Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 23
23 —helgarpósturinrL. Föstudag ur 26. október 1979 Framboösmálflokkanna eru nú i algleymingi og raunar eru framboðslistar komnir fram hjá flokkunum i nokkrum kjördæm- um þar sem raðað hefur verið á lista af kjördæmisráðum. Um þessa helgi fara fram prófkjör, skoðanakannanir og forvöl flokk- anna í ýmsum öðrum kjördæm- um þar sem kosið hefur verið að leysa framboðsmálin með þeim hætti. barna fer fram eins konar upphitun fyrir sjálfa kosninga- baráttuna, sem hefjast mun fyrir alvöru strax að 'loknum þessum innbyrðisátökum i flokkunum. Flestir flokkanna þurfa í ein- hverjum kjördæmum að kljást við heimilisófrið vegna fram- boðanna og eins vist aö i nokkrum tilfellum geti slagurinn skilið eftir sjálfstæðismanna i Norðurlands- kjördæmi eystra eru skýrar i höfuðatriðum svo að þar verður nú fremur spurt um eftirleikinn en uppstillinguna á framboðslist- ann. Pólitiskur ferill Jóns Sólness virðistá enda nema han n hyggi á hefndir með þvi að bjóða fram sérlista sem teljast verður ólik- legt. Engu að siöur er ljóst að Jón á verulegt persónufylgi nyðra og þvi er spurningin — hvað gera stuðningsmenn hans þegar i kjör- klefann er komið. Prófkjörsslagur sjálfstæðis- manna i Reykjavik hefur verið með rólyndislegra yfirgragði en oft áður en þar getur þó dregið til tiðinda. Slagurinn stendur aðal- lega milli 9 frambjóöanda um þau 7—8 efstu sæti listans, sem sjálf- Eftir öllum sólarmerkjum aðdæma virðast alþýðubanda- lagsmenn ætla að leysa framboðsmál sin friðsamlega að þessu sinni og hvergi verulegra átaka að vænta. Helst er það for- valið i Reykjavik sem vekur forvitni, en síðari umferð þess fer fram nú um helgina þar sem raö- að verður á listann þeim 12 kandi- dötum eða þar um bil sem besta útkomu fengu i fyrri umferðinni. Reyndar hefur hin hreina skipt- ing eftir kynjum i fyrri umferð — 6 karlar og 6 konur — auk þess hversu vel mennt var úr verka- lýðshreyfingunni meðal hinna 12 útvöldu, vakið grunsemdir jafn- vel hörðustu stuðningsmanna Alþýðubandalagsins um fyrir- fram þaulhugsaða áætlun og PROFKJÖRSSLAGUR OG FRAMBOÐSRAUNIR sig dýpri sár en svo að þau verði gróin um heilt þegar gengið verðurtil kosninga. Þessa siöustu daga hafa augu manna lika beinst að þeim kjördæmum landsins þar sem helstar likur eru á að til slikra tiðinda dragi. Ef vikið er fyrst að Sjálfstæðis- flokknum stærsta flokknum þá viröist bersýnilegt að framboðs- vandi hans veröi mestur i Suður- landskjördæmi. Atökin sem þar eiga sér stað og snúast um aö tryggja Steinþóri á Hæli öruggt sæti á listanúm eiga raunar rætur að rekja til hreinis : hreppa- eða öliu heldur sýslurigs — þarna er arfur hinnar gömlu kjördæma- skipunar i fullu gildi innan flokks- ins. Komið er upp slikt þrátefli að vandséð er hvernig úr verði greitt án þess að til sérfram- boða komi annað hvort frá Ar- nesingum með Steinþór I efsta sæti eða Rang- æingum i bandlagi við Skaftfell- inga með Eggert Haukdal i efsta sæti. Eina leiðin virðist sú að Vestmannaeyingar gefi eftir og Guðmundur Karlsson taki þriðja sætið en einhverjir i þeirra röðum munu jafnframt vilja fá fjórða sætið fyrir Árna Johnsen og þar með er fulltrúi Skaftfellinga, Sig- geir Björnsson i Holti úti i