Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 26. október 1979 —he/aamósturinrL- „Þaö þarf sérkunnáttu til að kaupa ibúö. Hana haföi ég ekki. Ég haföi heldur ekki tlma, eftir tvær vikur ætlaöi hús- eigandinn aö mæta meö glimufélagið og fleygja okkur út. Þess vegna keypti ég einu ibúöina sem var á réttum staö á réttu verði, rúmaöi okkur sæmilega og var laus til ábúöar. Tilkynnti útkastaranum aö ég bæöi hér meö um einnar viku frest til viöbótar og fengi ég hann ekki myndi ég kæra hann fyrir heilbrigðisyfirvöldunum fyrir aö leigja ibúö þar sem mannaskitur stæöi I kné i kyndiklefanum og veggirnir væru lifandi af fleiri pöddutegundum en mig hafi grunað að gætu búiö á þetta köldu landi. Ég fékk frestinn, hringdi I heilbrigöið og kæröi hann með þriggja vikna fyrirvara. Flakið reis upp á endann til að vita hvað þessir pappa- kassar væru að gera á gang- inum. „Ég er að fara að flytja.” „Noh. Hvert flytjum við?” „Ekki viö. Ég og börnin.” Afall. Þögn. „Hvar fékkstu leigt.” „Ég fékk ekki leigt.” „Af hverju ertu þá að fara?” „Af þvi að okkur veröur annars fleygt út undir bert loft.” „Hvert feröu?” „Kemur þér ekki viö.” „Feröu til systur þinnar?” „Nei.” Þögn á brunalyktinni mátti merkja aö hann var aö hugsa. „Hvaö verður þá um mig? Hvert á ég að fara?” „Veistu — þú ræöur þvi bara alveg sjálfur. Ég hef heyrt að það sé góöur bátur á lausu úti i örfirisey. Nú, eða þú getur fariö til mömmu þinnar, hún er svo hrifin af þér, veit hvað þú ert góöur drengur.” huggulega viö viökomandi og þegar ég væri búin aö sannfæra umheiminn um að hér væri allt i bezta lagi, ætlaði hann aö halda áfram aö drepa mig. Þetta var systir hans. Þaö korraöi i mér og hún spuröi hvort eitthvað væri aö mér. Gunna datt I hug aö fá sér vatn og fór fram I eldhús. Sturluð af hræöslu hvlslaði ég: „Hjálp . Ég heföi mátt vita aö blindum veröur ekki gefin sjón meö símahvísli. Hún baul- aöi hvort ég gæti ekki talað hærra og skýrar, sér hlyti aö hafa misheyrst. Ég AuðurHaralds HVUNNDAGS HVIIMDAGSHETJAN Hann sparkabi i tvo pappakassa og eina feröatösku, klæddi sig og yfirgaf svæðiö. Kom aftur næsta morgun, sagöi „rotta,” og sprengdi tvær varir i einu höggi. Ég á baðiö, klofaöi yfir silfurskotturnar og þreifaöi tannprýbina. Allar fastar. Hann ruddist inn. „Sjá þig fíflið þitt. Nú helduröu aö þaö sé eitthvað aö þér. Þú ert imyndunar- veik.” Orölaust yfirgaf ég baðherbergið og hann tölti á eftir. 1 stofudyrunum fékk hann hugmynd. Þaö gerðist nú ekki oft, svo ég heföi orðið ofsahrifin heföi hug- dettan ekki verið svona neikvæð. Hann tók um kverkarnar á mér. Og kreisti. Lifsferill minn hljóp ekki fram hjá eins og kvikmynd né heldur iðraðist ég synda minna. Aöallega hugsaöi ég um aö anda og hvernig ég gæti komiö þvi svo fyrir aö þaö yröi kleift á ný. Hversu drukkinn og vitsmunasnauöur sem karlmaður veröur þá ver hann ósjálfrátt eina viökvæma punktinn: punginn á sér. Hvernig sem ég reyndi aö sparka I þessa safnstöö heila, mænu og hjarta, stóö hann allt af sér. Hvert spark verðlaunaði hann meö sparki i sköflunginn á mér og skellti hausnum dong-dong i vegginn. Ég reyndi næst aö setja þumlana i augun á honum i þeim til- gangi aö þrykkja þeim inn i tómiö fyrir aftan þau eöa snara þeim út á kinn. Vonlaust, hann var meö lengri handleggi en ég. Ég setti klærnar i hendurnar á hon- um. Klóraði og reif, en hann fann þaö ekki. Þaö var svo tilgangslaust aö deyja þennan morgun, vitandi aö þaö var ekki einu sinni dauöarefsing á Islandi. Pödd- urnar myndu éta mig áður en ég fyndist, börnin myndu detta um morandi hræiö af einu mömmu sinni þegar þau kæmu inn. Síminn hringdi. Maöurinn sem var að kyrkja mig