svo vel aö ég geti bent á einstök atr- iði, sem ég heföi viljaö sleppa þvi hvert fyrir sig eru þau góö. Hér viröist fremur þurfa aö fara þá leiö aö stytta viöa ofurlitiö. Tónlist Atla Heimis er meö ágætum. Honum hefur tekist vel að þræöa svipaöar slóöir og viö höfum heyrt Þórberg fara i lagasmið eða stælingum, og þannig nær hann mjög sannfær- andi blæ á sönglög sin. Túlkun Jóns Hjartarsonr og Emils Guömundssonar á Þór- bergi er afbragð. Jón gengur hæfilega langt i að stæla radd- blæ og raddbeytingu, gerviö er á sömu lund: minnir hæfilega á, án þess aö vera nokkurskonar skopstæling. Emil leikur aö visu ekki af sama öryggi, en þó alltaf vel. I hartnær 40 hlutverkum öör- um telst mér svo til aö séu fimmtán leikarar. Allir fara þeir meö fremur smá hlutverk, sumir mörg. Þar er ýmislegt sem ástæöa væri til að geta um. Ég nefni aðeins af handahófi mynd þejrra Jóns Sigurbjörns- sonar Margrétar Helgu Jó- hannsdóttur og fleiri leikara af hjálpræöishernum. Þaö var ljómandi smámynd. Sama mætti segja um margt annaö. Leikmynd og leikmunir voru gerö af mikiili hugvitssemi af Steinþór Sigurössyni — eöa meö öörum oröum: allt var gert svo einfalt aö manni dettur i hug Kólumbusareggiö. Það er ánægjulegur viöburöur sem hér hefur orðið — fyrir margra hluta sakir. I fyrsta lagi er gaman að sjá svona vel unniö úr einu ágætasta skáldriti tung- unnar. I ööru lagi sýnir Kjartan Ragnarsson aö hann ræöur viö enn fleira en ég hélt. I þriöja lagi er verulega gott aö sjá hve leikhópurinn i Iönó hefur náð vel saman og tekist aö magna upp mikla leikgleði. Þess var þörf. í sem fæstum oröum sagt: Of- vitann þurfa allir aö sjá. Undir skelinni.,. Þjóðleikhúsiö sýnir GAMALDAGS KÓMEDÍU eftir Aleksei Arbuzov. Þýöandi Eyvindur Erlendsson. Leikstjóri: Bendikt Árnason, Leikmynd: Jón Benediktsson. Lýsing: Kristinn Danielsson. Leikendur: Herdis Þorvalds- dóttir og Rúrik Haraldsson. Það er gömul kenning, og lik- lega rétt, að við göngum öll meira og minna með grimu, fel- um okkur i skel. Undir skelinni er okkar eiginlegi maöur. Kannski er meira aö segja lifs- hamingja okkar i þvi fólgin aö takist að draga hann fram úr skel sinni. Hver veit? Aleksei Arbuzov er að velta þessum skeljum mannanna fyrir sér i leikritinu Gamaldags kómediu. Hann leiöir saman lækni á heilsuhæli og miðasölu- konu Ur sirkus. Hann er settleg- ur læknir, hún að ýmsu leyti býsna óvenjuleg og laus viö heföbundnar hömlur — eða þannig litur það að minnsta kosti út. Löturhægt dregur Arbuzov þau skötuhjúin út úr skel sinni, og áhorfandi getur oröiðbýsna hissa á því sem und- ir býr. Þessi afhjúpun á leiksviöi er I sjálfu sér gamalkunn. Hana hafa þeir allir stundað þessir stóru hvort sem nú hétu Ibsen, Tjekhov eða eitthvað annaö. Ib- sen beitti miskunnarleysi og stundum grimmd. Arbuzov fer mýkri höndum um fólk sitt, og öll afhjúpunin i Gamaldags komediu einkennist af manneskjulegri hlýju og elsku- semi. Þess er lika gætt að láta hana gerast rólega oft i hálf- kveðnum vfsum svo sem eins og til þess aö særa engan. Herdis og Rúrik i Gamaldags kómediu 1 bland má þó heyra sáran og bitran tón, ef grannt er hlustað. Þvi Arbuzov situr sig ekki úr færi að skopast ofúrlitið aö þvi samfélagi sem persónur hans eru sprottnar úr, og leikrit hans getur vel orðið kennslustund i þvi hvernig koma má