Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 7
7
-JielqarpósturinrL. Föstudagur 26. október 1979
8TÍKLCD í JÓLQBÓKQFLCDinu
tekið frá þér allt sem þú átt, þvi þú átt
ekkert. Ég á ibúöina, ég á húsgöenin. ée á
börnin, þú átt aðeins hluta i öðru þeirra og
hann þekkir þig varla. En ég ætla að leyfa
þér að halda fötunum sem ég keypti á þig.
„Þú getur ekki tekiö frá mér allt sem
mér þykir vænt um...”
„Þér hefur aldrei þött vænt um neitt
nema flöskuna, þvi hefði þér þótt vænt um
okkur þá hefðirðu sýnt það á einhvern
hátt. Og þú flaskaðir á þvi að skilja aldrei
að þaö er með kærleik eins og bankabók,
það er ekki hægt að taka stanzlaust út af
henni án þess að leggja inn. Þess vegna er
enginn að taka neitt frá þér, þú hefur
sjálfur fleygt þvi frá þér.”
Niðurlútur hringdi hann og fór síðan og
talaði við þá. Hann var engu roggnari
þegar hann kom heim og sagðist myndu
fara þegar hann fyndi herbergi. Ég
neitaði að biða eftir þvi, þannig héngi
hann yfir mér endalaust, og þegar ég
segöi núna þá ætti ég við NÚNA. Þá vildi
hann vita hvert hann gæti farið og ég
sagði það ekki I minum verkahring að
skaffa honum herbergi.
Hann pillaði sig. Settist að á Hótel Sögu,
drakk og hætti smáborgarahætti eins og
að þvo nærföt, fleygði bara þessum
skitugu og keypti ný. Allt fyrir litla miöa
sem löggan rakti og hirti hann fyrir á
endanum.
Kominn i tugthúsið hringdu þeir til min,
hann hafði pantað viðtal. Fyrir þaulbænir
fangavarðanna lét ég tilleiðast að koma.
En ég hafði ekkert að segja, hann ekkert
nema fróma ósk um að ég sæi honum fyrir
viðeigandi munaði meðan á dvölinni
stæði. Ég sagðist vera hætt i fanga-
hjálpinni. Sennilega var þögnin og flökt-
andi biðjandi augnaráðið, bón um það
sem hann aldrei lærði að orða, bæn um
hjálp sem ekki er hægt að veita án þess að
hjálparþurfandinn kunni og vilji þiggja
hana. ,
En þaö var ekkert eftir i mér sem hann
gat höfðað til. öll væntumþykja hafði
verið verkuð úr mér, og þar sem kær-
leiknum sleppir tekur ekki við hatur
heldur algjört áhugaleysi og fullkomið
kæruleysi. Hann gat ekki einu sinni vakið
samúð mina eða vorkunn, þaö er ekki
hægt að finna til með fólki sem visvitandi
með lokuð augu stýrir beint til helvitis og
ber sig ekki eftir að beygja af leið. Sizt af
öllu þegar maður hefur naumlega komist
lifs af af feigðarskútunni.
Og þannig varð ég einstæð móðir
tveggja barna. * '
Ég kom út úr sambúðinni staðráðin I að
enginn skyldi framar troða á bringunni á
mér með skitugum fjósbússunum.
Allar draumsýnir minar um gagnkvæm
kærleikaskipti voru illa sviönar, eins og
hrakið dýr stóð ég og stend enn:
Sýndu mér óréttlæti og ég sýni þér
ómannlega grimd. ef ég rétti þér litla
fingurinn ætlast ég til að fá þinn lillaputta,
ekki meira og ekki minna.
Sýndu mér mannúð og ég skal veifa til
þin hjartanu, það minnsta sem við brauð-
þrælarnir ættum að gera hver fyrir
annan, er að gefa þvi mannlega i okkur
vaxtarskilyrði.
Upp frá þessu varð ég frekjan, skassið,
brjálæðingurinn, þessi kjaftfora, þessi
sem kunni ekki að skammast sin, og allt
sem ég var að biðja um var frelsi, jafn-
rétti og bræðralag.
í hvert sinn sem ég kný eitthvað fram
með fyrrtöldum lyndiseinkunnum hef ég
unnið sigur fyrir réttlætið. Ekki aðeins
fyrir mig og mina, við erum svo ofboð litil
tannhjól i spilverki heimsins, heldur fyrir
alla sem risa ekki undan stigvélinu sem
stendur á brjóstkassanum á þeim.
Ég hafði endurheimt sjálfsviröinguna i
stækkaöri og bættri mynd. Sjálf skil ég
ekki hvað fékk mig að lafa við vonlausan
drykkjumann i þrjú ár og get ekki gefið
neina allsherjar útskýringu á þeim
konum sem láta sauma sig saman og
draga úr sér tannbrot einu sinni i viku alla
ævi meöan þær umla milli bólginna var-
anna að þær hafi dottið niður stiga.
I okkar augum hafa þær gefist upp og
fyrirgert sjálfsvirðingu sinni, en undir
niðri hijóta þær að hafa óhemju uppsprettu
þrehs og þolgæðis og geta endalaust tekist
á við þetta og fyrirgefið þeim sem vita
ekki hvað þeir gjöra.”
,Skrifuð í árásarstöðu’
— segir Auöur Haralds um
„Hvunndagshetju”
Innan skamms kemur á markaðinn
fyrsta bók Auðar Haraids — Hvunn-
dagshetja, þrjár öruggar aðferðir til
að eignast óskilgetin börn. Bókin fjall-
ar um lif einstæðrar þriggja barna
móður, en Auður er einmitt einstæð
þriggja barna móðir. Helgarpósturinn
hringdi i Auði.