kuldan- um. Linurnar i framboðsmálum stæðismenn eru að gæla við að verði aö þingsætum i kosningun- um. Að sögn kunnugra er nokkuð vist að Geir Hallgrimsson, Albert, Ellert B. Schram og Ragnhildur verði i efstu sætunum og Birgir ísleifurfylgi fast á eftir. Hinn raunverulegi slagur stendur þvi milli Gunnars Thoroddsen, Guðmundar H. Garöarssonar, Péturs Sigurðssonar og Friðriks Sophussonar um næstu þrjú sæti. Ljóst er að Gunnar stendur höll- um fæti i þessu prófkjöri aðallega fyrir aldurs sakir og mun hann þurfa að berjast harðri baráttu fyrir pólitisku lifi sinu. Bæði Guðmundur og Pétur njóta atfylgis svokallaðs verka- lýðsarms sem mun ganga hart fram i þessu prófkjöri að tryggja sinum mönnum örugg sæti og Guðmundur er auk þess sagður með best smurðu kosningavélina i þessu prófkjöri en Pétur hins vegar að fullu búinn að endurheimta fyrri vinsældir sinar eftir lægð nokkurra ára. Friðrik nýtur þess hins vegar að vera eini frambjóðandinn af yngri kynslóð, sem á möguleika á öruggu sæti og ætla má að almenn hreyfing sé fyrir þvi meðal yngra fólks innan flokksins að sjá til þess að hann hverfi ekki af þingi. Gunnar Thoroddsen getur þannig átt erfitt uppdráttar. manúeringar forustunnar i Reykjavik i fyrri umferðinni en það breytir ekki því að manna- valið er hið álitlegasta. Aö visu hefur Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASl þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér í áframhaldið og samstarfsmenn hans segja ástæðuna vera þá að hann vilji koma i veg fyrir að atkvæði dreifist á þá verkalýðshreyfingar- menn sem þarna er um að velja. Sjálfur mun Asmundur vera þess fýsandi að Guðmundur J. hreppi öruggt þingsæti og virðist svo sem Guðmundur verði pindur áfram i seinni umferðina hvort sem honum likar það betur eða verr. Svavar og Ólafur Ragnar teljast öruggir i efstu sætin en af konunum á Guðrún Helgadóttir áreiðanlega mestan hljómgrunn, gefi hún kost á sér, enda hlýtur hún að teljast sterkur leikur hjá alþýðubandalagsmönnum i baráttusætið. bó eru þær raddir uppi sem segja að Guðrúnar sé meiri þörf i borgarstjórn en á þingi og getur það breytt einhverju. Prófkjörsmál Alþýðuflokksins i Reykjavik hafa tekið skrýtna stefnu. Eftir mikinn handagang i öskjunni sl. sunnudag varð útkoman sú þegar framboðs- frestur rann út að sjálfkjörið var i Brottför Moshe Dayan utan- rikisráðherra úr ríkisstjórn tsra- el kom ekki á óvart. Dayan hefur löngum farið sinar eigin leiðir, i hermennsku jafnt og stjórn- málum, og þvi varla von aö hann sætti sig til langframa við að vera skákað til hliðar og fá hvergi að koma nærri veigamesta utan- rikismáli sem ísrael fæst nú við, samningaumleitunum við Egypta um sjálfstjórn Palestinumanna á hernumdu svæðunum. Frá þvi sá þáttur viðræðnanna við Egypta hófst, hefur Menachem Begin forsætisráð- MOSHE DflYflN SKELLIR HURÐUM herra sniðgengið Dayan i öllu sem þær varðar. Forustumaður viðræðunefndarinnar við Egypta er Yosef Burg innanrikis- ráðherra. Hann og Begin eru á sama málium að setja sjálfstjórn Palestinumanna á Gazasvæðinu og vesturbakka Jórdan sem allra þrengstar skorður, og girða vand- lega fyrir að hún fái nokkurt póli- tiskt innihald, sem oröið geti Palestinumönnum viðspyrna i sjálfstæðisviðleitni. Þetta hefur orðiö