gagnrýni á þjóðskipulagib á framfæri — án þess að maöur verði hankað- ur. Ihlutverkunum tveim eru þau Herdis Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraidsson. Mér til undrunar þóttist ég finna „frumsýningar- skrekk”i'þeim, einkum Herdisi, framan af sýningu, en siðan féll allt i ljúfa löö, og áöur en lauk hafði þeim tekist aö töfra fram yndislegar manneskjur og gera þær hvort tveggja kunnuglegar og nánar áhorfendum. Ég veit ekki hvort ástæða er til aö tala um leiksigur, en tvimælalaust vönduö vinnubrögð. Reyndar var þetta ekki frum- sýning, þvi hún var á Neskaup- staö i mai i vor. öll sviðsetning er greinilega miðuð við að auö- velt sé aö fara i leikför með verkið, og að þvi leyti hefur hún tekist ljómandi vel. Leikmynd Jóns Benediktssonar er af- bragð. En stundum fannst manni stóra sviðið i Þjóðleik- húsinu ansi tómlegt og geimur- inn of stór kringum leikarana. Minna svið heföi tvimælalaust hentað betur. En á þvi er ekki kostur —þvi „litla sviðið” er of litið. Það er full ástæöa til að mæla með þvi að menn sæki sýningar Þjóðleikhússins á Gamaldags kómediu vel. Siguröur Sigurjónsson I hlutverki sinu I Kjallaranum. „H^að sögðu englarnir ?” — Þetta er hálfgeröur vand- ræöagemlingur — smákrimmi. Leikritiö snýst um hann, og hvernig hann upplifir umhverfi sitt. Þannig lýsir Siguröur Sigur- jónsson leikari hlutverki sinu i leikriti Ninu Bjarkar Arnadóttur, „Hvaö sögöu englarnir”, sem var frumsýnt i Leikhúskjallaranum á fimmtudagskvöld. Leikurinn gerist annaöhvort eftir aö strák- urinn er tekinn, eða rétt áður ýmist i nútiðinni eða fortiðinni. Hann rifjar upp liöna atburöi, og þeir gerast likt og I draumi, mestmegnis bakviö grisju eða „stóris”, sem er strengdur milli leikara og áhorfenda Þeir sitja i miöjunni, en leikararnir athafna sig allt i kringum þá. — Nei, ég þekki ekkert til þess umhverfis, sem strákurinn kem- ur úr, af eigin raun, segir Siguröur viö HP, og gat þvi ekki skapað þessa persónu samkvæmt eigin reynslu. En viö töluöum viö fólk, sem gat veitt okkur upplýs- ingar, og lásum okkur til. Við fengum lika allskonar fólk á æf- ingar og ræddum viö það fram og aftur um þau vandamál, sem eru tekin fyrir I verkinu. Þaö er spennandi aö vinna viö þessa sýningu vegna hinnar óvenjulegu uppsetningu hennar. Dæminu er raunverulega snúiö viö: Ahorfendur eru I miðjunni, leikararnir á þrjá vegu, og jafn- vel inni á klósetti. A meöan þeir halda sig þar fylgjast áhorfendur meö þeim á sjónvarpsskermi, segir Siguröur Sigurjónsson. — Ég tel mig lukkunnar pamfil aö fá að spreyta mig, og hafa nóg aö gera I leiklistinni, segir Siguröur. Raunar hefur heldur ræst úr fyrir ungum leikurum á undanförnum árum. Fólk hefur uppgötvaö, að þaö eru fleiri leikhús en Þjóöleikhúsiö og Iönó. Auk þess færist þaö i aukana, aö leikurunum bjóöist leiklistar- kennsla i grunnskólum. ÞG Af nýjum hljómplötum: Loggins, MessinoL, Marley og lOcc Kenny Loggins — Keep the Fire Þá er 3ja sólópiata Kenny Loggins komin út og kallast Keep The Fire. Kenny Loggins fæddist i Wash- ingtonborg 7. janúar 1948. Hann vakti fyrst á sér athygli i hljóm- sveitinni Second Helping, þegar hann samdi lagiö House At Pooh Corner, sem varö geysivinsælt meö Nitty Gritty Dirt Band. Það varö til þess aö útgáfufyrirtækið Columbia bauö honum samning og réði Jim