Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 9
9
helgamásti irinn Fðstuda9ur “■ °M6ber 1979
Nú er svo komi6 a6 hér dúgar
ekkert minna en latina. Cogito,
ergo súm. (Ég hugsa, þess
vegna er ég). Heyri&i þa6.
Af þvi sem ég segi sI6ar i
greininni ver6ur ljöst, a6 þetta
er ekki satt — hins vegar lei6ir
þaö hugann a& hinni grafal-
varlegu niðurstö6u sem ég hef
komist a6 eftir gifurlega
umhugsun. Hún er sú að mann-
kynið skiptist i tvennt. Og látið -
nú ekki hugarflugið hlaupa meö
ykkur i gönur. Það skiptist ekki
i karla og konur, ekki i börn og
fullorðna heldur. Ekki einu sinni
i hvita og svarta. Nei svo
áberandi er skiþtingin ekki,
Erfitt er aö skýra orsakir
skiptingarinnar, þ.e. hvers
vegna eru þeir sem hugsa gjör-
sneyddir framkvæmdasemi og
hversvegna þeir hugsa ekki
neitt sem framkvæma. Nema
það sé vegna þess aö þeir sem
hugsa gera ekki annað á meðan.
Og komast siðan óhjákvæmi-
lega aö þvi að umhugsunarefnið
var ekki þess virði aö hrinda þvi
i framkvæmd. Þeir sem fram-
kvæma hljóta þá einnig að vera
svo heillaðir af þvi sem þeir eru
að framkvæma aö þeir komast
ekki til að hugsa. Alvarlegra er
þó kannski að framkvæmend-
urnir koma á fót svo miklu rugli
ætið saman hugsun og aksjón.
Þvi er bætt við að enn vand-
lifaðra yrði (sem ekki var á
bætandi) að öðrum kosti.
En hvers vegna að tala um
þetta nú, þegar kratastrófan
hefur dunið yfir, allt annað að
fara til fjandans, sem ekki var
þegar komið þangað, kosningar
yfirvofandi i svo svörtu skamm-
degi aö gjörsamlega óvist er
hvort menn muni sjá á kjörseðl
ana (ekki að það breytti endi-
lega miklu). Já, til hvers að
birta sinar erfiðu niðurstööur
um skiptingu mannkyns mitt i
þessari fantalegu kosninga-
baráttu fyrir utan allt annað.
Það er áreiðanlega ástæða.
Og hún er sú að einmitt þessi
sama kosningabarátta hefur
vakið mig til limhugsunar um
málið. Það eru stjórnmálamenn
sem leiddu mig i sannleik (um
þetta afmarkaöa mál, vil ég
taka fram).
Það er mjög i tisku aö kvarta'
yfir stjórnmálamönnum — yfir-
leitt á einhvern óljósan hátt:
getuleysi, úrræöaleysi, jafnvel
heimska. En enginn nema ég
veit hvað er raunverulega að.
Þeir hugsa ekki, Nema þá
kannski með munninum sumir
hverjir.
Sé einhver i vafa um að þetta
sé rétt vil ég ráöleggja honum
að hlusta bara, i þeirri von
auðvitað aö sá hinn sami sé ekki
of upptekinn viö framkvæmdir,
til að heyra raunverulega hvað
fram fer.
um þá sömu skiptingu og ég hef
fram sett. Þeir sem fram-
kvæma koma erroronum á fót,
og þeir sem hugsa, vilja kveða
þá niður. Gallinn er auðvitað sá,
að hinir siðarnefndu geta aldrei
neitt i málunum nema það aö
hugsa.
Eru menn nú ekki prðnir
nokkru nær um það hvers vegna
heimur versnandi fer?
Og það er ekki nóg að mann-
kyniö skiptist i hugsandi og
framkvæmandi flokka. Það
gera málefni einnig. Mér eru
ofarlega i huga hin illræmdu
affairs de cæur eða málefni
hjartans. Þar mundu á hinn
bóginn ýmsir telja að skiptingin
gæti komið sér mjög vel og telja
að guði sé þökk fyrir að ekki fer
Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson —
Magnea J. Matthlasdóttir — Páll Heiðar Jónssonar — Steinunn
Sigurðar dóttir — Þráinn Bertelsson
hringbordid
t dag skrifar Steinunn Sigurðardóttir.
enda hefði hún fyrir löngu verið
uppgötvuð ef hún væri það.