var sami maðurinn og mátti aldrei veröa uppvls aö neinu. Á þessu augnabliki var hann óútreiknanlegur og þegar maöur er einn meö óöum geösjúklingi þá gerir maöur eins og hann segir i þeirri von aö hann gleymi hvaö hann ætlaöi sér. Nú sleppti hann takinu og skipaöi mér aö svara, halda kjafti og tala eölilega. Ég átti aö taka upp tóliö, rabba, hvislaöi enn „hjálp —• komdu” og hvaö geröi hún nema segja mér langa sögu um, aö eins og ég vissi, þá heföi hún snúiö upp á fótinn á sér og væri tæpast ferðafær. Tónninn sagöi mér hvilik ósvinna þaö væri að ætlast til aö hún, stórslösuö manneskjan, rápaöi I húsvitjanir. örvæntingin bogaöi af mér, ég korraði „leijubil — lörellu” og hún baö mig að setjast og segja hægt, rólega og yfirvegað hvaö ég héldi aö amaöi aö mér. Sambandið viö mögulega hjálp rofnaöi þegar Gunnar reif af mér simtólið, hvæsti „haltu kjafti” og sneri upp á handlegginn á mér. Hún, hvers vegna þegar hún hafði séð eigin augum hvernig hann umturn- aöist, hvers vegna hjálpaöi hún mér ekki meö einu simtali? hún spuröi hann: „Er eitthvað aö henni?” Nei, þaö var ekkert aö, ég var móöur- sjúk, og hann herti takiö á hendinni á mér. Síöan lýsti hann hvaö ég væri erfið i sambúö menn mættu ekki smakka þaö án þess aö ég yröi bandvitlaus yfir því. Þau drápu á tiöarfarið. mjólkurverðið og skattana og kvöddust. Slöan barði hann höföinu á mér rækilega I vegginn fyrir aö reyna aö koma óoröi á hann viö fjölskyld- una og fór og dó i rúminu. Ef húsmóðir hringir og segir, hvort heldur stillilega eöa hást korrandi, lögga maðurinn minn var rétt i þessu aö drepa mig nærri þvl, þiö vilduð vist ekki vera svo vænir aö sækja hann og geyma?” þá segir löggan valdsmannslega, „þetta fell- ur undir grein fjögurhundruö fjörutiuog- fjögur og kallast óspektir innan heimilis og viö megum ekki skipta okkur af þvi. Hringdu aftur ef þú getur fengiö hann til aö gera næstu tilraun i garöinum.” Heföi mágkona min hringt og sagst hafa heyrt aö einhver væri aö drepa vinkonu sina, þá heföi ég fengiö aöstoð. Þarna lá ég þvi á stofugólfinu, fór vel viö rauða teppiö, og vissi aö þaö var engin von um aöra hjálp en þá sem ég gæti sjálf veitt mér. Daginn eftir spuröi hinn upprennandi djarfi moröingi hvort ég heföi rekiö mig á, þaö væru marblettir á hálsinum á mér.Jafnvel mér blöskraöi þegar ég sá þá i speglinum. Ot úr fataskápnum dró ég bol meö hálsmáli sem náöi niöur aö nafla og sagöist ætla i mjólkurbúðina. Hann gubb- aöi af skelfingu yfir að hafa gert þetta i ölæöi og hann varö enn hræddari þegar hann frétti aö allur heimurinn myndi njóta útsýnis yfir handarför hans. Grátbænir hans um aö ég héldi mig innan dyra þar til blettirnir hyrfu höfðu aöeins þau áhrif aö ég syndi þá öllum. Þaö var þvi hann sem faldi sig inni. Og loksins, loksins, þegar þaö var oröiö milljón sinn- um of seint horföist hann I augu viö sjálfan sig og hvaö hann var. Lúpulegur eins og lúbarinn hundur væflaöist hann um Ibúöina, ódrukkinn, hræddur og hrelldur. Hryllilega hræddur, þvi daginn út og inn gekk marinn háls fram hjá honum sem hann mundi ekki eftir aö hafa kreist I lúkunum. Skelkaöur, þvi höfuöiö fyrir ofan hálsinn hugsaöi ekki um velferð hans, hendurnar bjuggu ekkii til mat, og allur þessi handhægi skrokkur ætlaöi aö flytja eftir nokkra daga, flytja burt og skilja hann ósjálfbjarga eftir. Hann fór aö skjálfa og þá bættist við ótt- inn og delerium tremens Allar þessar ógnir voru svo þrúgandi að hann þoröi ekki einu sinni aö drekka til að gá hvort þær færu i burtu. Hann grét sig inn á mig. Ég leyföi hon- um aö flytja með meö því skilyröi aö hann fyndi herbergi og pillaöi sig siöan á brott. Flutningsdaginn