— Af hverju er þessi bók skrifuð?
„Til þess að hrista upp i fólki. Það
eru nokkuð útbreidd trúarbrögð hér á
landi að einstæðir foreldrar lifi i lysti-
semdum og noti tryggingabæturnar til
sólarlandaferða þegar þeir verða leið-
ir á að liggja i sóffanum heima hjá sér.
Eiginlega hefði ég átt að tileinka
bókina þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, en ein þingkvenna þeirra
sagði eitt sinn á fundi hjá Félagi ein-
stæðra foreldra „að það mætti nú ekki
hækka þessar bætur svo að þetta yrði
eftirsóknarverð staða. i þjóðfélaginu”.
Þegar hún var úuð niður, þvi þarna
sat enginn sem hafði átt börn i gróða-
skyni, þá reyndi hún að draga i land
með að segja að hún vissi sjálf til þess
aðgóð hjóna böndhefðu leystst upp þvi
bæturr.ar hefðu lokkað. Aðeins ö'ngviti
léti sér tíl hugar koma að ganga úr
góðu hjónabandi yfir I tryggingakerf-.
ið; flélagsmálastofnun og almennar
tryggingar eru ekkert gnægtarhorn.
En þetta getur sossum hafa gerzt I
fjölskyldu frúarinnar.”
— Hvers konar bók er þetta?
„Bókin hlýtur að vera félagsleg á-
deila þó það fagorð fari i mig. Ein-
stæðar mæður hafa á yfirborðinu hlot-
ið viðurkenningu siðferðilega og ættu
þannig að vera komnar yfir þann
hjalla að vera félagslegt vandamál.
En við verðum að vandamáli þegar
tryggingabætur eru of lágar, þegar
90% hópsins er láglaunafólk, þegar við
erum siðasta fólkið sem fær leiguhús-
næði, þegar endar ná ekki saman og
ein menneskja verður að fylla mörg
hlutverk. Ef við bætum ofaná það nei-
kvæðri afstöðu i óteljandi myndum þá
er enginn vandi að búa til 17. flokks
þegn með þvi að brjóta niður einstakl-
inginn. Þetta eru stór orð og ég er ekki
að segja að þetta sé gegnumgangandi,
en þetta gerist.”
— Eru samborgararnir eins vont
fólk og þú lýsir i bókinni?
„Nei, samborgararnir eru ekki
vondir við mig. Þ.e.a.s., auðvitað gæti
ég ekki skrifað um allt þetta vonda
fólk án þess að hafa hitt það i fjöl-
mörgum myndum. Bókin er skrifuð I
árásarstöðu og þess vegna er því mið-
ur mest litið minnst á allt góöa fólkið
og alla þá jákvæðu afstööu sem maður
hittir fyrir.
— Hvað ertu að gera núna fyrir utan
að auglýsa þessa bók?
„Skrifa aðra. Heldurðu að ég vinni
ekki fyrir mér? Um hvað? Um það
sem er ekki i þessari. „Hvunndags-
hetjan” er opinská og berorð og klippir
ekkert utan af, en það er hægt að vera
enn opnari og segja ennþá meira.
G Sýnishornið úr Hvunndagshetjan,
þrjár öruggar aðferðir til að eignast
óskilgetin börn, er úr 9. kafla bókar-
innar, ogsegirfrá lyktum sambúðar
Auðar og barnsföður númer tvö,
drykkju- og smáafbrotamannsins
Gunnars.
BILAKAUPA
GEFST EKKI Á NÆSTU ÁRUM
Viö bjóðum meðalstóran japanskan gæðabíl , DAIHATSU CHARMANTyá kr. 3.835.000 kominn á götuna
með RYÐVÖRN OG UTVARPI til afgreiðslu á næstu dögum.
Nálægt 500 Islendingar hafa nú þegar tryggt sér bíla á þessu ’ÖTRÚLEGA ÚTSÖLUVERÐI og við getum enn boðið nokkurt magn
af fólksbilum# en stationbilar eru uppseldir.
DaihcrtMi- umboSÍS Ármúla 23 - Sími 85870
ÖRYGGIOG
ORKUSPARNAÐUR
öryggi ökumanns og farþega og
orkusparnaður var lagt til
grundvallar hönnunar
DAIHATSU CHARMANT. Jafn-
framt var lögð áherzla á að
smiða fallegan bfl með vönduð-
um innréttingum. Vélin er 80 hö.
1400 cc, fjögurra gira skipting
og dyrnar 4. Benzineyðzla 7-8 úti
á vegum,8-l0 innanbæjar.
HVERS VEGNAAUGLÝS/
KEPPINAUTARNIR
EKKI VERÐ?
Um leiö og við bjóðum við-
skiptavinum að skoða bilana,
kynna sér kjör, varahluta og
verkstæðisþjónustu okkar bend-
um við þeim á aö ihuga hvers
vegna keppinautar okkar, sem
sifeilt auglýsa útsölu á 1979 ár-
gerö, auglýsa ekki verð. Ætli
það sé ekki vegna þess að þeir
eru alls ekki samkeppnisfærir.
Við erum lika sannfærðir um aö
annaö eins tækifæri til að eign-
ast góðan bfl á ótrúlega lágu
verði muni ekki gefast á næstu
árum. ef bá nokkru sinni aftur.