Mannkynið skiptist i þá sem
hugsa og þá sem framkvæma.
Eins og allir hugsandi menn
hljóta strax aö sjá er þetta mjög
bagaleg skipting og yrði
mannkyninu eflaust mjög til
framdráttar ef hún riðlaðist og
þessir eiginleikar ættu það til að
fara saman hjá fólki.
að það sverfur að svigrúmi
hugsendanna til sinnar iðju.
Hér vil ég minna á orð Arna
vinar mins Magnússonar sem
nú er látinn: Svo gengur þaö til i
heiminum, aö sumir hjálpa
erroribus á gang, og aðrir
leitast siöan við að útryðja aftur
beim sömu erroribus. Hafa svo
hvorir tveggja nokkuð að iðja.
Hér er að minni hyggju fjallað
HUGSAÐ MEÐ MUNN-
INUM (EÐA ENGU)
Fangar á litla-Hrauni:____________
LYFIN OG LITLA-HRAUN
Hin ofstækisfulla grein sem
birtist í Helgarpóstinum hinn 5.
október s.l. eftir Vilhjálm Svan
fyrrverandi fanga á Litla-Hrauni,
er svo fráleit að við fangar hér,
sem erum yfir höfuö ekki hörund-
sárir menn sjáum okkur til-
neydda til aö svara henni, ekki
aðeins okkar vegna, heldur lfka
vegna forráðamanns þessarar
stofnunar, ættinga okkar og
fleira.
Oft er það svo aö menn sem
hafa hrasað á lifsleiðinni, annað-
hvort i vini eöa öðrum vimugjöf-
um og frelsast, að þeir verða of-
stækisfullir og beina þá spjótum
sinum að fyrrverandi meðbræðr-
um sinum sem eftir þvi sem Vil-
hjálmur heldur, liggja hér með
andlitin ofan I jötungripslimi og
öðrum vimugjöfum og geta þar af
lei&andi ekki svarað skitkasti þvi
sem hann lætur Helgarpóstinn
birta, og hreykir sér siðan eins og
hani á priki og segir: sjá ég er
frelsaöur, lesið nú um aumingj-
ana á Litla Hrauni.
Svan birtir langan og fjölskrúð-
ugan töflulista um þau lyf sem
menn eiga hér almennt að nota.
Þessi listi er I alla staði rangtúlk-
aður og ósanngjarn eins og les-
endur fá að kynnast hér á eftir.
Við skulum nú láta prófessorana,
eins og hann kallar töflusérfræð-
ingana hér á staðnum, hafa orðið
og skilgreina þessi lyf sem hann
telur upp I Helgarpóstmum.
Róandi lyf.
Valium er lyf sem er hvað vin-
sælast i dag hjá Islendingum.
Þetta lyf er hægt að misnota meö
þvi aö drekka koffein efni ofani
gó&an slatta af valium, og er
vanabindandi lyf. Þetta lyf hefur
ekki komið i þetta hús siðan 1970.
Librium er róandi lyf, sem er
mjög svipað að styrkleika og val-
ium, en þetta lyf er ekki hægt aö
misnota eins og valium. Enda er
þettá eina lyfið sem alkóhólistar
taka inn eftir meðferö.
Librun. Þessu lyfi geta prófess-
orarnir hér á staönum ekki komið
fyrir sig, og finna ekki þetta lyf i
sinum kokkabókum.
Svefnlyf
Mogadon, er vægt svefnlyf, og
er tekiö inn hér af nokkrum föng-
um. Þetta lyf er t.d. gefið á
barnadeildum hér á landi I 2 mg.
skömmtum.
Mixtura Chloran. Þetta lyf er
algjörbannvara hér. Misnotkun á
þessu lyfi getur valdið langvar-
andi lömun á likama og getur leitt
til dauöa.
Dalmadorn. Þetta lyf kemur
frá Bandarikjunum og er mjög
skylt mogadon en a&eins sterkara
og er þvi bannvara hér.