var hann oröinn nægi: lega hress til aö halda undir annan endann. Steig um borð i ibúöina og leit i kringum sig eins og skipstjóri viö stjórn- völinn á nýju lystiferöarskipi. Þetta var ágætt, sagöi hann, raðaöi eftir slnu höföi og ég endurraöaöi eftir minu, svo hlassaöi hann sér og spuröi hvaö ég borgaöi I leigu fyrir þetta. Ég borgaöi enga leigu, ég hafði keypt þetta. Þetta var smiöshöggiö á allt þaö órétt- læti sem ég haföi dengt yfir hann um dag- ana. Ég, lítilsigld konan, hafði án hans mikilvægu aöstoöar keypt heila íbúö. Að vlsu var hún illa farin og illa haldin, en það var ekki málið. Máliö var aö ég hafði lítilsvirt hann með tiltækinu. 1 þrjá daga einbeitti hann sér aö þvi að rlfa sex tegundir af gylltu veggfóöri innan úr einu herberginu. Sömu þrjá daga fór ég þess ljúflega á leit við hann að hann beindi þreki sinu aö þvl aö fá sér vinnu, finna herbergi og flytja. Ég gæti sem bezt tætt niöur veggfóöur sjálf. Reginhissa sagöist hann vera hættur aö drekka og átti við aö þá væri öll grundvöllun fyrir þvl aö hann hypjaði sig brottfallin. Ég reyndi aö tala skynsamlega viö hann. Þaö væri ekki lengur eina ástæöan, þær væru miklu fleiri. Ég heföi ekki áhuga á honum, hvorki sem manneskju né sem karlmanni, og hann gæti ekki þvingaö mig til aö hafa hann búandi á stofusófanum aö eillfu bara af þvl að honum þætti fara vel um sig þar. Þriggja vikna bindindiö sprakk á þvi aö ég ætlaöist til aö hann færi á eigin tveim býfum út i lifið og liföi sjálfstætt I staö þess aö vera snikjudýr á mér. Fullur skilaöi hann sér, valt i sófann, upp næsta morgun, drakk áfram og slagaöi þannig inn og út dögum saman. Ég læsti dyrunum meö slánni sem þjófhræddir fyrri eigendur höföu sett upp, hann kleif þá inn um gluggana og danglaöi I mig fyrir aö meina honum inngöngu I sitt eigið hús. Hann vakti einlægan viðbjóö minn. Ég fyrirleit hann fyrir aö neyöa upp á okkur návist sinni eftir aö hafa veriö lýstur óferjandi, óalandi og óhýsandi. Og ég fór að hata innilega þessa illa þefjandi návist á sófanum sem var hætt aö þvo sér og lá annaöhvort rænulaus af drykkju og for- pestaöi súrefnið eöa hjaröi og ruddi úr sér rotnu innrætinu. Mest hataöi ég hann fyrir yfirburði hans, ég var algjörlega varnar- laus og sá ekki fram á annað en aö ég myndi aö eillfu búa viö þessa lifandi rot- þró. Ég reyndi lögregluna, vitandi aö það var mitt mál hvaö myglaöi á sófunum. Ég reyndi systur hans, sem eins og fyrri daginn vissi að ég var bara móðursjúk, hvaöa önnur ástæöa gæti veriö fyrir þvi aö ég vildi ekki búa meö ástrikum bróöur hennar. Ég reyndi meira aö segja aö tala viö lfkiö. Og þegar ég var búinn aö tala nóg, fæst af þvi fallegt reis hann upp og sló mig I fyrsta sinn síðan hálsfestina fögru. Taugakerfiö gaf sig loksins undan álag- inu. Fingurnir krepptust, neglurnar stungust i lófana. Fæturnir drógust undir mig og ég gat ekki staöiö. Og ég var aö kafna. Hvernig sem þindin þandi sig og lungun reyndu aö sjúga aö sér lifs- nauösynjar þá opnaöist ventillinn i háls- inum ekki. Ég varð að fá loft. Ég varö aö komast út i dyr og fá loft. Blóöiö baröi geigvænlegan takt I höföinu, ég lagöi slag- andi af staö og ófreskjan kastaði sér yfir mig á ganginum, felldi mig og öskraöi: „Þú skalt sko ekki vera aö kalla á nágrannana til aö láta þá vorkenna þér.” A gólfinu krepptist ég I fósturstellingar, kviövöðvarnir hnýttust og lungun voru aö leggja ævistarfiö á hilluna. Gunnar stóö yfir mér og lét spörkin ganga taktfast meöan sorinn gekk út um efra sauropiö. Ég missti meövitund. Þegar ég sneri aftur til llfsins sat hann á hækjum og hristi mig, spyrjandi, trúr sinum fáu starfandi heilafrumum. „Er