til þess, að hvorki rekur né gengur i viðræð- unum við Egypta. Dayan telur, aö sé látið við svo búið standa, kunni friðargerö Israels og Egypta- lands að stöðvast með öllu á miðri leið. Dayan er sá af forustumönnum Israels, sem gert hefur sér mest far um að halda sambandi við Palestinumenn og kynna sér sjónarmið þeirra. Þessa gætti mjög, meðan hann var land- varnaráöherra i stjórn Verka- mannaflokksins. Eftir að Begin stiaði Dayan frá sjálfstjórnar- viðræðunum við Egypta að kröfu harðlinumanna i Likudflokknum, brá utanrikisráöherrann á það ráð að endurnýja gömul sambönd sin við Palestinumenn og átti með þeim nokkra fundi, og hirti ekki um þótt Likudmenn yrðu æfir við. Þess i stað gerði utanrikis- ráöherrann tillögur á eigin spýtur, um hvernig losa mætti sjálfstjórnarviðræðurnar úr sjálfheldunni. Taka þær bæði til hernumdu svæðanna i heild og helgistaðanna i Austur-Jerúsa- lem sérstaklega. Dayan leggur til, að Israels- stjórn hefjist handa um einhliöa aðgerðir, sem sýni að henni sé alvara að auka rétt Palestínu- manna á hernumdu svæöunum svo verulega, að þeim sé akkur i að þiggja þátttöku sem til boða stendur i sjálfstjórnar- viðræðunum. t þessu skyni vill Dayan að ísraelsmenn bindi endi á yfirráð tsraelshers á Gaza- svæðinu og Vesturbakkanum, leysi upp hernámsstjórnina þar en sendi i hennar stað embættis- menn úr hópi óbreytra borgara. Hvað Jerúsalem varðar vill Dayan, að tsraelsstjórn bjóði að fyrra bragði kristnum mönnum og islamstrúarmönnum að taka við gæslu cg ábyrgö á helgi- stöðum hvorra trúarbragöa um sig i Jerúsalem. Fengju þá kristnir til að mynda Grafar- kirkjuna en islamskir Kletts- moskuna. Eins og nú standa sakir telur tsrael sig fara með full- veldisrétt og lögsögu yfir helgi- stöðunum i Jerúsalem, eins og öðrum hlutum borgarinnar, en það hefur ekkert riki viðurkennt. Uppástungur Dayans fengu hinar verstu undirtektir hjá Likud, flokki Begins, og voru bornar fram kröfur um að honum yrði vikið úr rikisstjórninni. Dayan varð fyrri til aö fara sjálf viljugur, og birti um leið bréf sin til forsætisráöherra, þar sem þvi er lýst hversu óþolandi sé að heita utanrikisráðherra en fá ekki að fara með samningana við Egyptaland. Begin bætti við sig utanrikis- ráðherraembættinu til bráða- birgða eftir afsögn Dayans og hefur ekki enn treyst sér til að skipa mann i hans stað. Ástæð- an er að i rikisstjórninni rikir togstreita um stefnuna I viðræöunum við Egypta og réttindi Palestinumanna. Likud- menn eru flestir á sama máli og Begin, að Vesturbakkinn sé isra- elskt land frá þvi á dögum Gamla testamentisins og skuli með timanum innlimaður i Israel. Hinir stjórnarflokkarnir standa miklu nær Dayan i skoðunum, og telja, að ef ekki sé sýnt i verki að Israel sé alvara að viðurkenna rétt Palestinumanna til sjálf- stjórnar, kunni hæglega svo að fara aö friöargerðin við Egypta- land rakni upp. fjögur af fimm efstu sætunum og aðeins formaðurinn Benedikt Gröndal þarf að berjast um fyrsta sætið — við dr. Braga Jósepsson, formann Alþýðuflokksfélagsins i Reykjavik. Benedikt nýtur auðvitað stuðnings flokksforust- unnar og þingliðs, svo að i fljótu bragði verður að gera ráö fyrir að prófkjörið sé aðeins formsatriöi. Engu að siður verður ekki betur séð en ýmsir