Geðprýöislyf
Clorproazin Marplan Trilafon
Nozina. Svan kallar þessi lyf geð-
lyf en eftir okkar kokkabókum
heitir þetta geðprýöislyf.
Nozina, þetta lyf taka fangar
hér inn ef þeir eru búnir að vera á
langvarandi lyfjatúr eöa fylliriis-
túr áður en þeir hafa komið hing-
aö.
Trilafon er lyf til að hifa geð-
sjúklinga upp og koma þeim á
rölt, og sama er að segja um Mar-
plan.
Clorproazin er til aö skjóta geð-
sjúka menn niður, svo af þeim
stafi ekki hætta hér á Hrauni. Það
eru fimm menn hér sem eru geö-
veikir og sem Kleppsspitalinn út-
hýsir og finnst læknum þess staö-
ar ágætt að senda þá hingað á
Litla-Hraun. Það er ska&legt fyrir
okkur fangana og mjög erfitt fyr-
ir fangaverði sem eiga að taka á-
byrgð af þessum mönnum fyrir
hönd Kleppsspitalans að um-
gangast þessa menn. Þaö er oröið
svart I þessu þjóðfélagi að það sér
sér ekki fært að koma þessum
mönnum sem eru jú ekki nema
fimm inn á viðeigandi stofnun þar
sem þeir eiga heima, eöa ætlar
okkar háttvirta dómsmálaráðu-
neyti að gera heimili okkar að
geðsjúkrahúsi?
Dópblandaður hráki. Aftur
standa prófessorarnir okkar á
gati, þeir geta ekki skýrt þessa
blöndu og er þá mikið sagt, og
mælast þeir eindregið til að Hr.
Vilhjálmur Svan komi hér 4 atað-
inn og gefi okkur þennan efna-
basa upp, eöa er þetta kannski
leynikokteillinn á barnum.
Viö prófessorarnir hér viljum
að endingu mótmæla orðum for-
stjórans og taka heldur dýpra i
árinni heldur en hann gerir I grein
sinni um lyfjanotkun hér á staðn-
um. Hún er engin miðað við þau
lyf sem notuð eru úti I þjóöfélag-
inu.
Við teljum t.d. af fyrri reynslu
aö þeir fangar sem hafa misnotaö
lyf fyrir utan þessa veggi eigi i
öllum tilvikum greiöari a&gang
að miklu sterkari lyfjum heldur
en hér hefur verið taliö upp og
stór hópur Islendinga, bæði stórir
og smáir bryöja I tima og ótima,
og ef svona skitkast kemur frá
Vilhjálmi Svan I blööunum aftur
þá munum viö koma þvi til föður-
húsanna og þá skal ekki verða
skafiðutan af hlutunum, þvi hann
má vita að innan þessara veggja
búa menn yfir miklu meiri þekk-
ingu, heldur en hann gerir sér
nokkurn tima grein fyrir og gæti
verið aö þá kæmi margt i ljós sem
ekki hefur sést á prenti áður.
Að endingu óska prófessorarnir
eftir þvi aö hann komi hér á staö-
inn og þeir sem að þessari grein
standa, og kynni sér ástand lyfja-
notkunar hér á Hrauni.
Viö skulum láta þetta nægja
um pilluát og snúa okkur að
starfsskilyrðum og iþróttum og
skólanum sem hérer starfræktur.
Ariö 1974 tekur hér við stjórn
fangelsismála Helgi Gunnarsson
og fara þá fljótlega að gerast
stórbreytingar á bæði vinnu og
a&búnaði fanga. Aður unnu fang-
ar hér fyrir skitalaunum ef laun
skyldu kallast, samsvarandi ein-
um sigarettupakka á dag, og voru
þessvegna illa staddir er þeir fóru
héöan, og áttu ekki fyrir fari i bæ-
inn. Hvar lentu þessir menn? Jú,
þeir lentu yfirleitt i sama vita-
hringnum sem þeirsáu ekki útúr,
og var þessvegna ekki langt
aö biða endurkomu þeirra
hérna á Hraun. I dag er hér
stunduð hellusteypa og er
föngum borgaö eftir hiinu svo-
kalla&a bónuskerfi. Það er þvi
skiljanlegt að fangar hafi áhuga
fyrir þessari vinnu.þar sem þeir
fá borgað eftir afköstum. 1 þess-
ari vinnu eru nú ellefu fangar af
þeim 25 föngum sem eru hér og er
steyptupp á hvern dag, en vinnan
er fimm daga i viku hverri. Einn
stundar hér vinnu á verkstæðinu
við ýmsa járnavinnu, átta eru I
skóla og stunda þeir vinnu þegar
þeir hafa tima til, siðan vinna
tveir viö að þrifa hælið, einn
sjúklingur stundar hér skólanám
og vinnur hálfan daginn. Þetta
gerir að 21 er starfandi hér. Þá
eru eftir fjórir fangar. Einn af
þeim er á sjúkrahúsi, og óskúm
við honum góðs bata.