eitthvaö aö þér? -” Nei, hvaö skyldi vera aö mér, lagöi ég mig ekki reglulega á ganginn og leiö yfir I betra llf? Hann gnæföi þarna yfir mig, byrgöi allan heiminn og ég var vitstola af hræðslu. Velti mér undan, skreiö útl horn, bar hendurnar fyrir andlitiö og öskraöi og öskraöi og öskraöi, stanzlaust, hamslaust, ómóttækileg fyrir öllu öðru en þvl aö verja lif mitt og öskra og öskra. Hann stóð magnvana og staröi á full- komnun sköpunarverks sins. Stóö and- spænis hrárri geösýki, þetta var vanda- mál sem þurfti aö takast á viö og hann tók það föstum tökum. Hann fór. Ég skreiö aö dyrunum, læsti, skreiö aö rúminu og missti meövitund aftur. Næsta morgun gat ég gert mér grein fyrir hvað haföi gerst. Ég hafði lesið um þetta og vissi aö fólki sem verður fyrir þessu er dembt á spltala og sprautaö meö alls kyns efnum, einu til aö slaka á vööv- unum, ööru til aö opna öndunarfærin, enn einu til aö létta álagiö á hjartanu, þvi fjóröa svo þaö geti hvilst, og eflaust fleirum. Ég var ekki viss um aö þessi krampaköst væru lifshættuleg, ég gæti haft sterkt hjarta og þolaö eitt á dag. En hræðslan viö möguleikann er alveg jafn raunveruleg og hræösla viö staöreynd. Ég vissi aö geröist þetta aftur myndi göfugmennið sizt hringja á lækni eða sjúkrabíl, hann myndi uröa likiö á lóöinni og dylja dularfullt hvarf mitt. Þvi mann- orð hans út á viö var meira áriðandi en llf mitt. Ég haföi aftur snert á landamærum lifs og dauöa og lifiö varö svo undarlega verð- mætt. Tvö börn sem áttu engan annan aö en mig. Tvö börn sem ég haföi engan rétt á aö eyöileggja. Sem hann haföi engan rétt á aö eyöileggja gegnum mig. Þaö hlaut aö vera leiö út, ef ekki, þá myndi ég búa hana til rétt eins og þegar ég möndl- aði Islenzkt réttarfar. Svo ég lyfti simtólinu og hringdi I skil- orösprelátann sem átti að fylgjast meö þvi aö delinkventinn hagaöi sér I sam- ræmi við skilyröin. Og kærði hann fyrir áfengisneyzlu, innbrot i mlna ibúð, mis- þyrmingar og siöast sagöist ég heimta aö þeir sæktu hann og sendu til Djöflaeyjar, ég yrði aö losna undan farginu. Hvilikt guödómlegt sakleysi I manni sem fæst viö smáglæpamenn og rudda, hann spurði: „Hefuröu reynt aö biöja hann um aö fara?” Og hann varö aönjótandi eins af glæsi- legri móöursýkisköstum i manna minnum. Hálftima seinna lofaöi hann aö tala viö hann, hvort ég vildi biöja fúlmenniö um aö hringja i sig. Ég sættist á aö reyna þaö og meldaði meö mér aö reifa málið við dómsmála- ráðuneytiö. Þegar skepnan skilaöi sér gáöi hann varlega hvortsú geggjaöa væri búin aö ná sér og fór siðan aö huga að mat. Ég sagöi kuldalega: „Þú ert beöinn aö hringja i skilorðs- eftirlitiö.” „Hringdu þeir?” Beygur i röddinni, hvaö hafa þeir frétt? „Nei, ég hringdi i þá og kæröi þig fyrir brot. Og ég kæri þig lika fyrir likams- árásir og hætti ekki fyrr en þú veröur fjarlægöur héöan. Mér er tvö hundruö prósent sama þótt ég hafi eyðilagt mögu- leika þina I lifinu, það snertir mig ekki hversu falskt þér finnst þetta, þaö er ekkert viö þig sem snertir mig nema eitt, dauöi þinn myndi gleöja mig. Þú getur ekki ætlast til aö fá aö eyöileggja f jögur líf þegar þú getur komist af meö aö eyöi- leggja eitt, þitt eigið. Þú ræöur hvaö þú gerir viö þaö, en geröu þaö annars staöar en hér.” „Þú getur ekki gertþetta. Þú getur ekki tekiö frá mér allt sem ég á...” og hann baðaöi út höndunum og benti i kringum sig. „Þú getur ekki tekiö frá mér allt sem mér þykir vænt um, þú getur ekki rekiö mig burtu....” Ég hýddi hann meö svipunni sem hann haföi sjálfur hnýtt úr blindum karlmanns- rig og stolti. „Ég get rekið þig burtu. En ég get ekki

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.