stuðningsmenn Benedikts óttist um hann I þessari viðureign og þá einkum af þeirri ástæðu aö fólk telji úrslit þegar ráðin, nenni ekki að kjósa i próf- kjörinu og vari sig ekki á dugnaöi dr. Braga i liðssöfnun. Klaufaleg ummæli Benedikts sjálfs I Morgunpósti i vikunni þess efnis að hann hefði ekki meiri áhyggjur af neinu i landsmálunum en þvi að falla fyrir dr. Braga, hafa vafalaust verið til þess ætluð að vekja stuðningsmenn sina af sliku andvaraleysi en lýstu varla mikl- um foringjabrag, karlmennsku né baráttuhug. En það hlýtur að vera bæði Benedikt og alþýðu- flokksmönnum verulegt umhugs- unarefni hvernig forystu flokks- ins er komið, ef menn halda i al- vöru að Benedikt geti fallið i þess- um slag. I prófkjörum Alþýðuflokksins er viðureignarinnar á Vestfjörðum milli Sighvats og Karvels beðið með mestri eftirvæntingu og einnig keppn- innar milli Karvels og Bjarna Pálssonarum annað sætiö. Þarna takast á oddvitar þriggja framboðslista úr siðustu kosning- um og útkoman getur orðið fróð- leg, þótt mestar likur séu á að Sighvatur haidi sinu sæti og Karvel verði i öðru sæti. I Norðurlandskjördæmi vestra þarf Finnur Torfi að etja kapps við Jón Sæmund Sigurjónsson, hagfræðing og Siglfirðing að ætt og uppruna um fyrsta sætið en liklega mun Finnur þar njóta þess að hann er i eins konar bandalagi við Jón Karlsson á Sauðárkóki sem býðursig fram i annað sætið. Fróðlegt verður einnig að fylgjast með viðureign Braga Sigurjóns- sonar og Arna Gunnarssonar i Norðurlandskjördæmi eystra, ÍÍlnlnDOii -Inidl yfirsýn . u DlpOfi DLinidl Þeir tveir ráðherrar, sem helst koma til greina i embætti utan- rikisráðherra, eru fulltrúar þessara andstæðu fylkinga i stjórninni. Burg innanrikisráð- herra er Likudmaður, en Yadin varaforsætisráðherra hefur verið á bandi Dayans og Weizmans landvarnaráðherra i deilunum innan rikisstjórnarinnar um stefnumótun i viðræðunum við Egypta. Begin gengur erfiðlega að gera upp á milli þeirra og er talinn leita að manni utan stjójnarinnar i utanrikisráð- herraembættið til þess að raska ekki svo jafnvægi i rikisstjórninni að annarri hvorri ráðherrafylk- ingunni þykí þar ekki sætt lengur. Ekki gerir það Begin ráðherra- útnefninguna i stað Dayans auðveldari, að daginn eftir að hann sagði af sér kvað hæsti- réttur tsraels upp dóm um að landnámsþorpið Elon Moreh á Vesturbakkanum sé ólöglega stofnað og skuli rýmt þegar i stað. Að stofnun þess stendur hreyfingin Gush Emunim, sem hyggst með landnámi á her- numdu svæðunum gera þau svo israelsk, að engri rikisstjórn i landinu veröi fært að aflétta her- náminu. Landnám Gush Emunim hefur verið eitt af deilumálum flokk- anna i stjórn Begins. Hafði rétt fyrir dómsuppkvaðningu i hæsta- rétti náðst um það málamiðlun, að hætt skyldi að reka Palestinu- menn af landi sinu til að rýma fyrir israelskum landnáms- hópum, en áfram skyldi haldið að stofna landnámsþorp á rikislandi i öryggisskyni. Dómur hæstaréttar kippir stoðum undan þessari mála- miðlun, þvi Elon Moreh átti ein- mitt að vera reist á rikislandi við þýðingarmikil vegamót I öryggis- skyni á vegum Israelshers. Við rannsókn málsins komst hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu, að allt væri slikt fals og tilbúningur, um þar sem Arni virðist hafa hoggið skarð i raðir hörðustu stuðnings- manna Braga, enda þótt Braga sé almennt spáð sigri. 