Þá komum viö aftur að þvi
vandamáli sem viö gátum um I
grein okkar hér að framan um
hina fimm geðveiku fanga, tveir
af þeim eru starfandi, en þrir eru
það illa farnir að þeir rölta hér
um daglangt, starfsmönnum og
föngum til mikillar armæðu, þvi
það tekur alltaf á sál manna,
hvað forhertir sem þeir eru, að
sjá meðbræður sina grotna niöur
fyrir framan sig með degi hverj-
um, og förum við eindregið fram
á að stjórnvöld landsins gripi nú
fljótt i taumana og komi þessum
mönnum þar sem þeir eiga heim
þ.e. á geðsjúkrahús. Svo má taka
það fram að Iþróttir eru stundaö-
ar hér mikiö. Yfir sumarmánuð-
ina er hér stundaður fótbolti, og
má taka það fram a& helmingur
fanganna stunda&i hér fótbolta i
sumar og kepptu við félög hér i
grendinni og unnu margan sætan
sigur. Yfir vetrarmánuðina eru
hér stunda&ar lyftingar og hafa
nokkrir náð talsverðum árangri.
Lyftingaahöld hafa verið keypt
hér á staöinn, og má það sérstak-
lega þakka Helga Gunnarssyni
forstjóra, eins og svo margt ann-
að sem hann hefur komið hér
framkvæmd og færum við honum
okkar bestu þakkir. Að endingu
viljum við skora á þá sem stóöu
að birtingu greinarinnar I Helg-
arpóstinum að koma hér á virk-
um degi þegar menn eru I vinnu
og kynna sér aðstööuna, en ekki
að fara með fleipur og lygar sem
enginn grundvöllur er fyrir og
sem hafa komið starfsmönnum,
föngum og skyldfólki þeirra mjög
illa.
Með þökk fyrir birtinguna
Fangar á Litla-Hrauni.
Athugasemd:
Samantektin byggði á
upplýsingum víða að
Samantekt Helgarpóstsins á
lyfjanotkun á Litla-Hrauni var
byggð á samtölum við fjölda
manna sem málið varðar. 1
greininni sjálfri er rætt viö ekki
færrien 13 einstaklinga, auk þess
sem blaðið hafði samband við
fjölda annarra sem þekkja
vandamálið og hafa á þvi skoðan-
ir. Það er þvi rangtúlkun og frá-
leitt að tala um samantektina
sem ofstækisfulla, þvert á móti er
þar lýst á hlutlægan og raunsæan
hátt ástandi mála.
Helgarpósturinn mun ekki fara
ofan I saumana á athugasemdum
þeim er fangar hafa sent blaðinu.
Hins vegar verður ekki komist
hjá þvi að leiðrétta, að Vilhjálm-
ur Svan var aðeins einn af þrettán
aðilum sem tjáðu sig um máliö i
umræddri grein. Þær einu upp-
lýsingar sem hann lét af hendi
voru þær sem eftir honum voru
hafðar á blaðinu. Að öðru leyti
var hann ekki aðili að samantekt-
inni.
Ofnotkun lyfja, hvar sem hún á
sér stað, er vandamál. Almenn
lyfjanotkun i fangelsi er einnig
vandamál. Helgarpósturinn vildi
með þessari athugun sinni, benda
almenningi á þetta vandamál og
hvetja til lausnar á þvi.