Messina, sem þá var nýhættur i Poco, til aö stjórna upptökunni á fyrstu sólóplötu Kennys. En eitthvaö viröist þeimLoggins og Messina hafa litist vel hvor á annan, þvisólóplata Logginsvarð aldrei til, heldur kom út platan Sittin’ In meö undirtitlinum Kenny Loggins ásamt Jim Mess- ina. Og framhaldiö þekkja flestir poppáhugamenn, þvi næstu fimm árin (1971-76) voru þeir félagar meðal skærustu stjarna Banda- rlkjanna og sendu frá sér allt i allt 8 breiöskifur sem seldust allar i gull. Það kom þvi flestum á óvart þegar þetta velheppnaöa dúó lýsti þvi yfir 1976 aö samstarfinu væri lokiö. Og ári seinna kom út fyrsta sólóplata Kenny Loggins, sú sem upphaflega átti að koma út 1972, og bar heitið Celebrate Me Home. t fyrra kom út önnur sólóplata Loggins, Nightwatch. Keep The Fire, þriöja sólóplata Loggins, hefur aö geyma 9 lög sem eru flest samin af honum sjálfum. En Michael McDonald úr Doobie Brothers, sem á Night- watch samdi lagið What A Fool Believes ásamt Loggins, samdi á þessari plötu með honum lagiö This Is It, sem nú er komið út á tveggja laga plötu, og á leið upp vinsældarlistana. En það eru fleiri lög á Keep The Fire sem lik- leg eru til vinsælda t.d. Mr. Night, Love Has Come Of Age og titillag- iö sjálft, svo einhver séu nefnd. Jimmy Messina — Oasis Eftir aö slitnaöi uppúr sam- starfi Loggins og Messina 1976 dró Messina sig 1 hlé frá skark- ala poppheimsins, á meðan Loggins jók enn á hróöur sinn sem sólóisti. En nú er Jimmy Messina aftur mættur i slaginn, og meö nýja plötu sem hann kallar Oasis. Afstaöa Messina til lifsins hefur greinilega breyst mikiö á þessum þremur árum sem liöin eru siöan hann hætti aö syngja meö Kenny Loggins. Þaö kemur I ljós strax i fyrsta laginu á Oasis, enda heitir þaö New And Different Way. Þaö má segja aö hann sé farinn aö róma hinar endalausu björtu hliðar lifsins, þar sem ástin ræöur rlkjum. Og um leiö hefur tónlist hans breyst. Suöuramerisk áhrif eru yfirgnæfandi og hinn fljótandi afslappaði taktur fellur vel saman við þau jákvæöu viöhorf sem birtast I textunum. Oasis er aö minum dómi vel- heppnuð plata, enda ekki viö ööru að búast af Jimmy Mess- ina. 10 cc - Greatest Hits 1972-79 Þegar stórhljómsveitir eru i lægð af einhverjum orsökum senda þær oftast frá sér plötur sem innihalda vinsælustu lög þeirra i gegnum tiðina til aö halda aödáendunum heitum ( og jafnvel krækja i nýja). Nú hefur breska stórhljómsveitin 10 cc verið stopp um skeiö vegna þess Eric Stewart lenti i alvarlegu bllslysi i fyrra. Og á dögunum kom út Greatest Hits lOcc frá árunum 1972-89. lOcc var stofnuö áriö 1972 þegar fjórir gamlir kunningjar snéru aftur til heimaborgar sinnar, Manchester á Englandi. Þeir voru Eric Stewart — söngur, git- ar, Graham Gouldman — söngur, bassi, Lol Creme — söngur, gitar og Kevin Godley — söngur, trommur. Þeir félagarnir heldu i Strawberrystúdioiö i Stockport, sem Stewart haföi tekiö þátt i að koma á fót, og hljóörituöu lagiö Donna eftir Godley og Creme, — paródiu á bandarisk „hitlög” sjötta áratugsins. Siöan leyföu þeir útgefandanum og söngvar- anum Jonathan King aö heyra lagiö. Hann skýröi þá lOcc og gaf lagið út, sem rauk á toppinn. Siöan kom hvert topplagiö á fætur ööru, Rubber Bullets, The Dean And I, Wall Street Shuffle,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.