1 Reykjanes- kjördæmi hefur svo Gunnlaugur Stefánsson valdið töluverðu uppþoti með þvi að bjóða sig fram i annað sætið á móti Karli Steinari auk þriðja sætisins og treysta menn sér ekki til að spá um þaö hvernig sá slagur fer. 1 Framsóknarflokki eru þau tiðindi mest að Ólafur Jóhannes- son hefur ákveðið að fara fram i Reykjavik og ljúka ferli sinum meö þvi að endurheimta fylgi flokksins þar. Strax og ljóst varð að Guömundur G. Þórarinsson stefndi aö þvi að yfirtaka fyrsta sætiö i Reykjavik blossuðu að nýju upp þau átök sem áttu sér stað fyrir slöustu kosningar þegar Guðmundur og fylgismenn hans ýttu út bæði Þórarni Þórarinssyni af þingi og Alfreð Þorsteinssyni úr borgarstjórn i prófkjörum flokksins. Þá töpuðust bæði sætin sem þessir menn skipuðu og þvi óspart beitt nú gegn Guðmundi. Þórarinn og Alfreð ásamt fleiri áhrifamönnum flokksins, svo sem Einari Agústsyni, Jóni Aðalsteini, Kristni Finnbogasyni og Hannesi Pálssyni lögðu hart að Ólafi að fara fram þar sem allt eins væri liklegt að þetta eina þingsæti i Reykjavik tapaðist ef Guðmundur skipaði það, og Ólaf- ur lét undan. Þeir tefla einnig fram Haraldi Ólafssyni i annað sætið en Guðmundur nýtur hins vegar stuönings Steingrims og flokksskrifstofunnar i þeirri viðureign. Slagurinn mun þvi standa um annað sætið og það er talið Haraldi til tekna að ekki er talið útilokað að samtök frjáls- lyndra og vinstri manna lýsi stuðningi við hann, fái hann ann- að sætið. Hins vegar hefur Guðmundur öðlast nokkra samúð vegna útreiðarinnar i fyrri umferð skoðanakönnunar Framsóknar i Reykjavik. eftir Björn Vigni Sigurpálsson væri að ræða að obreyttir borg- arar frá hernámslandi legðu undir sig hernumið land og tækju sér þar búsetu, þvert ofan i ákvæði Fjórða Genfarsáttmálans og Haig-sáttmálans um rétt her- námsveldis á hernumdu landi. ísraelsstjórn kveöst muni fara að dómi hæstaréttar og láta land- nemana rýma Elon Moreh, en - það getur oröið harðsótt, þvi Gush Emunim er vist til að streitast á móti með öllum ráöum. Sömuleiöis hafa heyrst raddir i Likudflokkn- um i þá átt, að nú þurfi bara nýja stjórnarsamþykkt, þar sem ekki sé látiö sitja við að heimila land- nám á Vesturbakkanum i öryggisskyni, heldur einnig vegna israelskra þjóðarhags- muna. Aðrir benda á,aðslikt væri jafn mikið brot á Fjórða Genfar- sáttmálanum og Haig-sátt- málanum og það atferli sem hæstiréttur hefur þegar bannað, og hlyti þvi sama áfellisdóm af réttarins hálfu. Geta Begins til að ráða fram úr þeim vanda sem stjórn hans er I stödd er dregin i efa I Israel. A siðustu misserum hefur forsætis- ráðherrann hvað eftir annað orðið að gera hlé á störfum vegna hjartabilunar, og starfsþrek hans er mjög skert af þeim sökum. Stjórn Begins væri hætt við falli, ef stjórnarandstaðan i Israel væri einhvers megnug, en hún er jafnvel enn verr á sig komin til stórræða en samsteypan sem að stjórninni stendur. Verkamanna- flokkurinn, sem stjórnaði tsrael óslitið frá stofnun fram til valda- töku Begins upp úr siðustu kosningum, er sundur tættur af valdabaráttu tveggja fyrrverandi forsætisráðherra, þeirra Peres og Rabins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.